Tiger hættur við endurkomuna í bili Tómas Þór Þórðarson skrifar 11. október 2016 10:00 Fáum við að sjá Tiger í rauðu á lokadegi á ný? vísir/getty Tiger Woods er hættur við að snúa aftur út á golfvöllinn þessa helgina eftir langvarandi meiðsli, en hann telur sig ekki tilbúinn til að spila keppnisgolf alveg strax. Tiger, sem spilaði síðast í ágúst á síðasta ári, er búinn að gangast undir tvær skurðaðgerðir vegna bakmeiðsla, en hann ætlaði að vera með á Safeway Open-mótinu sem hefst á fimmtudaginn. Ekkert verður af því. Hann segir í yfirlýsingu á heimasíðu sinni að hann stefni nú að endurkomu á Hero World Challenge sem er mót sem hann heldur sjálfur á Bahama í desember. „Ég veit að ég er ekki tilbúinn í að keppa á PGA-mótaröðinni né í Tyrklandi,“ segir Tiger á heimasíðu sinni en hann ætlaði að vear með á Turkish Airlines-mótinu í nóvember. „Heilsan er góð og mér finnst ég sterkur en spilamennska mín er berskjölduð og alls ekki eins góður og hún þarf að vera. Ég er nálægt því að spila aftur og ég mun ekki gefast upp,“ segir Tiger Woods. Tiger á að baki fjórtán sigra á risamótum en þessi fyrrverandi besti kylfingur heims er nú í 786. sæti á heimslistanum. Hann var einn af varafyrirliðum bandaríska Ryder-liðsins sem pakkaði Evrópu saman í Minnesota á dögunum. Golf Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Í beinni: Svíþjóð - Ísland | Alvaran fyrir HM hefst Handbolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Fleiri fréttir Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Tiger Woods er hættur við að snúa aftur út á golfvöllinn þessa helgina eftir langvarandi meiðsli, en hann telur sig ekki tilbúinn til að spila keppnisgolf alveg strax. Tiger, sem spilaði síðast í ágúst á síðasta ári, er búinn að gangast undir tvær skurðaðgerðir vegna bakmeiðsla, en hann ætlaði að vera með á Safeway Open-mótinu sem hefst á fimmtudaginn. Ekkert verður af því. Hann segir í yfirlýsingu á heimasíðu sinni að hann stefni nú að endurkomu á Hero World Challenge sem er mót sem hann heldur sjálfur á Bahama í desember. „Ég veit að ég er ekki tilbúinn í að keppa á PGA-mótaröðinni né í Tyrklandi,“ segir Tiger á heimasíðu sinni en hann ætlaði að vear með á Turkish Airlines-mótinu í nóvember. „Heilsan er góð og mér finnst ég sterkur en spilamennska mín er berskjölduð og alls ekki eins góður og hún þarf að vera. Ég er nálægt því að spila aftur og ég mun ekki gefast upp,“ segir Tiger Woods. Tiger á að baki fjórtán sigra á risamótum en þessi fyrrverandi besti kylfingur heims er nú í 786. sæti á heimslistanum. Hann var einn af varafyrirliðum bandaríska Ryder-liðsins sem pakkaði Evrópu saman í Minnesota á dögunum.
Golf Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Í beinni: Svíþjóð - Ísland | Alvaran fyrir HM hefst Handbolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Fleiri fréttir Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira