Hundar rífa í sig bíl Finnur Thorlacius skrifar 13. október 2016 16:28 Hann hlýtur að hafa verið einkar gómsætur þessi bíll í Tyrklandi sem varð fyrir árás 8 villihunda. Honum var lagt fyrir utan verslun í Sakarya, en þegar eigandi hans kom að honum eftir árás hundanna hélt hann að um þjófnað hefði verið að ræða. Þegar hann fékk að sjá myndir úr eftirlitsvél sem náði atvikinu á mynd brá honum heldur betur í brún. Þar sá hann að hundarnir rífa af bílnum framstuðarann í heilu lagi og skemmdu með því ljós bílsins og annan búnað. Skemmdirnar á bílnum kosta eiganda hans rétt um 200.000 krónur og þarf hann að bera skaðann sjálfur. Hvað það var sem að fékk hundana til að aðhafast þetta er óljóst ein líklega hafa þeir fundið einhverja matarlykt sem úr bílnum kom, hvort sem það er innan úr vélarhúsinu eða innanrými bílsins. Sjá má árás hundanna á bílinn hér að ofan. Mest lesið Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent
Hann hlýtur að hafa verið einkar gómsætur þessi bíll í Tyrklandi sem varð fyrir árás 8 villihunda. Honum var lagt fyrir utan verslun í Sakarya, en þegar eigandi hans kom að honum eftir árás hundanna hélt hann að um þjófnað hefði verið að ræða. Þegar hann fékk að sjá myndir úr eftirlitsvél sem náði atvikinu á mynd brá honum heldur betur í brún. Þar sá hann að hundarnir rífa af bílnum framstuðarann í heilu lagi og skemmdu með því ljós bílsins og annan búnað. Skemmdirnar á bílnum kosta eiganda hans rétt um 200.000 krónur og þarf hann að bera skaðann sjálfur. Hvað það var sem að fékk hundana til að aðhafast þetta er óljóst ein líklega hafa þeir fundið einhverja matarlykt sem úr bílnum kom, hvort sem það er innan úr vélarhúsinu eða innanrými bílsins. Sjá má árás hundanna á bílinn hér að ofan.
Mest lesið Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent