Væntanleg skref í stjórnarmyndun Hafliði Helgason skrifar 9. nóvember 2016 00:00 Staðan í myndun ríkisstjórnar er nokkuð flókin, en þó verður að teljast líklegast að fyrst verði látið reyna til fulls á myndun stjórnar Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Slík stjórn hefur minnstan mögulegan meirihluta og mun því kalla á að agi verði í hernum og kórinn syngi einróma. Pólitískir einsöngvarar í slíku samstarfi fá líklega ekki að syngja merkilegar aríur. Það má segja að Viðreisn og Björt framtíð hafi spilað skynsamlega úr sínum spilum og sýnt enn sem komið er meiri pólitísk klókindi en eldri og reynslumeiri stjórnmálaöfl. Flokkarnir birtast nú eins og einn flokkur í stjórnarmyndunarviðræðum. Með því að spyrða sig þétt saman eru þessi tvö öfl á miðju stjórnmálanna með næstflesta þingmenn. Einum fleiri en Vinstri græn og Píratar. Þegar upp er staðið kann að muna um þennan eina. Ef horft er til möguleika á stjórn, þá virðast kostir Sjálfstæðisflokksins vera tveir. Annaðhvort með Viðreisn og Bjartri framtíð eða ríkisstjórn með Framsóknarflokki og Vinstri grænum. Samfylkingin er lömuð og Píratar virðast eyland sem hefur lítinn snertiflöt við aðra eins og staðan er núna. Það er því ekki að undra að Vinstri grænir hafi opnað glufu og hleypt Steingrími Sigfússyni út með hvítan vasaklút til að veifa framan í Bjarna Benediktsson. Ólíklegt er annað en að þessir hófstilltu mökunartilburðir hafi verið með vitund og vilja annarra í forystu Vinstri grænna. Hitt er svo annað að grasrót flokksins er ekki skemmt yfir slíku daðri. Framsóknarflokkurinn er óskrifað blað enn sem komið er í umræðunni um stjórnarmyndun. Saga flokksins er hins vegar saga aðdáunarverðs sveigjanleika þegar ríkisstjórnarmyndun er annars vegar. Það er því fullsnemmt að útiloka flokkinn, þó hann verði vart kallaður til leiks í fyrstu umferðum viðræðna. Til að styrkja samningsstöðu er mikilvægt fyrir Sjálfstæðisflokkinn að halda á lífi þeirri hugmynd að möguleiki sé að mynda stjórn með Vinstri grænum og Framsóknarflokknum. Víst er að innan Sjálfstæðisflokksins eru öfl sem myndu kunna vel þeirri íhaldssemi sem yrði límið í slíkri stjórn, jafnvel þótt slíkt samstarf yrði á kostnað frjálslyndrar markaðshugsunar. Í slíkri stjórn myndu Vinstri grænir þurfa að búa við þá gagnrýni að hafa lengt líf ríkisstjórnar sem féll í síðustu kosningum. Það bendir því flest til að reynt verði með formlegum hætti á myndun stjórnar Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Ef ekki tekst að leiða það til lykta er líklegast að Katrín Jakobsdóttir fái stjórnarmyndunarumboðið. Ef ekki tækist að mynda stjórn frá vinstri til miðju, myndi Framsóknarflokkurinn komast í sterkari stöðu en hann er í nú.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafliði Helgason Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir Skoðun
Staðan í myndun ríkisstjórnar er nokkuð flókin, en þó verður að teljast líklegast að fyrst verði látið reyna til fulls á myndun stjórnar Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Slík stjórn hefur minnstan mögulegan meirihluta og mun því kalla á að agi verði í hernum og kórinn syngi einróma. Pólitískir einsöngvarar í slíku samstarfi fá líklega ekki að syngja merkilegar aríur. Það má segja að Viðreisn og Björt framtíð hafi spilað skynsamlega úr sínum spilum og sýnt enn sem komið er meiri pólitísk klókindi en eldri og reynslumeiri stjórnmálaöfl. Flokkarnir birtast nú eins og einn flokkur í stjórnarmyndunarviðræðum. Með því að spyrða sig þétt saman eru þessi tvö öfl á miðju stjórnmálanna með næstflesta þingmenn. Einum fleiri en Vinstri græn og Píratar. Þegar upp er staðið kann að muna um þennan eina. Ef horft er til möguleika á stjórn, þá virðast kostir Sjálfstæðisflokksins vera tveir. Annaðhvort með Viðreisn og Bjartri framtíð eða ríkisstjórn með Framsóknarflokki og Vinstri grænum. Samfylkingin er lömuð og Píratar virðast eyland sem hefur lítinn snertiflöt við aðra eins og staðan er núna. Það er því ekki að undra að Vinstri grænir hafi opnað glufu og hleypt Steingrími Sigfússyni út með hvítan vasaklút til að veifa framan í Bjarna Benediktsson. Ólíklegt er annað en að þessir hófstilltu mökunartilburðir hafi verið með vitund og vilja annarra í forystu Vinstri grænna. Hitt er svo annað að grasrót flokksins er ekki skemmt yfir slíku daðri. Framsóknarflokkurinn er óskrifað blað enn sem komið er í umræðunni um stjórnarmyndun. Saga flokksins er hins vegar saga aðdáunarverðs sveigjanleika þegar ríkisstjórnarmyndun er annars vegar. Það er því fullsnemmt að útiloka flokkinn, þó hann verði vart kallaður til leiks í fyrstu umferðum viðræðna. Til að styrkja samningsstöðu er mikilvægt fyrir Sjálfstæðisflokkinn að halda á lífi þeirri hugmynd að möguleiki sé að mynda stjórn með Vinstri grænum og Framsóknarflokknum. Víst er að innan Sjálfstæðisflokksins eru öfl sem myndu kunna vel þeirri íhaldssemi sem yrði límið í slíkri stjórn, jafnvel þótt slíkt samstarf yrði á kostnað frjálslyndrar markaðshugsunar. Í slíkri stjórn myndu Vinstri grænir þurfa að búa við þá gagnrýni að hafa lengt líf ríkisstjórnar sem féll í síðustu kosningum. Það bendir því flest til að reynt verði með formlegum hætti á myndun stjórnar Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Ef ekki tekst að leiða það til lykta er líklegast að Katrín Jakobsdóttir fái stjórnarmyndunarumboðið. Ef ekki tækist að mynda stjórn frá vinstri til miðju, myndi Framsóknarflokkurinn komast í sterkari stöðu en hann er í nú.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun