Þúsundir grunnskólakennara hafa hætt og farið í önnur störf Jón Hákon Halldórsson skrifar 8. nóvember 2016 06:00 Mikill fjöldi kennara var viðstaddur í gær þegar Dagur B. Eggertsson tók á móti áskorun frá sjötíu prósent kennara á landinu vísir/eyþór „Við vissum að þetta væri mikill vandi og að aðsóknin væri minni í kennaranámið,“ segir Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundaráðs, um fækkun nýnema í grunnskólakennaranámi. Fréttablaðið greindi frá því í gær að fjöldi nýnema sem voru innritaðir í B.Ed. grunnskólakennaranám í ár er einungis þriðjungur af því sem var fyrir áratug. Árið 2006 voru þeir 244 en í ár voru þeir 79. Rétt er að taka fram að þessar tölur miða við Háskóla Íslands, en Háskólinn á Akureyri útskrifar bæði grunnskólakennara og leikskólakennara. Ekki fengust svör frá HA um þróun fjölda nýnema síðasta áratuginn þegar eftir því var leitað.Skúli HelgasonSkúli segir að það sé ekki síður áhyggjuefni hve margir kennarar séu í samfélaginu sem hafi ákveðið að nýta menntun sína í eitthvað allt annað en kennslu. „Þetta eru næstum því 5.000 manns um allt land, sem eru með kennsluréttindi en eru af einhverjum ástæðum að vinna við einhver önnur störf.“ Skúli segir að ráðist hafi verið í átak til þess að gera bæði störf grunnskólakennara og leikskólakennara eftirsóknarverðari og líka starfsmanna á frístundaheimilum. „Frístundin hefur verið í átaki alveg síðan í sumar. Það hafa verið auglýsingar á samskiptamiðlunum, það hafa verið plakatadreifingar í háskólunum og einhverju leyti framhaldsskólunum. Svo hefur verið mjög mikill maður-á-mann-hernaður á nemendur fyrr og nú í tómstundafræðum,“ segir Skúli og bætir við að leikskólinn hafi fylgt þessu eftir með auglýsingum sem eru farnar í gang. „Þannig að það eru allar klær úti,“ segir hann. Reykjavík er svo að fara af stað með víðtækt samstarf, bæði við Félag grunnskólakennara og Félag leikskólakennara, Háskóla Íslands, menntamálaráðuneytið og Samband íslenskra sveitarfélaga um að greina stöðuna. „Þar sem við förum í gegnum þetta mál, hvernig stendur á því að það eru svona fáir sem sækjast eftir því að fara í námið, hvaða leiðir koma til greina til að fjölga þeim sem fara í námið, fjölga þeim sem ílengjast í starfi líka og hvernig við getum bætt starfsumhverfið,“ segir Skúli. Hann segist vonast til þess að tillögur um aðgerðir muni líta dagsins ljós í febrúar. Skúli segir launin skipta máli, en það sé augljóslega fleira sem spili inn í. „Við gerðum stóra samninga 2014, um 30 prósenta meðalhækkun grunnlauna á einu bretti. Ég held að flestir geti verið sammála um að það er býsna stórt skref en það dugði bara ekki til,“ segir hann. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Um hundrað kennarar fylltu ganga ráðhússins: „Nú erum við algjörlega komin að þolmörkum“ Tæplega sjötíu prósent grunnskólakennara landsins hafa skrifað undir áskorun til sveitarstjórna. 7. nóvember 2016 19:22 Aðsókn nýnema í kennaranám hrunin Þrefalt færri skráðu sig í grunnskólakennaranám í haust en fyrir tíu árum og tvöfalt færri en fyrir fimm árum. Á sama tíma hætta þrefalt fleiri kennarar en hefja nám, segir Ágúst Tómasson í Vogaskóla. Leiðbeinendur komi i stað ken 7. nóvember 2016 07:00 Kjararáð kyndir undir gremju meðal kennara Grunnskólakennarar ræddu í vikunni að leggja niður störf. Úrskurður kjararáðs um laun þingmanna ýfir upp óánægju með kjörin. Hafa tvisvar fellt kjarasamninga. Launin eru það sem helst steytir á en einnig vinnutími og vinnuumhverfi. 5. nóvember 2016 07:00 Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Fleiri fréttir „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Sjá meira
„Við vissum að þetta væri mikill vandi og að aðsóknin væri minni í kennaranámið,“ segir Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundaráðs, um fækkun nýnema í grunnskólakennaranámi. Fréttablaðið greindi frá því í gær að fjöldi nýnema sem voru innritaðir í B.Ed. grunnskólakennaranám í ár er einungis þriðjungur af því sem var fyrir áratug. Árið 2006 voru þeir 244 en í ár voru þeir 79. Rétt er að taka fram að þessar tölur miða við Háskóla Íslands, en Háskólinn á Akureyri útskrifar bæði grunnskólakennara og leikskólakennara. Ekki fengust svör frá HA um þróun fjölda nýnema síðasta áratuginn þegar eftir því var leitað.Skúli HelgasonSkúli segir að það sé ekki síður áhyggjuefni hve margir kennarar séu í samfélaginu sem hafi ákveðið að nýta menntun sína í eitthvað allt annað en kennslu. „Þetta eru næstum því 5.000 manns um allt land, sem eru með kennsluréttindi en eru af einhverjum ástæðum að vinna við einhver önnur störf.“ Skúli segir að ráðist hafi verið í átak til þess að gera bæði störf grunnskólakennara og leikskólakennara eftirsóknarverðari og líka starfsmanna á frístundaheimilum. „Frístundin hefur verið í átaki alveg síðan í sumar. Það hafa verið auglýsingar á samskiptamiðlunum, það hafa verið plakatadreifingar í háskólunum og einhverju leyti framhaldsskólunum. Svo hefur verið mjög mikill maður-á-mann-hernaður á nemendur fyrr og nú í tómstundafræðum,“ segir Skúli og bætir við að leikskólinn hafi fylgt þessu eftir með auglýsingum sem eru farnar í gang. „Þannig að það eru allar klær úti,“ segir hann. Reykjavík er svo að fara af stað með víðtækt samstarf, bæði við Félag grunnskólakennara og Félag leikskólakennara, Háskóla Íslands, menntamálaráðuneytið og Samband íslenskra sveitarfélaga um að greina stöðuna. „Þar sem við förum í gegnum þetta mál, hvernig stendur á því að það eru svona fáir sem sækjast eftir því að fara í námið, hvaða leiðir koma til greina til að fjölga þeim sem fara í námið, fjölga þeim sem ílengjast í starfi líka og hvernig við getum bætt starfsumhverfið,“ segir Skúli. Hann segist vonast til þess að tillögur um aðgerðir muni líta dagsins ljós í febrúar. Skúli segir launin skipta máli, en það sé augljóslega fleira sem spili inn í. „Við gerðum stóra samninga 2014, um 30 prósenta meðalhækkun grunnlauna á einu bretti. Ég held að flestir geti verið sammála um að það er býsna stórt skref en það dugði bara ekki til,“ segir hann. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Um hundrað kennarar fylltu ganga ráðhússins: „Nú erum við algjörlega komin að þolmörkum“ Tæplega sjötíu prósent grunnskólakennara landsins hafa skrifað undir áskorun til sveitarstjórna. 7. nóvember 2016 19:22 Aðsókn nýnema í kennaranám hrunin Þrefalt færri skráðu sig í grunnskólakennaranám í haust en fyrir tíu árum og tvöfalt færri en fyrir fimm árum. Á sama tíma hætta þrefalt fleiri kennarar en hefja nám, segir Ágúst Tómasson í Vogaskóla. Leiðbeinendur komi i stað ken 7. nóvember 2016 07:00 Kjararáð kyndir undir gremju meðal kennara Grunnskólakennarar ræddu í vikunni að leggja niður störf. Úrskurður kjararáðs um laun þingmanna ýfir upp óánægju með kjörin. Hafa tvisvar fellt kjarasamninga. Launin eru það sem helst steytir á en einnig vinnutími og vinnuumhverfi. 5. nóvember 2016 07:00 Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Fleiri fréttir „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Sjá meira
Um hundrað kennarar fylltu ganga ráðhússins: „Nú erum við algjörlega komin að þolmörkum“ Tæplega sjötíu prósent grunnskólakennara landsins hafa skrifað undir áskorun til sveitarstjórna. 7. nóvember 2016 19:22
Aðsókn nýnema í kennaranám hrunin Þrefalt færri skráðu sig í grunnskólakennaranám í haust en fyrir tíu árum og tvöfalt færri en fyrir fimm árum. Á sama tíma hætta þrefalt fleiri kennarar en hefja nám, segir Ágúst Tómasson í Vogaskóla. Leiðbeinendur komi i stað ken 7. nóvember 2016 07:00
Kjararáð kyndir undir gremju meðal kennara Grunnskólakennarar ræddu í vikunni að leggja niður störf. Úrskurður kjararáðs um laun þingmanna ýfir upp óánægju með kjörin. Hafa tvisvar fellt kjarasamninga. Launin eru það sem helst steytir á en einnig vinnutími og vinnuumhverfi. 5. nóvember 2016 07:00