Húmor og samskipti kynjanna Magnús Guðmundsson skrifar 15. október 2016 11:00 Ágúst Ólafsson, Hallveig Rúnarsdóttir og Gerrit Schuil í Salnum þar sem hin vinsæla tónleikaröð Tíbrá er hafin. Visir/GVA „Þetta er svo krefjandi. Ætli það lýsi þessu ekki best og sé helsta skýringin á því að þetta er ekki flutt oftar en raun ber vitni,“ segir Hallveig Rúnarsdóttir sópransöngkona um tónleika í tónleikaröðinni Tíbrá, í Salnum í kvöld klukkan átta. Þar ætlar Hallveig að flytja Ítölsku ljóðabókina, eftir Hugo Wolf, ásamt þeim Ágústi Ólafssyni baritón og Gerrit Schuil píanóleikara. Ítalska ljóðabókin eða Italienisches Liederbuch eftir Hugo Wolf, við þýðingar Paul Heyes á ítölskum þjóðkvæðum, er eitt af meistaraverkum þýsku ljóðasöngbókmenntanna. Hallveig segir að þetta sé vissulega hátt fjall að klífa sem ekki ýkja margir leggja til atlögu við en þau hafi þó ákveðið að gera það. „Ítalska ljóðabókin samanstendur af 46 smálögum sem fjalla að mestu um ástina, svik og samskipti kynjanna í raun og veru. Það sem er sérstakt við þetta er að söngvararnir skiptast á að syngja, þannig að við syngjum ekkert saman. Þetta eru ítölsk alþýðuljóð, sungin á þýsku með íslenskum þýðingum fyrir ofan og allt eru þetta í raun ástarljóð nema fyrsta ljóðið. Snilldin í þessum ljóðum er fólgin í því að þau eru í raun lítil hvert um sig en engu að síður er hvert og eitt þeirra eins og óperuaría í raun og veru. Wolf tekst að pakka svo svakalega miklu innihaldi í lögin sem eru flest aðeins í kringum mínútu að lengd. Það sem er svo magnað við Wolf er að hann skrifa ekki síður píanistann en söngvarana. Píanistinn í raun og veru jafngildir söngvaranum ef ekki meir og hvert og eitt og einasta ljóð er ótrúlega mikil perla. Þetta er eins og ítölsk perlufesti en ekki eins og ljóðaflokkur eins og oftast tíðkast þar sem ljóðin eru ekki tengd með beinum hætti þó svo umfjöllunarefnið sé svipað, þar sem þemað er ástin og samskipti kynjanna.“ Hallveig segir að Wolf hafi verið eitt helsta sönglagaskáld heims, fyrr og síðar, þótt hann hafi aðeins náð fjörutíu og tveggja ára aldri. „Hann samdi engu að síður um 300 ljóðasöngslög. Paul Heyes þýddi um 200 ítölsk alþýðuljóð yfir á þýsku og Wolf samdi við 46 þessara ljóða í tveimur bindum og þetta er það sem við erum að fara að takast á við. Við ákváðum líka að leyfa okkur að vera með hlé á tónleikunum þar sem ljóðin eru ekki samfelld frásögn heldur sjálfstæð. Það sem einkennir þetta þó umfram margt annað er hversu gríðarlegur húmor er í þessu. Bæði eru ljóðin mörg hver alveg rosalega fyndin en svo er líka Wolf alveg sérstaklega skemmtilegur húmoristi. Þannig að fólk skellihlær oft á þessum tónleikum sem er ólíkt því sem fólk þekkir frá flestum stórum ljóðatónleikum sem hafa oftar en ekki alvarlegra yfirbragð. Fólk þarf ekki heldur að hafa áhyggjur af því að þetta verði of langt því tónlistarlega er þetta hefðbundin lengd fyrir svona tónleika eða um sjötíu mínútur. Þannig að það verður bara gaman fyrir fólk að koma og fá sér rauðvínsglas í hléinu, slaka svo á og njóta tónlistarinnar.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 15. október. Menning Mest lesið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Þetta er svo krefjandi. Ætli það lýsi þessu ekki best og sé helsta skýringin á því að þetta er ekki flutt oftar en raun ber vitni,“ segir Hallveig Rúnarsdóttir sópransöngkona um tónleika í tónleikaröðinni Tíbrá, í Salnum í kvöld klukkan átta. Þar ætlar Hallveig að flytja Ítölsku ljóðabókina, eftir Hugo Wolf, ásamt þeim Ágústi Ólafssyni baritón og Gerrit Schuil píanóleikara. Ítalska ljóðabókin eða Italienisches Liederbuch eftir Hugo Wolf, við þýðingar Paul Heyes á ítölskum þjóðkvæðum, er eitt af meistaraverkum þýsku ljóðasöngbókmenntanna. Hallveig segir að þetta sé vissulega hátt fjall að klífa sem ekki ýkja margir leggja til atlögu við en þau hafi þó ákveðið að gera það. „Ítalska ljóðabókin samanstendur af 46 smálögum sem fjalla að mestu um ástina, svik og samskipti kynjanna í raun og veru. Það sem er sérstakt við þetta er að söngvararnir skiptast á að syngja, þannig að við syngjum ekkert saman. Þetta eru ítölsk alþýðuljóð, sungin á þýsku með íslenskum þýðingum fyrir ofan og allt eru þetta í raun ástarljóð nema fyrsta ljóðið. Snilldin í þessum ljóðum er fólgin í því að þau eru í raun lítil hvert um sig en engu að síður er hvert og eitt þeirra eins og óperuaría í raun og veru. Wolf tekst að pakka svo svakalega miklu innihaldi í lögin sem eru flest aðeins í kringum mínútu að lengd. Það sem er svo magnað við Wolf er að hann skrifa ekki síður píanistann en söngvarana. Píanistinn í raun og veru jafngildir söngvaranum ef ekki meir og hvert og eitt og einasta ljóð er ótrúlega mikil perla. Þetta er eins og ítölsk perlufesti en ekki eins og ljóðaflokkur eins og oftast tíðkast þar sem ljóðin eru ekki tengd með beinum hætti þó svo umfjöllunarefnið sé svipað, þar sem þemað er ástin og samskipti kynjanna.“ Hallveig segir að Wolf hafi verið eitt helsta sönglagaskáld heims, fyrr og síðar, þótt hann hafi aðeins náð fjörutíu og tveggja ára aldri. „Hann samdi engu að síður um 300 ljóðasöngslög. Paul Heyes þýddi um 200 ítölsk alþýðuljóð yfir á þýsku og Wolf samdi við 46 þessara ljóða í tveimur bindum og þetta er það sem við erum að fara að takast á við. Við ákváðum líka að leyfa okkur að vera með hlé á tónleikunum þar sem ljóðin eru ekki samfelld frásögn heldur sjálfstæð. Það sem einkennir þetta þó umfram margt annað er hversu gríðarlegur húmor er í þessu. Bæði eru ljóðin mörg hver alveg rosalega fyndin en svo er líka Wolf alveg sérstaklega skemmtilegur húmoristi. Þannig að fólk skellihlær oft á þessum tónleikum sem er ólíkt því sem fólk þekkir frá flestum stórum ljóðatónleikum sem hafa oftar en ekki alvarlegra yfirbragð. Fólk þarf ekki heldur að hafa áhyggjur af því að þetta verði of langt því tónlistarlega er þetta hefðbundin lengd fyrir svona tónleika eða um sjötíu mínútur. Þannig að það verður bara gaman fyrir fólk að koma og fá sér rauðvínsglas í hléinu, slaka svo á og njóta tónlistarinnar.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 15. október.
Menning Mest lesið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp