Líkamsárás í Vestmannaeyjum: Lögreglan vildi meta geðheilbrigði mannsins Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 26. október 2016 15:05 Vestmannaeyjar. Vísir/Pjetur Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Suðurlands þess efnis að ekki verði kallaður til dómkvaddur matsmaður til þess að framkvæma mat á manni sem meðal annars er grunaður er um alvarlega líkamsárás og kynferðisbrot gegn konu í Vestmannaeyjum aðfaranótt 17. september síðastliðinn. Lögreglustjórinn í Eyjum lagði fram kröfu þess efnis að lagt yrði mat á persónulegar aðstæður mannsins, hegðun hans og fyrri brot, þroska hans og heilbrigðisástand og þá sérstaklega geðheilbrigði. Maðurinn mótmælti kröfunni. Kröfu lögreglustjórans er hafnað á þeim forsendum að ekki komi skýrt fram í matsbeiðninni „hvað eigi að meta og hvað aðili hyggist sanna með mati. Kemur ekki neitt fram í matsbeiðni um hvaða þörf er á því að hið umbeðna mat verði framkvæmt og þá þykir ekki nægilega skýrt hvað meta skuli,“ segir í úrskurði héraðsdóms. Árásin vakti mikinn óhug enda voru lýsingar í greinargerð lögreglu ófagrar. Í greinargerðinni kemur meðal annars fram að konan hafi verið illa útleikin þegar komið var að henni á sjötta tímanum á laugardagsmorgun. Vitni lýsti því þannig að hún hafi verið afmynduð í andliti, nakin og blóðug á kynfærum. Voru áverkar hennar afar miklir og var konan köld og í annarlegu ástandi þegar hún fannst, óróleg og frásögn hennar verið óljós. Maðurinn sat í gæsluvarðhaldi til 28. september en þá hafnaði héraðsdómur kröfu lögreglunnar um áframhaldandi gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna. Þann úrskurð staðfesti Hæstiréttur nokkrum dögum síðar. Líkamsárás í Vestmannaeyjum Tengdar fréttir Hinn grunaði í Eyjum verður áfram á Litla-Hrauni Í varðhaldi á grundvelli rannsóknarhagsmuna. 24. september 2016 13:19 Konan sem varð fyrir árásinni í áfalli, segir fjölskyldan Konan sem flutt var með sjúkraflugi frá Vestmannaeyjum um helgina eftir grófa líkamsárás er sögð í miklu andlegu áfalli og eiga erfitt með að tjá sig um atburðinn. Hæstiréttur dæmdi í gær 23 ára karlmann í gæsluvarðhald til laugardags. 22. september 2016 07:00 Vitni gátu ekki bent á árásarmanninn í Eyjum Hæstiréttur hefur hafnað gæsluvarðhaldskröfu lögreglunnar 3. október 2016 22:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Næsta lægð væntanleg á morgun Veður Fleiri fréttir Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Sjá meira
Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Suðurlands þess efnis að ekki verði kallaður til dómkvaddur matsmaður til þess að framkvæma mat á manni sem meðal annars er grunaður er um alvarlega líkamsárás og kynferðisbrot gegn konu í Vestmannaeyjum aðfaranótt 17. september síðastliðinn. Lögreglustjórinn í Eyjum lagði fram kröfu þess efnis að lagt yrði mat á persónulegar aðstæður mannsins, hegðun hans og fyrri brot, þroska hans og heilbrigðisástand og þá sérstaklega geðheilbrigði. Maðurinn mótmælti kröfunni. Kröfu lögreglustjórans er hafnað á þeim forsendum að ekki komi skýrt fram í matsbeiðninni „hvað eigi að meta og hvað aðili hyggist sanna með mati. Kemur ekki neitt fram í matsbeiðni um hvaða þörf er á því að hið umbeðna mat verði framkvæmt og þá þykir ekki nægilega skýrt hvað meta skuli,“ segir í úrskurði héraðsdóms. Árásin vakti mikinn óhug enda voru lýsingar í greinargerð lögreglu ófagrar. Í greinargerðinni kemur meðal annars fram að konan hafi verið illa útleikin þegar komið var að henni á sjötta tímanum á laugardagsmorgun. Vitni lýsti því þannig að hún hafi verið afmynduð í andliti, nakin og blóðug á kynfærum. Voru áverkar hennar afar miklir og var konan köld og í annarlegu ástandi þegar hún fannst, óróleg og frásögn hennar verið óljós. Maðurinn sat í gæsluvarðhaldi til 28. september en þá hafnaði héraðsdómur kröfu lögreglunnar um áframhaldandi gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna. Þann úrskurð staðfesti Hæstiréttur nokkrum dögum síðar.
Líkamsárás í Vestmannaeyjum Tengdar fréttir Hinn grunaði í Eyjum verður áfram á Litla-Hrauni Í varðhaldi á grundvelli rannsóknarhagsmuna. 24. september 2016 13:19 Konan sem varð fyrir árásinni í áfalli, segir fjölskyldan Konan sem flutt var með sjúkraflugi frá Vestmannaeyjum um helgina eftir grófa líkamsárás er sögð í miklu andlegu áfalli og eiga erfitt með að tjá sig um atburðinn. Hæstiréttur dæmdi í gær 23 ára karlmann í gæsluvarðhald til laugardags. 22. september 2016 07:00 Vitni gátu ekki bent á árásarmanninn í Eyjum Hæstiréttur hefur hafnað gæsluvarðhaldskröfu lögreglunnar 3. október 2016 22:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Næsta lægð væntanleg á morgun Veður Fleiri fréttir Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Sjá meira
Hinn grunaði í Eyjum verður áfram á Litla-Hrauni Í varðhaldi á grundvelli rannsóknarhagsmuna. 24. september 2016 13:19
Konan sem varð fyrir árásinni í áfalli, segir fjölskyldan Konan sem flutt var með sjúkraflugi frá Vestmannaeyjum um helgina eftir grófa líkamsárás er sögð í miklu andlegu áfalli og eiga erfitt með að tjá sig um atburðinn. Hæstiréttur dæmdi í gær 23 ára karlmann í gæsluvarðhald til laugardags. 22. september 2016 07:00
Vitni gátu ekki bent á árásarmanninn í Eyjum Hæstiréttur hefur hafnað gæsluvarðhaldskröfu lögreglunnar 3. október 2016 22:30