Andri í góðum málum eftir fyrsta hring á Spáni Kristinn Páll Teitsson skrifar 5. nóvember 2016 12:15 Andri Þór Mynd/Golfsamband Íslands Andri Þór Björnsson, kylfingur úr GR, er á þremur höggum undir pari eftir fyrsta dag á úrtökumóti fyrir Evrópumótaröðina í golfi en fjórir íslenskir kylfingar taka þátt á öðru stigi á Spáni um þessa helgi. Andri, Þórður Rafn Gissurarson, Haraldur Franklín Magnús og Guðmundur Ágúst Kristjánsson, allir úr Golfklúbbi Reykjavíkur, taka þátt í öðru stigi en aldrei hafa jafn margir karlkyns kylfingar komist á annað stigið. Andri sem leikur á Las Colinas-vellinum í Alicante fékk örn á annarri holu á fyrsta degi og þrjá fugla á fyrri níu en fékk tvo skolla á fyrstu fjórum holunum. Tókst honum að halda pari á seinni níu með tveimur fuglum og tveimur skollum á lokaholunum en hann deilir fjórtánda sæti ásamt tíu öðrum kylfingum en efstu tuttugu komast á lokastigið. Þórður, Haraldur og Guðmundur náðu sér ekki á strik í gær en þetta er í fyrsta skiptið sem Haraldur og Guðmundur reyna fyrir sér í úrtökumóti fyrir Evrópumótaröðina. Þórður sem leikur á velli rétt fyrir utan Valencia lék á fimm höggum yfir pari í gær og er í 77. sæti fyrir annan daginn. Haraldur lék á 76. höggum í gær, fjórum höggum yfir pari og er í 76. sæti. Guðmundur Ágúst lék á 73. höggum og er í 64. sæti á tveimur höggum yfir pari fyrir annan hringinn. Golf Mest lesið Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Girti niður um liðsfélagann í markafagni Enski boltinn Snoop Dogg ráðinn þjálfari fyrir Vetrarólympíuleikana Sport Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Fótbolti Stjörnur HM teknar að hætti Audda Blö Sport „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ Handbolti Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Andri Þór Björnsson, kylfingur úr GR, er á þremur höggum undir pari eftir fyrsta dag á úrtökumóti fyrir Evrópumótaröðina í golfi en fjórir íslenskir kylfingar taka þátt á öðru stigi á Spáni um þessa helgi. Andri, Þórður Rafn Gissurarson, Haraldur Franklín Magnús og Guðmundur Ágúst Kristjánsson, allir úr Golfklúbbi Reykjavíkur, taka þátt í öðru stigi en aldrei hafa jafn margir karlkyns kylfingar komist á annað stigið. Andri sem leikur á Las Colinas-vellinum í Alicante fékk örn á annarri holu á fyrsta degi og þrjá fugla á fyrri níu en fékk tvo skolla á fyrstu fjórum holunum. Tókst honum að halda pari á seinni níu með tveimur fuglum og tveimur skollum á lokaholunum en hann deilir fjórtánda sæti ásamt tíu öðrum kylfingum en efstu tuttugu komast á lokastigið. Þórður, Haraldur og Guðmundur náðu sér ekki á strik í gær en þetta er í fyrsta skiptið sem Haraldur og Guðmundur reyna fyrir sér í úrtökumóti fyrir Evrópumótaröðina. Þórður sem leikur á velli rétt fyrir utan Valencia lék á fimm höggum yfir pari í gær og er í 77. sæti fyrir annan daginn. Haraldur lék á 76. höggum í gær, fjórum höggum yfir pari og er í 76. sæti. Guðmundur Ágúst lék á 73. höggum og er í 64. sæti á tveimur höggum yfir pari fyrir annan hringinn.
Golf Mest lesið Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Girti niður um liðsfélagann í markafagni Enski boltinn Snoop Dogg ráðinn þjálfari fyrir Vetrarólympíuleikana Sport Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Fótbolti Stjörnur HM teknar að hætti Audda Blö Sport „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ Handbolti Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira