Áfram varað við miklu vatnsveðri Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. október 2016 10:08 Svona var ástandið á tjaldsvæðinu á Selfossi í morgun. Vísir/Magnús Hlynur Veðurstofan varar við miklu vatnsveðri á öllu sunnan- og vestanverðu landinu í dag, miðvikudag og fyrrihluta morgundags, fimmtudags. Mest verður úrkomuákefðin í dag. Mikið hefur rignt síðustu daga og er sjaldgæft að spáð sé jafn mikilli úrkomu um land allt líkt og hefur verið síðustu daga. Myndin hér að ofan var tekin á Selfossi í morgun við tjaldsvæðið. Miklir pollar hafa myndast þar líkt og sjá má. Gert var ráð fyrir því að úrkoman myndi ná hámarki í nótt en samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliðinu frá höfuðborgarsvæðinu fór slökkviliðið ekki í nein útköll vegna stíflaðra niðurfalla eða vatnsleka inn í hús. Fólki er áfram bent á að ganga frá niðurföllum og tryggja að vatn komist rétta leið að þeim svo lágmarka megi líkurnar á tjóni vegna úrkomunnar. Björgunarsveitarmenn Landsbjargar verða áfram í viðbragðsstöðu og bakvakt var í nótt hjá Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra en gera má ráð fyrir að mikið muni vaxa í ám og lækjum eftir því sem líður á daginn. Á þetta sérstaklega við um vatnasvæði Hvítár í Árnessýslum, við Ölfusá, og við Norðurá og Hvítá í Borgarfirði en einnig er aukin hætta á skriðuföllum á þessum slóðum. Einnig hefur verið ákveðið að loka Þórsmerkurvegi í dag vegna vatnavaxta en búist er við miklum vatnavöxtum á Þórsmerkursvæðinu í dag vegna úrkomunnar.Veðurhorfur á landinuSunnan og suðaustan 13-20 m/s og rigning og jafnvel mikil rigning allvíða en hægari og þurrt að kalla norðaustantil. Lægir vestast um tíma um hádegi. Fer að draga úr vindi og úrkomu um landið vestanvert í nótt, en áfram rigning SA-til. Suðaustan 8-15 og lengst af þurrt fyrir norðan á morgun, en annars rigning. Hiti 5 til 12 stig.Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ föstudag:Suðaustlæg átt 5-10 m/s, bjartviðri norðanlands, en dálítil væta sunnan- og vestanlands. Lægir og styttir að mestu upp þegar líður á daginn. Hiti 6 til 13 stig að deginum.Á laugardag: Fremur hæg austlæg eða breytileg átt og bjart með köflum. Hiti 4 til 9 stig.Á sunnudag:Austlæg átt 5-13, hvassast syðst. Þykknar upp og fer að rigna sunnantil á landinu þegar líður á daginn, en lengst af bjart norðantil. Heldur svalara í veðri.Á mánudag:Austlæg átt og rigning með köflum eða skúrir, en þurrt að mestu norðanlands. Hiti 3 til 7 stig.Á þriðjudag:Útlit fyrir norðaustlæga átt. Rigning eða skúrir, en þurrt suðvestantil. Hiti breytist lítið. Veður Tengdar fréttir Engin útköll hjá slökkviliði í nótt Björgunarsveitarmenn Landsbjargar verða áfram í viðbragðsstöðu vegna rigningar. 12. október 2016 07:27 Mesta úrhelli í mörg ár: Svona mikil rigning svo víða á landinu afskaplega sjaldgæf „Við spáum ekki mikilli úrkomu nema það sé yfir 100 millimetrum á sólarhring og við gerum það svona öðru hverju á suðaustanverðu landinu en það er afskaplega sjaldgæft að það gerist á fjórum spásvæðum og hvað þá yfir svona langan tíma ,“ segir Elín Björk Jónasdóttir veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands aðspurð um úrkomuna framundan sem er sú mesta hér á landi í mörg ár. 11. október 2016 16:55 Búast við miklu vatnsveðri næstu daga en léttir til á föstudag Er viðbúið að flóðahætta myndist. 10. október 2016 23:32 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Veðurstofan varar við miklu vatnsveðri á öllu sunnan- og vestanverðu landinu í dag, miðvikudag og fyrrihluta morgundags, fimmtudags. Mest verður úrkomuákefðin í dag. Mikið hefur rignt síðustu daga og er sjaldgæft að spáð sé jafn mikilli úrkomu um land allt líkt og hefur verið síðustu daga. Myndin hér að ofan var tekin á Selfossi í morgun við tjaldsvæðið. Miklir pollar hafa myndast þar líkt og sjá má. Gert var ráð fyrir því að úrkoman myndi ná hámarki í nótt en samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliðinu frá höfuðborgarsvæðinu fór slökkviliðið ekki í nein útköll vegna stíflaðra niðurfalla eða vatnsleka inn í hús. Fólki er áfram bent á að ganga frá niðurföllum og tryggja að vatn komist rétta leið að þeim svo lágmarka megi líkurnar á tjóni vegna úrkomunnar. Björgunarsveitarmenn Landsbjargar verða áfram í viðbragðsstöðu og bakvakt var í nótt hjá Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra en gera má ráð fyrir að mikið muni vaxa í ám og lækjum eftir því sem líður á daginn. Á þetta sérstaklega við um vatnasvæði Hvítár í Árnessýslum, við Ölfusá, og við Norðurá og Hvítá í Borgarfirði en einnig er aukin hætta á skriðuföllum á þessum slóðum. Einnig hefur verið ákveðið að loka Þórsmerkurvegi í dag vegna vatnavaxta en búist er við miklum vatnavöxtum á Þórsmerkursvæðinu í dag vegna úrkomunnar.Veðurhorfur á landinuSunnan og suðaustan 13-20 m/s og rigning og jafnvel mikil rigning allvíða en hægari og þurrt að kalla norðaustantil. Lægir vestast um tíma um hádegi. Fer að draga úr vindi og úrkomu um landið vestanvert í nótt, en áfram rigning SA-til. Suðaustan 8-15 og lengst af þurrt fyrir norðan á morgun, en annars rigning. Hiti 5 til 12 stig.Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ föstudag:Suðaustlæg átt 5-10 m/s, bjartviðri norðanlands, en dálítil væta sunnan- og vestanlands. Lægir og styttir að mestu upp þegar líður á daginn. Hiti 6 til 13 stig að deginum.Á laugardag: Fremur hæg austlæg eða breytileg átt og bjart með köflum. Hiti 4 til 9 stig.Á sunnudag:Austlæg átt 5-13, hvassast syðst. Þykknar upp og fer að rigna sunnantil á landinu þegar líður á daginn, en lengst af bjart norðantil. Heldur svalara í veðri.Á mánudag:Austlæg átt og rigning með köflum eða skúrir, en þurrt að mestu norðanlands. Hiti 3 til 7 stig.Á þriðjudag:Útlit fyrir norðaustlæga átt. Rigning eða skúrir, en þurrt suðvestantil. Hiti breytist lítið.
Veður Tengdar fréttir Engin útköll hjá slökkviliði í nótt Björgunarsveitarmenn Landsbjargar verða áfram í viðbragðsstöðu vegna rigningar. 12. október 2016 07:27 Mesta úrhelli í mörg ár: Svona mikil rigning svo víða á landinu afskaplega sjaldgæf „Við spáum ekki mikilli úrkomu nema það sé yfir 100 millimetrum á sólarhring og við gerum það svona öðru hverju á suðaustanverðu landinu en það er afskaplega sjaldgæft að það gerist á fjórum spásvæðum og hvað þá yfir svona langan tíma ,“ segir Elín Björk Jónasdóttir veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands aðspurð um úrkomuna framundan sem er sú mesta hér á landi í mörg ár. 11. október 2016 16:55 Búast við miklu vatnsveðri næstu daga en léttir til á föstudag Er viðbúið að flóðahætta myndist. 10. október 2016 23:32 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Engin útköll hjá slökkviliði í nótt Björgunarsveitarmenn Landsbjargar verða áfram í viðbragðsstöðu vegna rigningar. 12. október 2016 07:27
Mesta úrhelli í mörg ár: Svona mikil rigning svo víða á landinu afskaplega sjaldgæf „Við spáum ekki mikilli úrkomu nema það sé yfir 100 millimetrum á sólarhring og við gerum það svona öðru hverju á suðaustanverðu landinu en það er afskaplega sjaldgæft að það gerist á fjórum spásvæðum og hvað þá yfir svona langan tíma ,“ segir Elín Björk Jónasdóttir veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands aðspurð um úrkomuna framundan sem er sú mesta hér á landi í mörg ár. 11. október 2016 16:55
Búast við miklu vatnsveðri næstu daga en léttir til á föstudag Er viðbúið að flóðahætta myndist. 10. október 2016 23:32
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent