Mercedes Benz EQ rafmagnsbíll á göturnar árið 2020 Finnur Thorlacius skrifar 28. október 2016 10:14 Mercedes Benz EQ rafmagnsbíllinn í Bremen. Höfuðstöðvar rafmagnsbílaframleiðslu Mercedes Benz verður í Bremen og þeirra fyrsti bíll er þar í þróun og hefur fengið nafnið EQ. Þessi bíll mun koma á göturnar árið 2020 og tugur annarra slíkra rafmagnsbíla mun fylgja í kjölfarið og verða komnir í sölu árið 2025. Þá býst Mercedes Benz við því að hreinræktaðir rafmagnsbílar verði orðnir 15-25% af heildarsölu fyrirtækisins. Miðað við það hlutfall er markmið þýskra yfirvalda að útrýma bílum með brunavélum árið 2030 ekki raunhæft, en slíkt markmið hefur reyndar ekki verið samkykkt á þýska þinginu ennþá. Í Bremen eru nú smíðaðir tengiltvinnbílar Benz, sem og hefðbundnir bílar með brunavélar. Dæmi um tengiltvinnbíla sem þar eru smíðaðir eru C-Class og GLC. Í Bremen stendur einnig til að smíða GLC vetnisbíl og á hann að koma á markað strax á næsta ári. Mercedes Benz stefnir að því að smíða eigin rafhlöður og það í Þýskalandi, nánar tiltekið í Kamenz og mun smíði þeirra hefjast árið 2018. Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent
Höfuðstöðvar rafmagnsbílaframleiðslu Mercedes Benz verður í Bremen og þeirra fyrsti bíll er þar í þróun og hefur fengið nafnið EQ. Þessi bíll mun koma á göturnar árið 2020 og tugur annarra slíkra rafmagnsbíla mun fylgja í kjölfarið og verða komnir í sölu árið 2025. Þá býst Mercedes Benz við því að hreinræktaðir rafmagnsbílar verði orðnir 15-25% af heildarsölu fyrirtækisins. Miðað við það hlutfall er markmið þýskra yfirvalda að útrýma bílum með brunavélum árið 2030 ekki raunhæft, en slíkt markmið hefur reyndar ekki verið samkykkt á þýska þinginu ennþá. Í Bremen eru nú smíðaðir tengiltvinnbílar Benz, sem og hefðbundnir bílar með brunavélar. Dæmi um tengiltvinnbíla sem þar eru smíðaðir eru C-Class og GLC. Í Bremen stendur einnig til að smíða GLC vetnisbíl og á hann að koma á markað strax á næsta ári. Mercedes Benz stefnir að því að smíða eigin rafhlöður og það í Þýskalandi, nánar tiltekið í Kamenz og mun smíði þeirra hefjast árið 2018.
Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent