Örnu Ýri skipað að grenna sig fyrir lokakvöld fegurðarsamkeppni í Las Vegas Atli Ísleifsson skrifar 21. október 2016 21:00 "Ég hef engan áhuga á að gera mitt besta upp á sviði þar sem þeir eiga mig ekki skilið,“ segir Arna Ýr á Snapchat. Arna Ýr Jónsdóttir fegurðardrottning segist hafa fengið skilaboð frá eiganda fegurðarkeppni sem hún tekur nú þátt í í Las Vegas, um að hún væri of feit og þyrfti að grenna sig fyrir lokakvöldið. Arna Ýr greinir frá þessu á samskiptamiðlinum Snapchat en hún undirbýr sig nú fyrir keppnina Miss Grand International 2016 sem fram fer í Las Vegas um helgina og fram á þriðjudag, þegar lokakvöldið fer fram. Hún segist hafa fengið þau skilaboð um að borða ekki morgunmat, fá sér salat í hádeginu og drekka vatn í kvöldmat. Segist hún hafa fengið þessa beiðni þar sem „eiganda keppninnar líki vel við hana og vilji að hún komist sem lengst“. „Ef eigandi keppninnar vill í alvörunni að ég létti mig þá á hann ekki skilið að fá mig í topp tíu, topp fimm eða eitthvað,“ segir Arna Ýr. Arna Ýr, sem valin var Ungfrú Ísland árið 2015, segist ekki taka þetta inn á sig, en að erfitt væri að hafa lagt sig alla fram fram fyrir keppnina og fá svo þessi skilaboð frá aðstandendum hennar. Hún spyr af hverju hún hafi verið tekin inn í keppnina ef hún væri talin vera of feit. Hún hefði aldrei mætt til leiks ef hún hefði vitað að svo væri. „Ég hef engan áhuga á að gera mitt besta upp á sviði þar sem þeir eiga mig ekki skilið,“ segir Arna Ýr. „Það eina sem ég get gert er að taka makeup-ið af, setja það aftur á, setja bros á andlitið, fara niður sterk, sýna að ég sé flott eins og ég er,“ segir Arna Ýr. „Þetta er staðfest síðasta keppnin sem ég tek þátt í. Ég læt ekki bjóða mér upp á þetta aftur,“ segir Arna Ýr að lokum. Mest lesið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Heitustu lögin á FM árið 2025 Tónlist Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Clooney orðinn franskur Lífið Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Isiah Whitlock Jr. látinn Lífið Fleiri fréttir Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Sjá meira
Arna Ýr Jónsdóttir fegurðardrottning segist hafa fengið skilaboð frá eiganda fegurðarkeppni sem hún tekur nú þátt í í Las Vegas, um að hún væri of feit og þyrfti að grenna sig fyrir lokakvöldið. Arna Ýr greinir frá þessu á samskiptamiðlinum Snapchat en hún undirbýr sig nú fyrir keppnina Miss Grand International 2016 sem fram fer í Las Vegas um helgina og fram á þriðjudag, þegar lokakvöldið fer fram. Hún segist hafa fengið þau skilaboð um að borða ekki morgunmat, fá sér salat í hádeginu og drekka vatn í kvöldmat. Segist hún hafa fengið þessa beiðni þar sem „eiganda keppninnar líki vel við hana og vilji að hún komist sem lengst“. „Ef eigandi keppninnar vill í alvörunni að ég létti mig þá á hann ekki skilið að fá mig í topp tíu, topp fimm eða eitthvað,“ segir Arna Ýr. Arna Ýr, sem valin var Ungfrú Ísland árið 2015, segist ekki taka þetta inn á sig, en að erfitt væri að hafa lagt sig alla fram fram fyrir keppnina og fá svo þessi skilaboð frá aðstandendum hennar. Hún spyr af hverju hún hafi verið tekin inn í keppnina ef hún væri talin vera of feit. Hún hefði aldrei mætt til leiks ef hún hefði vitað að svo væri. „Ég hef engan áhuga á að gera mitt besta upp á sviði þar sem þeir eiga mig ekki skilið,“ segir Arna Ýr. „Það eina sem ég get gert er að taka makeup-ið af, setja það aftur á, setja bros á andlitið, fara niður sterk, sýna að ég sé flott eins og ég er,“ segir Arna Ýr. „Þetta er staðfest síðasta keppnin sem ég tek þátt í. Ég læt ekki bjóða mér upp á þetta aftur,“ segir Arna Ýr að lokum.
Mest lesið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Heitustu lögin á FM árið 2025 Tónlist Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Clooney orðinn franskur Lífið Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Isiah Whitlock Jr. látinn Lífið Fleiri fréttir Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein