Rallýbíll þræðir elgshjörð Finnur Thorlacius skrifar 14. október 2016 10:15 Finnskur rallökumaður verður að teljast heppinn að hafa ekki fengið elg fram á bíl sinn í keppni þar í landi fyrir skömmu og náðist atvikið á mynd innan úr rallbílnum. Fljótlega á einni sérleið rallsins ekur hann fram á elgsfjölskyldu og komast tveir elgir yfir veginn áður en sá þriðji birtist og virðist ætla beint framan á bílinn. Ökumaðurinn hélt þó hraða sínum áfram ótrauður og elgurinn hættir við að fara yfir veginn á síðustu stundu. Ekki hefði mátt að sökum spyrja ef elgurinn hefði farið framan á bílinn og hefði þátttöku hans lokið þar og ef til vill á dramtískan hátt. Í myndskeiðinu hér að ofan gerist þetta þegar 1:58 mínúta er liðin. Miðað við hræðsluöskrin innan úr bílnum stóð ökumanni og aðstoðarmanni hans ekki á sama er elgirnir birtust og engin furða. Seinna í myndskeiðinu sést að ökumaðurinn er í hálgerðu sjokki eftir atburðinn því hann fer ranga leið og styttir sér leið undir viðvörunarplastgirðingu sem strengd hefur verið yfir styttinguna. Lái honum hver sem vill. Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Innlent
Finnskur rallökumaður verður að teljast heppinn að hafa ekki fengið elg fram á bíl sinn í keppni þar í landi fyrir skömmu og náðist atvikið á mynd innan úr rallbílnum. Fljótlega á einni sérleið rallsins ekur hann fram á elgsfjölskyldu og komast tveir elgir yfir veginn áður en sá þriðji birtist og virðist ætla beint framan á bílinn. Ökumaðurinn hélt þó hraða sínum áfram ótrauður og elgurinn hættir við að fara yfir veginn á síðustu stundu. Ekki hefði mátt að sökum spyrja ef elgurinn hefði farið framan á bílinn og hefði þátttöku hans lokið þar og ef til vill á dramtískan hátt. Í myndskeiðinu hér að ofan gerist þetta þegar 1:58 mínúta er liðin. Miðað við hræðsluöskrin innan úr bílnum stóð ökumanni og aðstoðarmanni hans ekki á sama er elgirnir birtust og engin furða. Seinna í myndskeiðinu sést að ökumaðurinn er í hálgerðu sjokki eftir atburðinn því hann fer ranga leið og styttir sér leið undir viðvörunarplastgirðingu sem strengd hefur verið yfir styttinguna. Lái honum hver sem vill.
Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Innlent