Svakaleg velta hjá Svani í Tennessee Finnur Thorlacius skrifar 26. október 2016 10:57 Fjöldi íslenskra torfærukeppanda sýndu frábær tilþrif í heilmikilli torfærukeppni sem haldin var í Tennesse í Bandaríkjunum um daginn. Einn þeirra var Svanur Örn Tómasson á Insane bíl sínum. Hann varð fyrir því að velta bíl sínum í einni af erfiðari þrautum keppninnar og steyptist bíll hans með miklu afli niður bratta brekku og endaði í pörtum á flata þar fyrir neðan. Þessa svakalegu veltu má sjá í myndskeiðinu hér að ofan. Áhorfendur tóku mikil andköf og heyrast mikil hræðsluhljóð frá þeim í myndskeiðinu, enda töldu þeir ólíklegt að Svanur væri heill heilsu inní brakinu, en þó reyndist svo vera. Liðsmenn Insane bílsins dóu ekki ráðalausir þó svo bíll þeirra væri ansi illa leikinn og gerðu við hann alla nóttina eftir. Daginn eftir ók svo sonur Svans bílnum áfram í keppninni. Það er ekki að spyrja að Íslendingum í torfæruakstri. Mest lesið Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent
Fjöldi íslenskra torfærukeppanda sýndu frábær tilþrif í heilmikilli torfærukeppni sem haldin var í Tennesse í Bandaríkjunum um daginn. Einn þeirra var Svanur Örn Tómasson á Insane bíl sínum. Hann varð fyrir því að velta bíl sínum í einni af erfiðari þrautum keppninnar og steyptist bíll hans með miklu afli niður bratta brekku og endaði í pörtum á flata þar fyrir neðan. Þessa svakalegu veltu má sjá í myndskeiðinu hér að ofan. Áhorfendur tóku mikil andköf og heyrast mikil hræðsluhljóð frá þeim í myndskeiðinu, enda töldu þeir ólíklegt að Svanur væri heill heilsu inní brakinu, en þó reyndist svo vera. Liðsmenn Insane bílsins dóu ekki ráðalausir þó svo bíll þeirra væri ansi illa leikinn og gerðu við hann alla nóttina eftir. Daginn eftir ók svo sonur Svans bílnum áfram í keppninni. Það er ekki að spyrja að Íslendingum í torfæruakstri.
Mest lesið Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent