Nordic Playlist á Iceland Airwaves Stefán Árni Pálsson skrifar 31. október 2016 14:00 Iceland Airwaves hefst á miðvikudaginn. Nordic playlist kynnir þá listamenn sem að munu koma fram í stofuhorninu í Hörpu á Iceland Airwaves. Þeir listamenn eru Glowie, Emmsjé Gauti og Mugison. Nordic Playlist kappkostar að sýna þá fjölbreytilegu flóru sem Ísland hefur upp á að bjóða í tónlist. Þórunn Antonía mun vinna að video dagbók með Nordic Playlist vefsíðunni þar sem hún greinir frá því helsta sem vekur athygli og rýnir sérstaklega í hvaða norrænu tónlistarmenn koma fram á Iceland Airwaves. Nordic Playlist er fyrsta tónlistarvefsíðan sem einblínir á að segja frá norrænum tónlistarmönnum og útgáfum þeirra. Síðan var sett á laggirnar í janúar 2014 með stuðningi formennskuverkefnisins hjá Norrænu ráðherranefndinni sem Íslendingar voru þá í forvari fyrir. Nordic Playlist hefur laðað til sín margt af þekktasta tónlistarfólki Norðurlanda sem hefur sett saman spilunarlista þar sem þeir beina athygli sinni að uppáhalds tónlistinni sinni. Síðan þykir nú á meðal þeirra tónlistarfjölmiðla sem bókarar á hátíðum eins og Hróaskeldu og ritstjórar stórra spilunarlista horfa einna helst á til að fylgjast með straumum og stefnum í norrænni tónlist. Þar fyrir utan birtist vikulega uppfærður topp 10 listi frá hverju landi og fréttir af því sem er að gerast í norrænni tónlist. Vefsíðan, www.nordicplaylist.com, var sett á laggirnar í janúar 2014 til að vinna að útbreiðslu norrænnar tónlistar í stafrænu umhverfi. Verkefnið er stutt af Norrænu ráðherranefndinni og var eitt af formennskuverkefnum Íslendinga árið 2014. Spilunarlistinn er þróaður af NOMEX sem er norrænn samstarfsvettvangur ÚTÓN og systurskrifstofanna fjögurra á Norðurlöndum. Vefsíðan hefur að leiðarljósi að skapa aðgang að því sem er helst að gerast svo auðvelt sé að finna upplýsingar á einum stað. „Norðurlöndin eru þekkt fyrir mikið og gott tónlistarlíf og margir af listamönnum okkar skara framúr á heimsvísu. Nordic Playlist er fyrsta síðan sem hefur það hlutverk að kynna þessa listamenn og um leið að varpa ljósi á þá sem eru að byrja að geta sér gott orð. Þetta er fyrsta vefsíða sinnar tegundar og gagngert sett upp til að auðvelda aðgang Norðurlandabúa að tónlist nágranna sinna og um leið að sinna þeim áhuga sem er alþjóðlega á Norrænni tónlist,“ segir Anna Hildur Hildibrandsdóttir, framkvæmdastjóri NOMEX, sem þróað hefur Nordic Playlist síðuna. Airwaves Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Fleiri fréttir Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Sjá meira
Nordic playlist kynnir þá listamenn sem að munu koma fram í stofuhorninu í Hörpu á Iceland Airwaves. Þeir listamenn eru Glowie, Emmsjé Gauti og Mugison. Nordic Playlist kappkostar að sýna þá fjölbreytilegu flóru sem Ísland hefur upp á að bjóða í tónlist. Þórunn Antonía mun vinna að video dagbók með Nordic Playlist vefsíðunni þar sem hún greinir frá því helsta sem vekur athygli og rýnir sérstaklega í hvaða norrænu tónlistarmenn koma fram á Iceland Airwaves. Nordic Playlist er fyrsta tónlistarvefsíðan sem einblínir á að segja frá norrænum tónlistarmönnum og útgáfum þeirra. Síðan var sett á laggirnar í janúar 2014 með stuðningi formennskuverkefnisins hjá Norrænu ráðherranefndinni sem Íslendingar voru þá í forvari fyrir. Nordic Playlist hefur laðað til sín margt af þekktasta tónlistarfólki Norðurlanda sem hefur sett saman spilunarlista þar sem þeir beina athygli sinni að uppáhalds tónlistinni sinni. Síðan þykir nú á meðal þeirra tónlistarfjölmiðla sem bókarar á hátíðum eins og Hróaskeldu og ritstjórar stórra spilunarlista horfa einna helst á til að fylgjast með straumum og stefnum í norrænni tónlist. Þar fyrir utan birtist vikulega uppfærður topp 10 listi frá hverju landi og fréttir af því sem er að gerast í norrænni tónlist. Vefsíðan, www.nordicplaylist.com, var sett á laggirnar í janúar 2014 til að vinna að útbreiðslu norrænnar tónlistar í stafrænu umhverfi. Verkefnið er stutt af Norrænu ráðherranefndinni og var eitt af formennskuverkefnum Íslendinga árið 2014. Spilunarlistinn er þróaður af NOMEX sem er norrænn samstarfsvettvangur ÚTÓN og systurskrifstofanna fjögurra á Norðurlöndum. Vefsíðan hefur að leiðarljósi að skapa aðgang að því sem er helst að gerast svo auðvelt sé að finna upplýsingar á einum stað. „Norðurlöndin eru þekkt fyrir mikið og gott tónlistarlíf og margir af listamönnum okkar skara framúr á heimsvísu. Nordic Playlist er fyrsta síðan sem hefur það hlutverk að kynna þessa listamenn og um leið að varpa ljósi á þá sem eru að byrja að geta sér gott orð. Þetta er fyrsta vefsíða sinnar tegundar og gagngert sett upp til að auðvelda aðgang Norðurlandabúa að tónlist nágranna sinna og um leið að sinna þeim áhuga sem er alþjóðlega á Norrænni tónlist,“ segir Anna Hildur Hildibrandsdóttir, framkvæmdastjóri NOMEX, sem þróað hefur Nordic Playlist síðuna.
Airwaves Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Fleiri fréttir Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Sjá meira