Góðar fréttir af gæsaveiði um allt land Karl Lúðvíksson skrifar 15. október 2016 11:00 Gæsaveiðin hefur verið afbragðsgóð á þessu hausti að sögn veiðimanna en mikill fugl er kominn niður í akra og tún. Það virðist varla skipta máli hvar maður drepur niður fæti í leit að gæs þvi mikið af fugli virðist vera í túnum og ökrum um allt land. Skyttur sem hafa gert sérstaklega út á gæsaveiði í nokkur ár og selja bráð sína í búðir og veitingastaði segja að þetta haust núna sé mun betra en í fyrra þar sem það hafi komið fleiri góðir dagar með rétta veðrinu heldur en í fyrra. Til að taka af vafa eru gæsaskyttur ekki að biðja um fallegt haustveður heldur þykir góður vindur og rökkur vera besta veðrið til að sitja fyrir fuglinum. Á túnum og ökrum á suðurlandi og að Höfn í Hornafirði má víða sjá svarta flekki af gæs sem unir sér vel á landinu á meðan hún kemst ennþá í æti og af því er nóg að taka. Kornbændur hafa þó ekki verið jafnsáttir við að fá þessa stóru hópa af gæs á akra sína og hafa skyttur notið aukinnar kornræktar í mörg ár þar sem veiðin í kornökrunum er oft gríðarlega góð. Mjög algengt er að þrjár til fjórar skyttur séu með hátt í 100 gæsir eftir einn morgun. Tímabilið varir oft fram í lok nóvember en það fer þó að vísu eftir veðri en síðustu haust hefur verið skotin gæs langt inní desember. Mest lesið Loksins, loksins! Frábært vatn í Norðurá Veiði Fréttir úr Ytri Rangá Veiði Góð veiði á silungasvæðinu í Vatnsdal Veiði Stóri sjóbirtingurinn mættur í Kjósina Veiði Veiðimenn hissa á boðsferð Sigmundar og Bjarna í Norðurá Veiði Upptaka af erindi um lax og virkjanir Veiði 11 punda, spikfeitur og silfurgljáandi urriði úr Mjósundi í Laxá í Mývatnssveit Veiði Síðustu skiladagar fyrir hnýtingarkeppni framundan Veiði Laxinn mættur í fleiri ár Veiði Frances og Haugur slást um toppsætið Veiði
Gæsaveiðin hefur verið afbragðsgóð á þessu hausti að sögn veiðimanna en mikill fugl er kominn niður í akra og tún. Það virðist varla skipta máli hvar maður drepur niður fæti í leit að gæs þvi mikið af fugli virðist vera í túnum og ökrum um allt land. Skyttur sem hafa gert sérstaklega út á gæsaveiði í nokkur ár og selja bráð sína í búðir og veitingastaði segja að þetta haust núna sé mun betra en í fyrra þar sem það hafi komið fleiri góðir dagar með rétta veðrinu heldur en í fyrra. Til að taka af vafa eru gæsaskyttur ekki að biðja um fallegt haustveður heldur þykir góður vindur og rökkur vera besta veðrið til að sitja fyrir fuglinum. Á túnum og ökrum á suðurlandi og að Höfn í Hornafirði má víða sjá svarta flekki af gæs sem unir sér vel á landinu á meðan hún kemst ennþá í æti og af því er nóg að taka. Kornbændur hafa þó ekki verið jafnsáttir við að fá þessa stóru hópa af gæs á akra sína og hafa skyttur notið aukinnar kornræktar í mörg ár þar sem veiðin í kornökrunum er oft gríðarlega góð. Mjög algengt er að þrjár til fjórar skyttur séu með hátt í 100 gæsir eftir einn morgun. Tímabilið varir oft fram í lok nóvember en það fer þó að vísu eftir veðri en síðustu haust hefur verið skotin gæs langt inní desember.
Mest lesið Loksins, loksins! Frábært vatn í Norðurá Veiði Fréttir úr Ytri Rangá Veiði Góð veiði á silungasvæðinu í Vatnsdal Veiði Stóri sjóbirtingurinn mættur í Kjósina Veiði Veiðimenn hissa á boðsferð Sigmundar og Bjarna í Norðurá Veiði Upptaka af erindi um lax og virkjanir Veiði 11 punda, spikfeitur og silfurgljáandi urriði úr Mjósundi í Laxá í Mývatnssveit Veiði Síðustu skiladagar fyrir hnýtingarkeppni framundan Veiði Laxinn mættur í fleiri ár Veiði Frances og Haugur slást um toppsætið Veiði