Krafla komið á markað eftir eins og hálfs árs framleiðslu Samúel Karl Ólason skrifar 23. október 2016 13:26 Reynir Hjálmarsson og Jóhannes Benediktsson. Skraflspilið Krafla er nú komið út eftir að hafa verið í framleiðsluferli í eitt og hálft ár. Spilið verður notað í fyrsta skipti á Íslandsmótinu í skrafli sem fer fram eftir hálfan mánuð. Jóhannes Benediktsson og Reynir Hjálmarsson standa að útgáfu borðspilsins Kröflu, en það byggir á stigakerfinu sem notað er í Netskraflinu og nefnist nýi pokinn. „Þetta er séríslensk hönnun og íslenskt hugvit sem býr að baki þessari útgáfu. Það er mjög mikilvægt að fólk rugli okkur ekki saman við leikinn sem kallaður er The Original Scrabble, það er bara eitthvað allt annað og við viljum alls ekki kenna okkur við það,“ segir í tilkynniningu frá þeim félögum. Útreikningarnir í Kröflu taka tillit til nýju stafagildanna og endurspeglar nýi pokinn íslenska orðabók. „Til dæmis var meinleg reiknivilla í bókstafnum E – en ef miðað við íslenskt tungumál eiga bara að vera þrjú E og leikmenn eiga að fá mikið af stigum fyrir að koma honum í leik, ekki bara eitt.“ segir Jóhannes. Hægt verður að kaupa Kröflu í Borgartúni 23 í dag og á morgun, en það fer síðan í búðir í næstu viku. Leikjavísir Borðspil Mest lesið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Terry Reid látinn Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum Menning Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið
Skraflspilið Krafla er nú komið út eftir að hafa verið í framleiðsluferli í eitt og hálft ár. Spilið verður notað í fyrsta skipti á Íslandsmótinu í skrafli sem fer fram eftir hálfan mánuð. Jóhannes Benediktsson og Reynir Hjálmarsson standa að útgáfu borðspilsins Kröflu, en það byggir á stigakerfinu sem notað er í Netskraflinu og nefnist nýi pokinn. „Þetta er séríslensk hönnun og íslenskt hugvit sem býr að baki þessari útgáfu. Það er mjög mikilvægt að fólk rugli okkur ekki saman við leikinn sem kallaður er The Original Scrabble, það er bara eitthvað allt annað og við viljum alls ekki kenna okkur við það,“ segir í tilkynniningu frá þeim félögum. Útreikningarnir í Kröflu taka tillit til nýju stafagildanna og endurspeglar nýi pokinn íslenska orðabók. „Til dæmis var meinleg reiknivilla í bókstafnum E – en ef miðað við íslenskt tungumál eiga bara að vera þrjú E og leikmenn eiga að fá mikið af stigum fyrir að koma honum í leik, ekki bara eitt.“ segir Jóhannes. Hægt verður að kaupa Kröflu í Borgartúni 23 í dag og á morgun, en það fer síðan í búðir í næstu viku.
Leikjavísir Borðspil Mest lesið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Terry Reid látinn Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum Menning Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið