Benz með Formula 1 drifrás verður að veruleika Finnur Thorlacius skrifar 18. október 2016 10:47 Svona gæti ofurbíll Mercedes Benz AMG-deildarinnar litið út. Í höfuðstöðvum Mercedes Benz hefur verið tekin ákvörðun um smíði bíls sem seldur verður almenningi og er með drifrás eins og er í Formula 1 bíl fyrirtækisins. Sá bíll gæti orðið allt að 1.300 hestöfl og mun vafalaust kosta skildinginn. Forstjóri mótorsportdeildar Mercedes Benz, AMG segir að ekki verði um ræða drifrás sem líkist þeirri í keppnisbílum þeirra, heldur alveg eins drifrás og að það framkalli hjá honum gæsahúð. Slík drifrás sé ekki einföld í smíðum og hún þurfi mikla kælingu. Mercedes Benz tilkynnti um þessi áform sín fyrst á bílasýningunni í París, sem er nýafstaðin. Líklega verður brunavélin í bílnum V6 vél, en auk þess mjög öflugir rafmagnsmótorar. Bíllinn verður fjórhjóladrifinn, enda erfitt að skila öllu þessu afli í götuna eingöngu gegnum annan öxul bílsins. Til stendur að þessi bíll verði tilbúinn á 50 ára afmælisári AMG-deildar Mercedes Benz á næsta ári. Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent
Í höfuðstöðvum Mercedes Benz hefur verið tekin ákvörðun um smíði bíls sem seldur verður almenningi og er með drifrás eins og er í Formula 1 bíl fyrirtækisins. Sá bíll gæti orðið allt að 1.300 hestöfl og mun vafalaust kosta skildinginn. Forstjóri mótorsportdeildar Mercedes Benz, AMG segir að ekki verði um ræða drifrás sem líkist þeirri í keppnisbílum þeirra, heldur alveg eins drifrás og að það framkalli hjá honum gæsahúð. Slík drifrás sé ekki einföld í smíðum og hún þurfi mikla kælingu. Mercedes Benz tilkynnti um þessi áform sín fyrst á bílasýningunni í París, sem er nýafstaðin. Líklega verður brunavélin í bílnum V6 vél, en auk þess mjög öflugir rafmagnsmótorar. Bíllinn verður fjórhjóladrifinn, enda erfitt að skila öllu þessu afli í götuna eingöngu gegnum annan öxul bílsins. Til stendur að þessi bíll verði tilbúinn á 50 ára afmælisári AMG-deildar Mercedes Benz á næsta ári.
Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent