Hver sá sem er haldinn forvitni á erindi Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 27. október 2016 10:45 Guðný hefur haldið utan um margar hátíðir á Íslandi og sefur ekki alltaf mikið þegar þær eru að bresta á en segir það ekkert gera til. Vísir/Stefán „Þetta er hátíð sem gefur fólki tækifæri til að kynnast, læra hvert af öðru og upplifa eitthvað nýtt, svona rannsakandi hátíð,“ segir Guðný Guðmundsdóttir um alþjóðlegu listahátíðina Cycle. Hátíðin stendur í dag og þrjá næstu daga og samanstendur af sýningu í Gerðarsafni og fjölmörgum tónleikum og gjörningum í öðrum listhúsum Kópavogs. Um eitt hundrað íslenskir og alþjóðlegir listamenn taka þátt, auk þess sem nemendum Listaháskólans gefst kostur á að taka þátt í vinnustofum og fyrirlestraröðum. Yfirskriftin er Þá.Kammerkór Suðurlands kemur fram í Gerðarsafni 29. október klukkan 14.Skyldi erlenda listafólkið koma með verkin tilbúin að utan eða hefur það dvalið hér við sköpun um tíma? „Ætli við höfum ekki verið með svona tíu manns hér í að minnsta kosti viku við að búa til ný verk? Margir koma líka með verk annars staðar að sem eru fullgerð,“ segir Guðný, sem sjálf kemur frá Berlín beinlínis til að halda utan um hátíðina sem listrænn stjórnandi með Tinnu Þorsteinsdóttur tónlistarkonu. Þetta er annað árið sem Cycle er haldin. „Það er augljós áhugi fyrir hendi, enda er Cycle afsprengi vissrar umræðu um þverfagleika í listum sem átt hefur sér stað seinustu 15 til 20 árin,“ segir Guðný. En er ekki erfitt að setja svona hátíð upp þannig að ólík atriðin falli hvert að öðru? „Jú, Eva Wilson er sýningarstjóri í Gerðarsafni í samstarfi við okkur Tinnu. Hún er fagmaður sem kemur með nýja sýn inn í okkar mengi á Íslandi.“100% Other Fibres eftir Heather Phillipson í Gerðarsafni. Verkið tengir saman skjái og organdi hljóðumhverfi en yfir talar rödd sem segir sögu af hundi.Guðný segir svona hátíðir geta leitt af sér aðra viðburði og verið góð landkynning. „Gjörningaklúbburinn fór til Berlínar og nokkrir íslenskir listamenn tóku þátt í stórri sýningu í Moskvu í framhaldi af Cycle í fyrra,“ bendir hún á. Spurð hvort hún óttist ekki að almenningi finnist hátíðin of framandi svarar hún: „Það finnst mér óþarfa aðgreining. Hver sá sem er haldinn forvitni á erindi. Stærsta skrefið er að opna hugann fyrir nýjungum. Frítt er á alla viðburði svo það þarf ekki að vera stór ákvörðun að mæta.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 27. október 2016. Menning Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
„Þetta er hátíð sem gefur fólki tækifæri til að kynnast, læra hvert af öðru og upplifa eitthvað nýtt, svona rannsakandi hátíð,“ segir Guðný Guðmundsdóttir um alþjóðlegu listahátíðina Cycle. Hátíðin stendur í dag og þrjá næstu daga og samanstendur af sýningu í Gerðarsafni og fjölmörgum tónleikum og gjörningum í öðrum listhúsum Kópavogs. Um eitt hundrað íslenskir og alþjóðlegir listamenn taka þátt, auk þess sem nemendum Listaháskólans gefst kostur á að taka þátt í vinnustofum og fyrirlestraröðum. Yfirskriftin er Þá.Kammerkór Suðurlands kemur fram í Gerðarsafni 29. október klukkan 14.Skyldi erlenda listafólkið koma með verkin tilbúin að utan eða hefur það dvalið hér við sköpun um tíma? „Ætli við höfum ekki verið með svona tíu manns hér í að minnsta kosti viku við að búa til ný verk? Margir koma líka með verk annars staðar að sem eru fullgerð,“ segir Guðný, sem sjálf kemur frá Berlín beinlínis til að halda utan um hátíðina sem listrænn stjórnandi með Tinnu Þorsteinsdóttur tónlistarkonu. Þetta er annað árið sem Cycle er haldin. „Það er augljós áhugi fyrir hendi, enda er Cycle afsprengi vissrar umræðu um þverfagleika í listum sem átt hefur sér stað seinustu 15 til 20 árin,“ segir Guðný. En er ekki erfitt að setja svona hátíð upp þannig að ólík atriðin falli hvert að öðru? „Jú, Eva Wilson er sýningarstjóri í Gerðarsafni í samstarfi við okkur Tinnu. Hún er fagmaður sem kemur með nýja sýn inn í okkar mengi á Íslandi.“100% Other Fibres eftir Heather Phillipson í Gerðarsafni. Verkið tengir saman skjái og organdi hljóðumhverfi en yfir talar rödd sem segir sögu af hundi.Guðný segir svona hátíðir geta leitt af sér aðra viðburði og verið góð landkynning. „Gjörningaklúbburinn fór til Berlínar og nokkrir íslenskir listamenn tóku þátt í stórri sýningu í Moskvu í framhaldi af Cycle í fyrra,“ bendir hún á. Spurð hvort hún óttist ekki að almenningi finnist hátíðin of framandi svarar hún: „Það finnst mér óþarfa aðgreining. Hver sá sem er haldinn forvitni á erindi. Stærsta skrefið er að opna hugann fyrir nýjungum. Frítt er á alla viðburði svo það þarf ekki að vera stór ákvörðun að mæta.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 27. október 2016.
Menning Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira