East Of my Youth frumsýnir nýtt myndband á Vísi Stefán Árni Pálsson skrifar 11. október 2016 13:30 Flott myndband hér á ferðinni. Hljómsveitin East Of my Youth frumsýnir í dag nýtt myndband við lagið Mother. Myndbandið er framleitt af Jónsson og Lemack og Landsbankanum. Síðustu ár hefur Landsbankinn valið þrjár íslenskar hljómsveitir sem koma fram á Iceland Airwaves til að kynna sérstaklega. Vök, Axel Flóven, Dj Flugvél og Geimskip eru dæmi um bönd sem hafa fengið tækifæri til að kynna sitt efni á þennan máta. East of my Youth kemur fram á hátíðinni í ár og spila sveitin samtals á átta tónleikum. Fyrsta smáskífa sveitarinnar kemur út í nóvember og fer hún þá í framhaldinu á tónleikaferðalag. „Við gáfum út Mother í vor sem singúl eftir að hafa „óvart” selt það í bandaríska unglingadramað Faking it sem er á MTV. Lagið var samið í Hvalfirðinum í bústað foreldra hennar Thelmu þar sem við tvær eyddum saman eins og gömul hjón að elda saman, sitja við arinninn og semja tónlist,“ segir Herdís Stefánsdóttir, sem er meðlimur í sveitinni. Með henni í hljómsveitinni er Thelma Marín Jónsdóttir. „Mother var svolítið inspírerað af kínverskum oriental playlista á youtube og fæddist á mjög skömmum tíma og í mikilli leikgleði.“ EOMY byrjaði að vinna af alvöru saman sumarið 2015 og síðan þá hefur ýmislegt á daga þeirra drifið. Sveitin hefur komið fram á Airwaves, Sónar Reykjavík og South by Southwest í Austin, Texas. Sónar Tónlist Mest lesið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Matur Kvefið gengur hraðar yfir með ColdZyme® Lífið samstarf Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk Lífið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
Hljómsveitin East Of my Youth frumsýnir í dag nýtt myndband við lagið Mother. Myndbandið er framleitt af Jónsson og Lemack og Landsbankanum. Síðustu ár hefur Landsbankinn valið þrjár íslenskar hljómsveitir sem koma fram á Iceland Airwaves til að kynna sérstaklega. Vök, Axel Flóven, Dj Flugvél og Geimskip eru dæmi um bönd sem hafa fengið tækifæri til að kynna sitt efni á þennan máta. East of my Youth kemur fram á hátíðinni í ár og spila sveitin samtals á átta tónleikum. Fyrsta smáskífa sveitarinnar kemur út í nóvember og fer hún þá í framhaldinu á tónleikaferðalag. „Við gáfum út Mother í vor sem singúl eftir að hafa „óvart” selt það í bandaríska unglingadramað Faking it sem er á MTV. Lagið var samið í Hvalfirðinum í bústað foreldra hennar Thelmu þar sem við tvær eyddum saman eins og gömul hjón að elda saman, sitja við arinninn og semja tónlist,“ segir Herdís Stefánsdóttir, sem er meðlimur í sveitinni. Með henni í hljómsveitinni er Thelma Marín Jónsdóttir. „Mother var svolítið inspírerað af kínverskum oriental playlista á youtube og fæddist á mjög skömmum tíma og í mikilli leikgleði.“ EOMY byrjaði að vinna af alvöru saman sumarið 2015 og síðan þá hefur ýmislegt á daga þeirra drifið. Sveitin hefur komið fram á Airwaves, Sónar Reykjavík og South by Southwest í Austin, Texas.
Sónar Tónlist Mest lesið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Matur Kvefið gengur hraðar yfir með ColdZyme® Lífið samstarf Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk Lífið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira