Andlitslyftur VW Golf í næsta mánuði Finnur Thorlacius skrifar 25. október 2016 10:57 Komið er að andlitslyftingu sjöundu kynslóðar Volkswagen Golf. Sjöunda og nýjasta kynslóð Volkswagen Golf er frá árinu 2012 og nú er kominn tími á andlitslyftingu á þessum einum vinsælasta bíl heims. Volkswagen mun kynna andlitslyfta nýja gerð hans í höfuðstöðvunum í Wolfsburg snemma í næsta mánuði. Bíllinn mun ekki breytast mikið í ytra útliti en þó fær hann nýja stuðara, ný aðalljós með LED-tækni, sem og LED afturljós. Meiri breytingar munu verða á innra byrði bílsins og fær hann til að mynda 12,5 tommu stafrænt mælaborð og 9,5 tommu aðgerðaskjá. Þetta kalla þeir Volkswagen-menn Digital Cockpit, en fyrst mátti líta ásjónu hans í VW Golf R Touch Concept tilraunabílnum sem sýndur var á Consumer Electronics Show í fyrra. Ein ný vél verður í boði í Golf, 1,0 lítra og þriggja strokka bensínvél með forþjöppu, en sú vél hefur verið í boði í VW Polo og Up! bílunum. Til stóð að bjóða nýjar 1,5 lítra bensín- og dísilvélar í Golf, en hætt var við það og því má búast við óbreyttu úrvali véla í bílnum, auk þessarar nýju 1,0 lítra vélar. Mest lesið Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent
Sjöunda og nýjasta kynslóð Volkswagen Golf er frá árinu 2012 og nú er kominn tími á andlitslyftingu á þessum einum vinsælasta bíl heims. Volkswagen mun kynna andlitslyfta nýja gerð hans í höfuðstöðvunum í Wolfsburg snemma í næsta mánuði. Bíllinn mun ekki breytast mikið í ytra útliti en þó fær hann nýja stuðara, ný aðalljós með LED-tækni, sem og LED afturljós. Meiri breytingar munu verða á innra byrði bílsins og fær hann til að mynda 12,5 tommu stafrænt mælaborð og 9,5 tommu aðgerðaskjá. Þetta kalla þeir Volkswagen-menn Digital Cockpit, en fyrst mátti líta ásjónu hans í VW Golf R Touch Concept tilraunabílnum sem sýndur var á Consumer Electronics Show í fyrra. Ein ný vél verður í boði í Golf, 1,0 lítra og þriggja strokka bensínvél með forþjöppu, en sú vél hefur verið í boði í VW Polo og Up! bílunum. Til stóð að bjóða nýjar 1,5 lítra bensín- og dísilvélar í Golf, en hætt var við það og því má búast við óbreyttu úrvali véla í bílnum, auk þessarar nýju 1,0 lítra vélar.
Mest lesið Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent