Óður til Reykjavíkur – í lundablokk Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 28. október 2016 09:30 Salka er höfundur hins nýja verks sem sýnt er á Nýja sviði Borgarleikhússins. Vísir/Ernir Extravaganza er grátbroslegt gamanleikrit. Það fjallar um hana Lýdíu sem var búsett í félagsblokk en blokkin er tekin yfir af fasteignafélagi sem breytir henni í lundabúð og hótel. Að einhverju leyti er þetta óður til Reykjavíkur en sýningin gerist samt í óvenjulegum veruleika,“ segir Salka Guðmundsdóttir, leikskáld Borgarleikhússins, um nýjustu afurð sína. Extravaganza verður frumsýnt í kvöld í samstarfi við Soðið svið, leikhóp sem Salka rekur ásamt Aðalbjörgu Árnadóttur leikkonu. Spurð hvort um samtímaleikrit sé að ræða svarar Salka: „Við erum á dálítið óræðum tíma, leikmyndin vísar til dæmis bæði í fortíð og framtíð, þannig að við erum eiginlega til hliðar við allt.“ Leikmyndin er eftir Brynju Björnsdóttur. „Brynja þurfti að búa til lundabúð og hótel á tíu hæðum og það verkefni er mjög smekklega leyst – við köllum það lundablokkina.“ En fékk Lýdía að búa í lundablokkinni eftir breytingarnar. „Já, hún er eini íbúinn sem fékk að verða eftir gegn því að hún tæki að sér ákveðið starf í móttökunni við að afgreiða túristahraunmola og tékka fólk inn. Titillinn vísar til ráðstefnunnar Super Life Extravaganza í Düsseldorf – fyrir seljendur lífsstílsvörumerkisins Super Life – sem Lýdíu dreymir um að komast á. Þetta er bjartsýniskona, hún trúir því að ef hún sé nógu dugleg þá verði henni umbunað. Ætlar að standa sína pligt og treystir því að þá blessist allt. Við komumst að því hvort það gengur eftir.“Eitthvað dularfullt að gerast í lundablokkinni. Mynd/Hörður SveinssonLeikhúsgestir komast auðvitað að fleiru í sambandi við þetta hús og íbúa þess en þá leyndardóma ætla ég ekki að upplýsa hér. Hins vegar má það koma fram að músík blandast inn í verkið. Höfundur hljóðmyndar er Ólafur Björn Ólafsson og Salka segir hann dálítið að hylla gömlu revíutónlistina. María Heba Þorkelsdóttir leikur Lýdíu og í öðrum hlutverkum eru Aðalbjörg Árnadóttir, Hannes Óli Ágústsson og Sveinn Ólafur Gunnarsson. Ragnheiður Skúladóttir leikstýrir. Salka segir um tvö ár frá því hún hóf að skrifa leikritið. „Síðasta hálfa árið hef ég unnið með leikstjóranum og leikhópnum og við slíkt samstarf tekur verk alltaf breytingum. En grunnhugmyndin hefur verið sú sama allan tímann. Ég sá svo sterkt fyrir mér þennan heim sem nú hefur verið skapaður af hinum frábæru listrænu stjórnendum sem vinna við uppsetninguna. Það er þar sem allt gerist.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 28. október 2016. Menning Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Extravaganza er grátbroslegt gamanleikrit. Það fjallar um hana Lýdíu sem var búsett í félagsblokk en blokkin er tekin yfir af fasteignafélagi sem breytir henni í lundabúð og hótel. Að einhverju leyti er þetta óður til Reykjavíkur en sýningin gerist samt í óvenjulegum veruleika,“ segir Salka Guðmundsdóttir, leikskáld Borgarleikhússins, um nýjustu afurð sína. Extravaganza verður frumsýnt í kvöld í samstarfi við Soðið svið, leikhóp sem Salka rekur ásamt Aðalbjörgu Árnadóttur leikkonu. Spurð hvort um samtímaleikrit sé að ræða svarar Salka: „Við erum á dálítið óræðum tíma, leikmyndin vísar til dæmis bæði í fortíð og framtíð, þannig að við erum eiginlega til hliðar við allt.“ Leikmyndin er eftir Brynju Björnsdóttur. „Brynja þurfti að búa til lundabúð og hótel á tíu hæðum og það verkefni er mjög smekklega leyst – við köllum það lundablokkina.“ En fékk Lýdía að búa í lundablokkinni eftir breytingarnar. „Já, hún er eini íbúinn sem fékk að verða eftir gegn því að hún tæki að sér ákveðið starf í móttökunni við að afgreiða túristahraunmola og tékka fólk inn. Titillinn vísar til ráðstefnunnar Super Life Extravaganza í Düsseldorf – fyrir seljendur lífsstílsvörumerkisins Super Life – sem Lýdíu dreymir um að komast á. Þetta er bjartsýniskona, hún trúir því að ef hún sé nógu dugleg þá verði henni umbunað. Ætlar að standa sína pligt og treystir því að þá blessist allt. Við komumst að því hvort það gengur eftir.“Eitthvað dularfullt að gerast í lundablokkinni. Mynd/Hörður SveinssonLeikhúsgestir komast auðvitað að fleiru í sambandi við þetta hús og íbúa þess en þá leyndardóma ætla ég ekki að upplýsa hér. Hins vegar má það koma fram að músík blandast inn í verkið. Höfundur hljóðmyndar er Ólafur Björn Ólafsson og Salka segir hann dálítið að hylla gömlu revíutónlistina. María Heba Þorkelsdóttir leikur Lýdíu og í öðrum hlutverkum eru Aðalbjörg Árnadóttir, Hannes Óli Ágústsson og Sveinn Ólafur Gunnarsson. Ragnheiður Skúladóttir leikstýrir. Salka segir um tvö ár frá því hún hóf að skrifa leikritið. „Síðasta hálfa árið hef ég unnið með leikstjóranum og leikhópnum og við slíkt samstarf tekur verk alltaf breytingum. En grunnhugmyndin hefur verið sú sama allan tímann. Ég sá svo sterkt fyrir mér þennan heim sem nú hefur verið skapaður af hinum frábæru listrænu stjórnendum sem vinna við uppsetninguna. Það er þar sem allt gerist.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 28. október 2016.
Menning Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira