Hefur sinnt fimm kynslóðum í sumum fjölskyldum Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 5. nóvember 2016 13:15 Katrín var að hugsa um að taka svæfingar sem sérgrein í læknisfræðinni en komst að því að það væri miklu eðlilegra að verja ævistarfinu í að sinna vakandi fólki. „Ég er nú af langlífisætt. Móðir mín, Jórunn Viðar, er að verða 98 ára, mamma hennar varð 93 og amma hennar líka. En við af kók- og prinspólókynslóðinni lifum kannski ekki eins lengi,“ segir Katrín Fjeldsted glaðlega þegar hún er spurð hvernig aldurinn fari með hana. Hún verður nefnilega sjötug á morgun, stelpan. Hvernig skyldi hún ætla að verja afmælisdeginum? „Ég ætla bara að bjóða fólkinu mínu í hádegismat, það verður grískt þema,“ upplýsir hún. Katrín er nýhætt að vinna í heilsugæslunni í Reykjavík eftir 36 ár. „Ég var alltaf á sömu stöð, hún var fyrst í Borgarspítalanum en í Efstaleiti 3 frá aldamótum. „Auðvitað er mér eftirsjá að starfinu. Ég sakna fólksins, í sumum fjölskyldum hef ég sinnt fimm kynslóðum. Það eru forréttindi.“ Hún kveðst fyrst hafa verið að hugsa um að taka svæfingar sem sérgrein en komist að því að það væri miklu eðlilegra að verja ævistarfinu í að sinna vakandi fólki.Ást í læknadeildinni Í læknadeildinni hitti Katrín verðandi eiginmann sinn, Valgarð Egilsson, þau voru búin að eignast tvö börn áður en hún útskrifaðist. Þar sem Valgarður var farinn til Bretlands í framhaldsnám tók hún kandídatsárið þar og vann á tímabili 120 tíma á viku fyrir lág laun. Þau hjón urðu fyrir þungri sorg þegar sonur þeirra varð fyrir bíl í London og lést. „Þetta gerðist árið sem við fluttum heim. Við fórum út með tvö börn og komum heim með eitt,“ segir hún og röddin lýsir trega. „En síðan eignuðumst við tvo syni og nú eru barnabörnin orðin fimm, á aldrinum sex ára til sextán ára.“Störf í þágu borgar, þjóðar og álfu Katrín sat í borgarstjórn í tólf ár og á Alþingi í fjögur og hálft, auk þess að vera varamaður kjörtímabilin á undan og eftir. „Það var áhugavert að vera fulltrúi Reykvíkinga á þingi,“ segir Katrín sem kveðst Reykvíkingur í 6. lið í gegnum ættir móður sinnar og alin upp í miðbænum. Um síðustu áramót lét Katrín af forsetaembætti í Evrópusamtökum lækna sem hún hafði gegnt frá 2013 þegar hún var kjörin fyrst kvenna. „Á undan mér höfðu verið 20 forsetar, allt karlar og þegar ég hætti tók karl við svo ég er sú eina sem hef komist upp úr glerþakinu,“ lýsir hún. Spurð að lokum hvað hún ætli að gera í ellinni, svarar Katrín: „Mér finnst svo langt þangað til að ég er ekki farin að spá í það. En tómstundaiðjan er að lesa skáldsögur!“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 5. nóvember 2016. Lífið Mest lesið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Sjá meira
„Ég er nú af langlífisætt. Móðir mín, Jórunn Viðar, er að verða 98 ára, mamma hennar varð 93 og amma hennar líka. En við af kók- og prinspólókynslóðinni lifum kannski ekki eins lengi,“ segir Katrín Fjeldsted glaðlega þegar hún er spurð hvernig aldurinn fari með hana. Hún verður nefnilega sjötug á morgun, stelpan. Hvernig skyldi hún ætla að verja afmælisdeginum? „Ég ætla bara að bjóða fólkinu mínu í hádegismat, það verður grískt þema,“ upplýsir hún. Katrín er nýhætt að vinna í heilsugæslunni í Reykjavík eftir 36 ár. „Ég var alltaf á sömu stöð, hún var fyrst í Borgarspítalanum en í Efstaleiti 3 frá aldamótum. „Auðvitað er mér eftirsjá að starfinu. Ég sakna fólksins, í sumum fjölskyldum hef ég sinnt fimm kynslóðum. Það eru forréttindi.“ Hún kveðst fyrst hafa verið að hugsa um að taka svæfingar sem sérgrein en komist að því að það væri miklu eðlilegra að verja ævistarfinu í að sinna vakandi fólki.Ást í læknadeildinni Í læknadeildinni hitti Katrín verðandi eiginmann sinn, Valgarð Egilsson, þau voru búin að eignast tvö börn áður en hún útskrifaðist. Þar sem Valgarður var farinn til Bretlands í framhaldsnám tók hún kandídatsárið þar og vann á tímabili 120 tíma á viku fyrir lág laun. Þau hjón urðu fyrir þungri sorg þegar sonur þeirra varð fyrir bíl í London og lést. „Þetta gerðist árið sem við fluttum heim. Við fórum út með tvö börn og komum heim með eitt,“ segir hún og röddin lýsir trega. „En síðan eignuðumst við tvo syni og nú eru barnabörnin orðin fimm, á aldrinum sex ára til sextán ára.“Störf í þágu borgar, þjóðar og álfu Katrín sat í borgarstjórn í tólf ár og á Alþingi í fjögur og hálft, auk þess að vera varamaður kjörtímabilin á undan og eftir. „Það var áhugavert að vera fulltrúi Reykvíkinga á þingi,“ segir Katrín sem kveðst Reykvíkingur í 6. lið í gegnum ættir móður sinnar og alin upp í miðbænum. Um síðustu áramót lét Katrín af forsetaembætti í Evrópusamtökum lækna sem hún hafði gegnt frá 2013 þegar hún var kjörin fyrst kvenna. „Á undan mér höfðu verið 20 forsetar, allt karlar og þegar ég hætti tók karl við svo ég er sú eina sem hef komist upp úr glerþakinu,“ lýsir hún. Spurð að lokum hvað hún ætli að gera í ellinni, svarar Katrín: „Mér finnst svo langt þangað til að ég er ekki farin að spá í það. En tómstundaiðjan er að lesa skáldsögur!“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 5. nóvember 2016.
Lífið Mest lesið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Sjá meira