Sage Francis: Hef sterka tengingu við Ísland Tómas Þór Þórðarson skrifar 11. október 2016 12:30 Sage Francis kom fyrst hingað til lands veturinn 2000. vísir/getty Bandaríski rapparinn Sage Francis er mögulega frægasti rappari sem fólk hefur aldrei heyrt um. Hann er að margra mati einn besti textasmiður seinni ára en þessi 39 ára gamli tónlistarmaður byrjaði að semja texta átta ára gamall og keppa í rapp „battli“ aðeins tólf ára. Hann hefur gefið út sex stúdíóplötur og átta blöndusnældur. Hann var að kynna aðra þeirra, Still Sick.... Urine Trouble, þegar hann kom fyrst hingað til lands veturinn 2000. Nú er hann væntanlegur aftur og spilar á Húrra 20. október. „Ég er alltaf að leita að tækifærum til að spila á Íslandi,“ segir Sage í viðtali við Fréttablaðið en hann virkar spenntur fyrir því að koma í fimmta sinn á Klakann. „Ég spilaði fyrst á Íslandi fyrir 16 árum og hef komið oft síðan. Ég hef sterka tengingu við Ísland af einhverjum ástæðum. Kannski eru það öll þessi fáránlega löngu orð í íslenska tungumálinu,“ segir hann. Sage er að spila á Norðurlöndunum og á Írlandi um svipað leyti og ákvað sjálfur að athuga hvort áhugi væri fyrir komu hans til landsins. Hann ávarpaði íslenska stuðningsmenn sína á samfélagsmiðlum og það virðist hafa skilað sér. „Tónleikahaldarinn sem ég starfa vanalega með var ekki viss um hvort ég ætti að spila aðeins tveimur árum eftir að ég kom síðast. En ef ég spila ekki reglulega á einhverjum stað finnst mér ég geta misst tengingu við fólkið. Sumir þeirra sem koma á tónleikana mína á Íslandi eru þeir sömu og komu á tónleikana fyrir 16 árum. Síðan eru aðrir sem eru að sjá mig í fyrsta sinn og þannig getum við stækkað þetta,“ segir Sage.Paul William Francis kemur fram á Húrra 20. október.vísir/gettyÞar sem rapparinn er fastagestur á Íslandi hefur hann séð og brallað ýmislegt hér á landi en hann viðurkennir að hann fari oftast á þessa týpísku ferðamannastaði. „Ég keyri Gullna hringinn og læt goshverina drekkja mér í vatni. Síðan fer ég í Bláa lónið og þetta hefðbundna en ég hlakka til að skoða fleiri staði utan Reykjavíkur þegar ég fæ tækifæri til. Mest finnst mér gaman að þykjast vera að lenda á tunglinu þegar ég kem,“ segir Sage. Sage, sem heitir réttu nafni Paul William Francis, segist hafa breyst mikið síðan hann kom hingað fyrst fyrir 16 árum, bæði sem tónlistarmaður og manneskja. Hann man vel eftir fyrstu komu sinni til landsins, það er að segja öllu nema tónleikunum sjálfum í Norðurkjallara MH. „Takk fyrir þessar nákvæmu upplýsingar,“ segir Sage þegar blaðamaður segir honum frá fyrstu tónleikum hans. „Það sem ég man helst eftir er viðtal sem ég fór í á einni útvarpsstöð í Reykjavík. Eða kannski var það í annað skiptið sem ég kom,“ segir rapparinn og bætir við: „Ég man ekkert eftir tónleikunum sjálfum en ég man bara eftir hvað mér fannst allt fallegt og einnig að sjá allar barnakerrurnar standa fyrir utan búðirnar með börnunum í. Traustið milli fólksins er mikið en þetta er eitthvað sem snerti mig mikið. Ég man líka eftir því að strákurinn sem bókaði mig á tónleikana bauð mér heim til foreldra sinna og þau voru að horfa á The Simpsons. Það fannst mér alveg magnað. Ferðalögin eru það sem ég man eftir frekar en tónleikarnir sjálfir. Var ég samt í alvöru að spila í menntaskóla?“ spyr Sage Francis. Tónlist Mest lesið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið Tugmillljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Fleiri fréttir Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Bandaríski rapparinn Sage Francis er mögulega frægasti rappari sem fólk hefur aldrei heyrt um. Hann er að margra mati einn besti textasmiður seinni ára en þessi 39 ára gamli tónlistarmaður byrjaði að semja texta átta ára gamall og keppa í rapp „battli“ aðeins tólf ára. Hann hefur gefið út sex stúdíóplötur og átta blöndusnældur. Hann var að kynna aðra þeirra, Still Sick.... Urine Trouble, þegar hann kom fyrst hingað til lands veturinn 2000. Nú er hann væntanlegur aftur og spilar á Húrra 20. október. „Ég er alltaf að leita að tækifærum til að spila á Íslandi,“ segir Sage í viðtali við Fréttablaðið en hann virkar spenntur fyrir því að koma í fimmta sinn á Klakann. „Ég spilaði fyrst á Íslandi fyrir 16 árum og hef komið oft síðan. Ég hef sterka tengingu við Ísland af einhverjum ástæðum. Kannski eru það öll þessi fáránlega löngu orð í íslenska tungumálinu,“ segir hann. Sage er að spila á Norðurlöndunum og á Írlandi um svipað leyti og ákvað sjálfur að athuga hvort áhugi væri fyrir komu hans til landsins. Hann ávarpaði íslenska stuðningsmenn sína á samfélagsmiðlum og það virðist hafa skilað sér. „Tónleikahaldarinn sem ég starfa vanalega með var ekki viss um hvort ég ætti að spila aðeins tveimur árum eftir að ég kom síðast. En ef ég spila ekki reglulega á einhverjum stað finnst mér ég geta misst tengingu við fólkið. Sumir þeirra sem koma á tónleikana mína á Íslandi eru þeir sömu og komu á tónleikana fyrir 16 árum. Síðan eru aðrir sem eru að sjá mig í fyrsta sinn og þannig getum við stækkað þetta,“ segir Sage.Paul William Francis kemur fram á Húrra 20. október.vísir/gettyÞar sem rapparinn er fastagestur á Íslandi hefur hann séð og brallað ýmislegt hér á landi en hann viðurkennir að hann fari oftast á þessa týpísku ferðamannastaði. „Ég keyri Gullna hringinn og læt goshverina drekkja mér í vatni. Síðan fer ég í Bláa lónið og þetta hefðbundna en ég hlakka til að skoða fleiri staði utan Reykjavíkur þegar ég fæ tækifæri til. Mest finnst mér gaman að þykjast vera að lenda á tunglinu þegar ég kem,“ segir Sage. Sage, sem heitir réttu nafni Paul William Francis, segist hafa breyst mikið síðan hann kom hingað fyrst fyrir 16 árum, bæði sem tónlistarmaður og manneskja. Hann man vel eftir fyrstu komu sinni til landsins, það er að segja öllu nema tónleikunum sjálfum í Norðurkjallara MH. „Takk fyrir þessar nákvæmu upplýsingar,“ segir Sage þegar blaðamaður segir honum frá fyrstu tónleikum hans. „Það sem ég man helst eftir er viðtal sem ég fór í á einni útvarpsstöð í Reykjavík. Eða kannski var það í annað skiptið sem ég kom,“ segir rapparinn og bætir við: „Ég man ekkert eftir tónleikunum sjálfum en ég man bara eftir hvað mér fannst allt fallegt og einnig að sjá allar barnakerrurnar standa fyrir utan búðirnar með börnunum í. Traustið milli fólksins er mikið en þetta er eitthvað sem snerti mig mikið. Ég man líka eftir því að strákurinn sem bókaði mig á tónleikana bauð mér heim til foreldra sinna og þau voru að horfa á The Simpsons. Það fannst mér alveg magnað. Ferðalögin eru það sem ég man eftir frekar en tónleikarnir sjálfir. Var ég samt í alvöru að spila í menntaskóla?“ spyr Sage Francis.
Tónlist Mest lesið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið Tugmillljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Fleiri fréttir Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“