Ekki hægt að reka þetta ár eftir ár af hugsjón Magnús Guðmundsson skrifar 29. október 2016 10:00 Hrönn Marinósdóttir, framkvæmdastjóri RIFF, segir að það sé alls ekki sjálfgefið að RIFF lifi við núverandi aðstæður. Visir/Anton Brink Undanfarin ár hefur Kvikmyndahátíðin í Reykjavík, Reykjavik International Film Festival, átt vaxandi vinsældum að fagna í menningarlífi landsmanna. Á ellefu dögum á hverju hausti flykkist fólk í bíó til þess að sjá fjölbreyttar kvikmyndir frá öllum heimshornum sem eiga það sameiginlegt að auðga líf okkar með einum eða öðrum hætti. Eða eins og Hrönn Marinósdóttir, stofnandi og stjórnandi hátíðarinnar, bendir á þá trúa aðstandendur hátíðarinnar því að kvikmyndir geti breytt heiminum til hins betra.Mikilvægt hlutverk „Það er gaman að gefa Íslendingum tækifæri til þess að sjá allar þessar myndir og kynnast alþjóðlegri kvikmyndagerð eins og hún gerist best. Fókusinn hefur verið á splunkunýjar framsæknar kvikmyndir, það er sérstaða hátíðarinnar ásamt sérviðburðum á borð við sundbíó og fleira skemmtilegt sem vekur athygli víða um heim. Þess vegna m.a. sér erlent fagfólk ástæðu til að koma hingað og eins erlendir blaðamenn sem fjalla um hátíðina í sínum stóru miðlum víða um heim. En RIFF gerir líka miklu meira en það. Kvikmyndagerð er ört vaxandi atvinnugrein á Íslandi, bæði með innlendri og erlendri framleiðslu, og RIFF á sinn þátt í þeim vexti. Þátt í því að koma Íslandi á kortið, halda því þar og vinna stöðugt að vexti og viðgangi greinarinnar.“ Hrönn segir að Reykjavík henti mjög vel sem kvikmyndahátíðarborg og að hátíðin sé ákaflega mikilvægur hlekkur í því a byggja hér upp kvikmyndaiðnað og geti gert enn betur í þeim efnum. „RIFF er komin á hið alþjóðlega kvikmyndahátíðakort, er virt hátíð og kvikmyndagerðarmenn keppast við að senda okkur myndirnar sínar, yfir 1.000 á hverju ári. Á vegum RIFF er líka unnið heilmikið kynningarstarf á kvikmyndalandinu Íslandi og við sýnum íslenskar myndir í útlöndum nokkrum sinnum ári. Margir erlendir kvikmyndagerðarmenn leita til RIFF eftir upplýsingum um þjónustu hér á landi, þannig að hátíðin er með bæði beinum og óbeinum hætti innspýting inn í þessa ört vaxandi grein.“Börn skemmta sér í sundbíó í Kópavogslaug en slíkir viðburðir hafa verið á meðal vinsælla sérviðburða á hátíðinni. Visir/StefánMenning fyrir ekkert Þrátt fyrir þetta segir Hrönn að það sé alls ekki sjálfgefið að RIFF lifi. „Eins og fjárhagsstaðan er þá ER hátíðin borin uppi af sjálfboðaliðum og hugsjónastarfi. Yfir 100 manns starfa að RIFF hvert ár og fæstir á launum. RIFF er óháð hátíð og rekin án hagnaðar, nýtur stuðnings fjölda fyrirtækja og stofnana, án þeirra væri RIFF ekki til, en grunninn vantar. Hann verður að koma frá opinberum aðilum, eins og var fyrir hrun. Það gildir það sama hér og til dæmis á hinum Norðurlöndunum og á langflestum öðrum kvikmyndahátíðum sem við berum okkar saman við, grunnurinn að rekstrinum kemur frá opinberum aðilum. Launin sem starfsmenn RIFF fá eru ekki samkeppnishæf. Ég hef lofað starfsfólki því að það vinni ekki lengur á þessum forsendum. Launin eru stærsti kostnaðarliðurinn, hátíðin í ár var töluvert minni en árin á undan, við fækkuðum um tvo bíósali en hátíð á þessu kalíberi þarf samt ákveðið umfang til þess að ná alþjóðlegri athygli og virðingu. Í sumar sömdum við sérstaklega við erlenda samstarfsaðila okkar svo sem sölu- og dreifingaraðila, sem við höfum verið að byggja upp samstarf við og traust í mörg ár, um að fá myndir gegn engu eða litlu gjaldi því hátíðin væri í miklum vanda. Það er ekki hægt ár eftir ár að vera á undanþágu. Spurningin á fyrst og fremst að snúast um hvort stjórnvöld hér vilji hafa metnaðarfulla alþjóðlega kvikmyndahátíð og ef svo er þá þarf að greiða fyrir það. Hér virðist stemningin hjá ríkisvaldinu vera að menningin eigi að fást fyrir ekki neitt.“Minnkandi framlag Hrönn leggur áherslu á að RIFF hafi skilað því margfalt til baka sem hátíðin hefur fengi í opinbera styrki og að hagræn áhrif séu því ótvíræð. „Fyrir tilstuðlan RIFF hafa hér orðið til miklar gjaldeyristekjur og fjöldi framleiðsluverkefna. Eftir hverja hátíð verða til kvikmyndir með þátttöku Íslendinga sem beinlínis skapast vegna RIFF. Tekjur eru einnig af komu ferðamanna á hátíðina, en um 30% okkar gesta eru útlendingar. RIFF snýst um að búa til tengsl og vekja athygli á því sem vel er gert í kvikmyndaframleiðslu hér á landi, við kynnum þjónustu hér á landi, förum í ferðir á tökustaði úti á landi og þannig mætti lengi telja. Vandinn er að forsendurnar frá því að hátíðin var stofnuð eru mjög breyttar. Menningarstarfsemi almennt á undir högg að sækja. Ósk okkar sem að RIFF stöndum er að framlag frá menntamálaráðuneyti og Reykjavíkurborg verði eins og lagt var upp með í þriggja ára samkomulagi milli ráðuneytis, borgar og RIFF. Árið 2009 var framlagið frá hvorum aðila til RIFF 9 milljónir en síðan hefur allt hækkað. Að núvirði ætti þessi upphæð að vera að minnsta kosti um 16 milljónir, sé tekið tillit til gríðarlegra hækkana t.d. á hótelkostnaði. En það er nú eitthvað annað.“ Hrönn bendir á að í ár hljóði fastur samningur við menntamálaráðuneytið upp á 6 milljónir og að við borgina sé í gildi fastur samningur upp á 5 milljónir árlega. „Ég veit að borgin er að endurskipuleggja styrkjakerfi sitt og ég tel að þær breytingar séu réttar og eigi eftir að skila sér margfalt til baka. Við höfum sótt um í sérstakan sjóð fyrir stórar hátíðir sem gegna margþættu og mikilvægu hlutverki fyrir borgina. Ef RIFF kemst í þann sjóð þá þýðir það öryggi í einhvern tíma en það væri hins vegar ekki nóg. Upphæðin þarf að vera á verðlagi sem samsvarar hækkunum sem orðið hafa og það þarf líka stuðning frá menntamálaráðuneytinu og fleiri opinberum aðilum á borð við Íslandsstofu.“Við það að gefast upp Hrönn segir að þó svo að það komi til viðbótarframlög og styrkir að utan þá sé í raun orðið ljóst að það sé ómögulegt að reka hátíð af þessari gerð á þessum forsendum. „Þetta er eins og með hvert annað fyrirtæki í rekstri, það þarf að vera hægt að gera áætlanir með góðum fyrirvara. Það þarf stöðugleika og raunhæfar fjárhæðir svo RIFF geti sinnt sínu hlutverki vel. Við höfum að mínu mati gert nánast kraftaverk undanfarin ár, það er frábært hvað starfsfólk hefur staðið sig vel, enda vorum við öll sammála um að gera þetta að flottri hátíð og það tókst, eitt árið enn.“ Þrátt fyrir að þetta hafi gengið í ár þá segir Hrönn að það sé ekki einungis opinbera framlagið sem valdi þeim áhyggjum. „Síðustu ár reynist sífellt erfiðara fyrir menningarviðburði á borð við RIFF að fá stærstu fyrirtækin til að vera í samstarfi og það endurspeglar stemninguna hjá ríkisvaldinu. Það er eins og menningin skipti ekki svo miklu máli. En hún er þó grundvöllur þjóðfélagsins. Stóra málið er að það er ekki hægt að reka þetta ár eftir ár af hugsjón. Það þarf að vera til staðar sá grunnur sem var lagt upp með í byrjun. Að óbreyttu þá er hætta á því að RIFF lognist út af. Það þarf að horfa til þess hversu gríðarlegum tekjum RIFF skilar í raun til ríkisins en við sem rekum hátíðina getum þetta ekki mikið lengur við óbreyttar aðstæður. Hvort hátíðin sem var að ljúka var sú síðasta verður svo að koma í ljós og ráðast af viðbrögðum þeirra sem hafa valdið til þess að gera betur.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 29. október. Menning Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Undanfarin ár hefur Kvikmyndahátíðin í Reykjavík, Reykjavik International Film Festival, átt vaxandi vinsældum að fagna í menningarlífi landsmanna. Á ellefu dögum á hverju hausti flykkist fólk í bíó til þess að sjá fjölbreyttar kvikmyndir frá öllum heimshornum sem eiga það sameiginlegt að auðga líf okkar með einum eða öðrum hætti. Eða eins og Hrönn Marinósdóttir, stofnandi og stjórnandi hátíðarinnar, bendir á þá trúa aðstandendur hátíðarinnar því að kvikmyndir geti breytt heiminum til hins betra.Mikilvægt hlutverk „Það er gaman að gefa Íslendingum tækifæri til þess að sjá allar þessar myndir og kynnast alþjóðlegri kvikmyndagerð eins og hún gerist best. Fókusinn hefur verið á splunkunýjar framsæknar kvikmyndir, það er sérstaða hátíðarinnar ásamt sérviðburðum á borð við sundbíó og fleira skemmtilegt sem vekur athygli víða um heim. Þess vegna m.a. sér erlent fagfólk ástæðu til að koma hingað og eins erlendir blaðamenn sem fjalla um hátíðina í sínum stóru miðlum víða um heim. En RIFF gerir líka miklu meira en það. Kvikmyndagerð er ört vaxandi atvinnugrein á Íslandi, bæði með innlendri og erlendri framleiðslu, og RIFF á sinn þátt í þeim vexti. Þátt í því að koma Íslandi á kortið, halda því þar og vinna stöðugt að vexti og viðgangi greinarinnar.“ Hrönn segir að Reykjavík henti mjög vel sem kvikmyndahátíðarborg og að hátíðin sé ákaflega mikilvægur hlekkur í því a byggja hér upp kvikmyndaiðnað og geti gert enn betur í þeim efnum. „RIFF er komin á hið alþjóðlega kvikmyndahátíðakort, er virt hátíð og kvikmyndagerðarmenn keppast við að senda okkur myndirnar sínar, yfir 1.000 á hverju ári. Á vegum RIFF er líka unnið heilmikið kynningarstarf á kvikmyndalandinu Íslandi og við sýnum íslenskar myndir í útlöndum nokkrum sinnum ári. Margir erlendir kvikmyndagerðarmenn leita til RIFF eftir upplýsingum um þjónustu hér á landi, þannig að hátíðin er með bæði beinum og óbeinum hætti innspýting inn í þessa ört vaxandi grein.“Börn skemmta sér í sundbíó í Kópavogslaug en slíkir viðburðir hafa verið á meðal vinsælla sérviðburða á hátíðinni. Visir/StefánMenning fyrir ekkert Þrátt fyrir þetta segir Hrönn að það sé alls ekki sjálfgefið að RIFF lifi. „Eins og fjárhagsstaðan er þá ER hátíðin borin uppi af sjálfboðaliðum og hugsjónastarfi. Yfir 100 manns starfa að RIFF hvert ár og fæstir á launum. RIFF er óháð hátíð og rekin án hagnaðar, nýtur stuðnings fjölda fyrirtækja og stofnana, án þeirra væri RIFF ekki til, en grunninn vantar. Hann verður að koma frá opinberum aðilum, eins og var fyrir hrun. Það gildir það sama hér og til dæmis á hinum Norðurlöndunum og á langflestum öðrum kvikmyndahátíðum sem við berum okkar saman við, grunnurinn að rekstrinum kemur frá opinberum aðilum. Launin sem starfsmenn RIFF fá eru ekki samkeppnishæf. Ég hef lofað starfsfólki því að það vinni ekki lengur á þessum forsendum. Launin eru stærsti kostnaðarliðurinn, hátíðin í ár var töluvert minni en árin á undan, við fækkuðum um tvo bíósali en hátíð á þessu kalíberi þarf samt ákveðið umfang til þess að ná alþjóðlegri athygli og virðingu. Í sumar sömdum við sérstaklega við erlenda samstarfsaðila okkar svo sem sölu- og dreifingaraðila, sem við höfum verið að byggja upp samstarf við og traust í mörg ár, um að fá myndir gegn engu eða litlu gjaldi því hátíðin væri í miklum vanda. Það er ekki hægt ár eftir ár að vera á undanþágu. Spurningin á fyrst og fremst að snúast um hvort stjórnvöld hér vilji hafa metnaðarfulla alþjóðlega kvikmyndahátíð og ef svo er þá þarf að greiða fyrir það. Hér virðist stemningin hjá ríkisvaldinu vera að menningin eigi að fást fyrir ekki neitt.“Minnkandi framlag Hrönn leggur áherslu á að RIFF hafi skilað því margfalt til baka sem hátíðin hefur fengi í opinbera styrki og að hagræn áhrif séu því ótvíræð. „Fyrir tilstuðlan RIFF hafa hér orðið til miklar gjaldeyristekjur og fjöldi framleiðsluverkefna. Eftir hverja hátíð verða til kvikmyndir með þátttöku Íslendinga sem beinlínis skapast vegna RIFF. Tekjur eru einnig af komu ferðamanna á hátíðina, en um 30% okkar gesta eru útlendingar. RIFF snýst um að búa til tengsl og vekja athygli á því sem vel er gert í kvikmyndaframleiðslu hér á landi, við kynnum þjónustu hér á landi, förum í ferðir á tökustaði úti á landi og þannig mætti lengi telja. Vandinn er að forsendurnar frá því að hátíðin var stofnuð eru mjög breyttar. Menningarstarfsemi almennt á undir högg að sækja. Ósk okkar sem að RIFF stöndum er að framlag frá menntamálaráðuneyti og Reykjavíkurborg verði eins og lagt var upp með í þriggja ára samkomulagi milli ráðuneytis, borgar og RIFF. Árið 2009 var framlagið frá hvorum aðila til RIFF 9 milljónir en síðan hefur allt hækkað. Að núvirði ætti þessi upphæð að vera að minnsta kosti um 16 milljónir, sé tekið tillit til gríðarlegra hækkana t.d. á hótelkostnaði. En það er nú eitthvað annað.“ Hrönn bendir á að í ár hljóði fastur samningur við menntamálaráðuneytið upp á 6 milljónir og að við borgina sé í gildi fastur samningur upp á 5 milljónir árlega. „Ég veit að borgin er að endurskipuleggja styrkjakerfi sitt og ég tel að þær breytingar séu réttar og eigi eftir að skila sér margfalt til baka. Við höfum sótt um í sérstakan sjóð fyrir stórar hátíðir sem gegna margþættu og mikilvægu hlutverki fyrir borgina. Ef RIFF kemst í þann sjóð þá þýðir það öryggi í einhvern tíma en það væri hins vegar ekki nóg. Upphæðin þarf að vera á verðlagi sem samsvarar hækkunum sem orðið hafa og það þarf líka stuðning frá menntamálaráðuneytinu og fleiri opinberum aðilum á borð við Íslandsstofu.“Við það að gefast upp Hrönn segir að þó svo að það komi til viðbótarframlög og styrkir að utan þá sé í raun orðið ljóst að það sé ómögulegt að reka hátíð af þessari gerð á þessum forsendum. „Þetta er eins og með hvert annað fyrirtæki í rekstri, það þarf að vera hægt að gera áætlanir með góðum fyrirvara. Það þarf stöðugleika og raunhæfar fjárhæðir svo RIFF geti sinnt sínu hlutverki vel. Við höfum að mínu mati gert nánast kraftaverk undanfarin ár, það er frábært hvað starfsfólk hefur staðið sig vel, enda vorum við öll sammála um að gera þetta að flottri hátíð og það tókst, eitt árið enn.“ Þrátt fyrir að þetta hafi gengið í ár þá segir Hrönn að það sé ekki einungis opinbera framlagið sem valdi þeim áhyggjum. „Síðustu ár reynist sífellt erfiðara fyrir menningarviðburði á borð við RIFF að fá stærstu fyrirtækin til að vera í samstarfi og það endurspeglar stemninguna hjá ríkisvaldinu. Það er eins og menningin skipti ekki svo miklu máli. En hún er þó grundvöllur þjóðfélagsins. Stóra málið er að það er ekki hægt að reka þetta ár eftir ár af hugsjón. Það þarf að vera til staðar sá grunnur sem var lagt upp með í byrjun. Að óbreyttu þá er hætta á því að RIFF lognist út af. Það þarf að horfa til þess hversu gríðarlegum tekjum RIFF skilar í raun til ríkisins en við sem rekum hátíðina getum þetta ekki mikið lengur við óbreyttar aðstæður. Hvort hátíðin sem var að ljúka var sú síðasta verður svo að koma í ljós og ráðast af viðbrögðum þeirra sem hafa valdið til þess að gera betur.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 29. október.
Menning Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira