Elskaði hana frá fyrsta degi Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 5. nóvember 2016 09:00 Foreldrar Brynju, Snjólaug Stefánsdóttir og Dan Gunnar Hansson, féllu bæði frá þegar hún var unglingur. Átján ára stóð Brynja uppi foreldralaus. Visir/GVA Brynja Dan Gunnarsdóttir var kornung þegar hún var ættleidd frá Srí Lanka til Íslands. Hún fann líffræðilega móður sína með aðstoð Sigrúnar Óskar Kristjánsdóttur, dagskrárgerðarkonu á Stöð 2, í sumar. Konu sem hún hefur haft fyrir augunum á ljósmynd síðan hún var lítil. Brynja er 31 árs og býr í Garðabænum með fjölskyldu sinni. Hún fékk ábendingu um gerð þáttarins og ákvað að taka þátt. „Þessi ljósmynd hefur alltaf verið það dýrmætasta sem ég hef átt. Þarna stendur blóðmóðir mín með mig í fanginu tilbúin að gefa mig til foreldra minna. Og nú hef ég fengið tækifæri til að tengjast henni og þakka henni fyrir það sem hún gaf mér. Stórkostlegt líf,“ segir Brynja.Foreldralaus átján ára Brynja á líka fötin sem hún kom í, skartgripi og ýmsa muni frá upprunalandinu. Foreldrar hennar, Snjólaug Stefánsdóttir og Dan Gunnar Hansson, féllu bæði frá þegar Brynja var unglingur.Brynja með móður sinni Ranjani.Faðir hennar svipti sig lífi þegar Brynja var þrettán ára eftir glímu við þunglyndi og alkóhólisma. Móðir hennar fékk heilaæxli og féll frá eftir þriggja ára baráttu við veikindin. Átján ára stóð Brynja uppi foreldralaus. „Foreldrar mínir voru yndislegt fólk, þau gáfu mér besta líf sem ég get hugsað mér. Ég er þeim afar þakklát en þau gættu allra gagna vel um uppruna minn með það í huga að ég gæti seinna leitað hans. Á meðan þau voru á Srí Lanka að ná í mig þá tóku þau myndir og skráðu minningar. Ég á því mína fæðingarsögu skráða. Mamma stalst svo til að taka mynd af blóðmóður minni þegar hún er með mig í fanginu. Hún mátti það ekki, en gerði það samt,“ segir Brynja.Snjólaug, mamma Brynju, með hana tveggja mánaða gamla.Vísbendingar í bankahólfi Hún hafði séð fyrir sér þegar hún var ung að hún myndi leita upprunans með móður sinni. Þrátt fyrir fráfall hennar blundaði þráin áfram sterkt í henni. Þegar hún frétti af þáttum sem áttu mögulega að fara í framleiðslu ákvað hún að hafa samband. „Þetta er eitthvað sem mig langaði að gera með mömmu og mömmu langaði að gera með mér. Mamma vildi að ég fyndi ræturnar. Hún var með myndir uppi á vegg og hvatti mig til þess að rækta tengslin. Í hennar anda ákvað ég að taka Mána með. Mér fannst mikilvægt að hann fyndi líka rætur sínar. Hann er á réttum aldri til að meðtaka þetta allt saman og hann hefur staðið sig eins og hetja í þessu öllu saman,“ segir hún. „Ég hefði svo aldrei getað gert þetta með öðrum en Sigrúnu Ósk, hún studdi mig af alefli.“ Snjólaug varðveitti öll skjöl varðandi upprunann vandlega. Frumrit gagnanna voru geymd í bankahólfi í Landsbankanum og Brynja segist hafa fundið fjársjóð þegar hún náði í þau. Í bankahólfinu voru þær vísbendingar sem hún og Sigrún Ósk höfðu til leitarinnar að móður hennar. Nafn móður hennar, heimabærinn sem hún bjó í fyrir þrjátíu árum og spítalinn sem Brynja fæddist á. Þá kom í ljós merkileg tilviljun. Fæðingardagur blóðmóður hennar er dánardagur Snjólaugar móður Brynju, 21. apríl. Kannski einhvers konar fyrirboði um að allt myndi ganga að óskum. Sem það gerði. Bróðir Snjólaugar, Guðmundur Árni Stefánsson, hafði lengi boðið Brynju aðstoð sína við að finna blóðmóður hennar. Brynja og Sigrún Ósk fóru á hans fund. Guðmundur ákvað að senda tölvupóst á ræðismanninn í Nýju-Delí í tilraun til að leita að henni. Svarið kom aðeins viku seinna. Hún var fundin. Í smábænum Bentota og vildi hitta dóttur sína. Ferðalagið til Srí Lanka er langt og það er dýrt að ferðast þangað. Þetta var því dýrmætt tækifæri fyrir Brynju og son hennar, Mána Snæ. „Það er svo langt á milli að það er ekki hlaupið að því að taka sér þetta ferðalag á hendur. Þetta var því ótrúlega dýrmætt.“Brynja og sonur hennar á hóteli í Colombo.Menningarsjokk Ferðaundirbúningurinn var mikill og taugarnar voru þandar. Brynja hafði áhyggjur af því að passa ekki inn í hópinn, hún var hrædd við að vera hafnað og var varnarlaus. Á sama tíma var hún viðþolslaus af spenningi og hlakkaði til að sjá þau og heyra í þeim röddina, finna fyrir nærveru þeirra. „Ferðalagið var langt, það tók sólarhring. Við lentum að endingu í Colombo og héldum til strandbæjarins Bentota. Við gistum í miðjum skógi og móðir mín átti von á okkur daginn eftir. Við tókum fyrsta daginn í að jafna okkur. Ég fékk smá menningarsjokk. Samt var þetta ekkert öðruvísi en ég bjóst við. Það var kæfandi hiti sem tók tíma að venjast. Það er líka mikil stéttaskipting. Það eru allir berfættir, en ávextir á hverju tré, hreint vatn og enginn svangur. Ég fann fljótt að þar var ekkert stress. Ekki þessi klikkun. Þetta er bara allt öðruvísi samfélag. Rólegt, ljúft og allir glaðir. Sama hvort þeir eru með þrjátíu og tvær tennur eða tvær. Það situr eftir, hvað lífsgleðin er mikil,“ segir Brynja. „Ég hugsaði svolítið um það að þótt mamma og pabbi væru dáin þá væru þau þarna með mér. Það var súrrealískt til dæmis að sjá fátæktina og umhverfið sem ég hefði getað alist upp í.“Brynja ásamt móður sinniGeðshræring Svo rann upp stóri dagurinn. Hún fékk loks að hitta móður sína. „Þetta var yndislegur dagur en skrítinn því ég man eiginlega ekki neitt. Ég man að hún tók mig bara í fangið. Að það var eðlilegt og þægilegt. Ég held líka að ég hafi náð að koma því til skila að ég er þakklát henni fyrir að gefa mér gott líf. Ég man að hún þefaði af mér, þau gerðu það öll,“ segir hún og hlær. „Þau voru svo öll afar brosmild og ljúf. Annars man ég lítið eftir þessu. Ég var í einhverjum öðrum heimi og rifja upp þessa stund með því að horfa á hana í sjónvarpsþættinum. Ég get bara sagt að þetta var algjör geðshræring og draumi líkast,“ segir Brynja. Hún eyddi deginum með móður sinni og frændsystkinum. Hún kom aftur um kvöldið og þá voru þar komin systkinabörn og amma hennar. „Hún var ótrúleg. Pínulítil og hvíslaði einhvern veginn öllu inn í mann og knúsaði. Hún minnti mig á ömmuna í Pocahontas,“ segir Brynja frá. Það er sterkur svipur með Brynju og móður hennar. „Já, það er sterkur svipur. Hún kleip í nefið á mér og sagði að þetta væri ættarnefið. Hún er kannski svolítið illa farin eftir erfiða ævi. Þau hafa það samt betra en ég þorði að vona. Þau eru ekkert rosalega fátæk. Fólk hefur enga þörf fyrir risasjónvarpsskjái. Þau búa í ágætis húsi og hafa í sig og á. Það eru allir mjög nægjusamir þar sem þau búa. Hún sá það alveg sjálf að við erum líkar. Hún sagði samt líka að ég hefði margt frá föður mínum. Hún vildi samt ekkert ræða um hann, sagði bara að hann væri giftur eða týndur og ég þrýsti ekkert á hana.“Brynja með Pran, bróður sínum, og systur sinni, henni Dilmi, og Mána Snæ.Vill fá systur sína til Íslands Leiðir Sigrúnar og Brynju skildi þegar þarna er komið sögu. Brynja fór til Colombo þar sem hún dvaldi í þrjá daga með syni sínum. Þar hitti hún alla stórfjölskyldu sína fyrir utan móður sína og eyddi með henni kvöldstund og hitti í fyrsta sinn systur sína. „Hún er 22 ára gömul og í háskólanámi í annarri borg. Hún kom með flugi til að hitta mig. Hún er algjör gullmoli og alveg sami guffinn og ég. Líka ótrúlega skemmtileg og alveg gullfalleg. Ég fór frá henni og frá Srí Lanka hágrátandi. Þarna myndaðist sterk tenging og það var ömurlegt að kveðja eftir svona stutta stund. Það er fáránlegt að elska einhvern sem maður hefur bara hitt einu sinni. Að elska einhvern eftir einn dag. Því ég geri það svo innilega og af öllu hjarta,“ segir Brynja með tárin í augunum. Hún er enn að jafna sig og segist tala við systur sína á Skype. „Ég er staðráðin í að heimsækja þau aftur og er að reyna að fá systur mína í heimsókn til mín hingað til Íslands. Það er enginn að reyna að koma í staðinn fyrir neinn. Ég held að það sé alltaf pláss fyrir fleiri í lífinu. Ég er bara allt í einu orðin svo rík,“ segir hún.Gunnar Hansson, pabbi Brynju, með hana í fanginu.Sterk tenging Hún segist geta hugsað sér að prófa að búa á Srí Lanka í skemmri tíma eða fjölga heimsóknum sínum þangað. „Skammdegið fer ekki vel í geðið á mér og sólskinið á vel við mig. Ég gæti hugsað mér að vera með einhverja starfsemi þarna. Ég fór til dæmis í heimsókn á barnaheimili og það var erfitt, mig langar að gera eitthvað með það. Langar líka að eiga hús þarna og prófa að búa þarna í eitt ár. Ísland er samt heima. Ég gæti viljað haga því þannig að ég nái mér í einhverja tengingu þangað út. Það gæti orðið erfiðara fyrir mig að fá mömmu í heimsókn. Hún hefur aldrei farið í flugvél og það eru þrjú flug frá Srí Lanka til Íslands. En systir mín, það er von með að fá hana til landsins.“Bjó til foreldra Fjölskyldu hennar úti fannst erfitt að heyra að Brynja hefði misst foreldra sína. Hún lagði þó áherslu á að hún hefði átt gott líf. „Þeim fannst ekki auðvelt að heyra að ég hefði misst foreldra mína. En ég hef átt yndislegt líf þótt þau séu dáin. Ég fékk að ferðast, mennta mig, á yndislega vini. Fjölskylda er ekki eitthvað sem tengist með blóði. Mitt nánasta er mér mjög dýrmætt. Fjölskylda er bara fólkið sem elskar þig og þú elskar. Það hefur ekkert með blóðtengsl að gera eða skyldleika,“ segir Brynja. „Ég er í nánu sambandi við vini mína og aðstandendur, þau eru fjölskylda mín. Þau eru fólkið sem hringir í mig, kemur til mín. Er með mér. Það er fólkið sem ég bjó til kerfi um þegar mamma dó. Þá bjó ég til úr minni nánustu fjölskyldu og vinum kerfi sem mynduðu foreldri. Frændi minn sá um fjármálin mín og vinkona mín kom til mín þrisvar til fjórum sinnum í kvöldmat í viku, áttum fjölskyldustund þannig. Tengdamóðir mín sá um að ala mig upp, móðir vinkonu minnar spurði hvort hún mætti vera amma barnsins míns. Hún gekk honum í ömmustað. Máni á því nokkrar ömmur. Ég bjó til þessa fjölskyldu úr öllum þeim sem voru í kringum mig. Þannig lærði ég að lifa af. Maður býr bara til eitthvað sem funkerar.“Snjólaug með Brynju fjögurra eða fimm ára gamalli.Sár söknuður Þótt Brynja hafi verið þrautseig í að komast af og notið ástar og góðvildar þá er söknuðurinn sár. „Auðvitað er þetta erfitt. Ég get nefnt fullt af hlutum. Eins og að eignast barn. Auðvitað langar þig að hafa mömmu þína við hliðina á þér. Eða gifta þig, þú vilt hafa foreldra þína með. Ég verð sorgmædd þegar ég hugsa um þessa hluti. Ef maður giftir sig einn daginn, þá veit ég ekki hvort ég hlakka til eða kvíði fyrir. Á ég að sitja ein mín megin við háborðið og á enginn að leiða mig upp að altarinu? Auðvitað finn ég út úr þessum hlutum en ég hugsa samt um þá stundum. Það eru þessir hlutir sem ég kvíði fyrir,“ segir hún.Mikilvægt að undirbúa sig Hún býr yfir reynslu sem hún getur miðlað til annarra sem vilja leggja í það að leita upprunans. „Maður á bara að fara þegar maður er tilbúinn. Og þó að maður sé tilbúinn þá þarf maður að undirbúa sig vel. Vera búinn að ræða málin með sálfræðingi og vera tilbúinn með plan þegar maður kemur heim. Hafa einhvern til að halda utan sig. Því það er erfiðast, eftirleikurinn. Mín saga endaði með mögulega bestu útkomu sem völ er á. Það er ekki alltaf þannig og því þarf stuðningsnetið að vera sterkt,“ leggur hún áherslu á. Hún segir misjafnt hversu mikið þráin eftir að leita upprunans blundar í fólki. „Ég held að þeir sem komi ættleiddir frá barnaheimilum hafi kannski minni þörf fyrir það að leita að ættingjum þar sem það er frekar vonlaust. En hjá okkur hinum sem höfum upplýsingar blundar þetta sterkar í okkur. Svo blundar í okkur öllum þessi þörf, að koma á staðinn sem við erum frá. Að kynnast menningunni, sjá annað fólk sem er líkt okkur og börnunum okkar. Þetta jókst þegar sonur minn fæddist. Ég fann hjá mér þörf til að sýna honum hvaðan hann er. “Öll fjölskyldan, Pran, Ranjani, Dilma og amma hennar.Lenti á vegg Brynja segir þó ómögulegt að verja sig því tilfinningalega uppnámi sem fylgir því að finna ættingja sína eftir svo mörg ár. „Ég lenti á vegg þegar ég kom heim. Ég fór til sálfræðings áður en ég fór út. En svo kom ég heim og það var ekkert sem hefði getað undirbúið mig undir þetta. Ég grét í tvær vikur og svaf svo í tvær vikur. Ég var búin á líkama og sál og átti ekki orkudropa eftir. Ég á góða að og það hjálpaði mikið. En ég veit ekki hvað það var. Líklegast var þetta spennufall eftir að hafa tekist á við þetta verkefni eftir þrjátíu ár. Að hafa ekki mömmu og pabba við hliðina á mér. Ég fann sterkt fyrir söknuði til þeirra því það var erfitt að standa í þessu án þeirra. Og að finna það út að ég á fjölskyldu sem hefur það ekki jafn gott og ég. Að hitta þau svona stutt. Að vera þarna og vera farin daginn eftir. Systir mín átti afmæli stuttu eftir að ég fór heim. Ég var miður mín að hafa ekki náð að baka handa henni köku, verja með henni deginum. Að elska einhvern sem þú hefur hitt í svona stuttan tíma en gera það samt svo innilega. Ég get ekki skotist til þeirra. Það er svo margt sem er erfitt að takast á við,“ segir hún og nefnir það allra erfiðasta.Kom þakklætinu til skila „Ég elskaði hana eftir einn dag. Auðvitað hef ég á einhvern furðulegan hátt alltaf elskað hana. En þarna varð það raunverulegt. Ástin blossaði upp eftir einn dag. Svo sönn og innileg. Það að gefa barnið sitt til betra lífs er það óeigingjarnasta og fallegasta sem ég get hugsað mér. Ég hugsaði þetta sjálf þegar ég hélt á Mána nýfæddum. Mamma mín og pabbi sáu þetta og voru alltaf svo þakklát þessari konu. Þau voru alltaf staðráðin í að þakka henni fyrir þessa gjöf og ég er svo ánægð að ég hafi getað komið þakklæti þeirra til skila.“ Lífið Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Fleiri fréttir Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Sjá meira
Brynja Dan Gunnarsdóttir var kornung þegar hún var ættleidd frá Srí Lanka til Íslands. Hún fann líffræðilega móður sína með aðstoð Sigrúnar Óskar Kristjánsdóttur, dagskrárgerðarkonu á Stöð 2, í sumar. Konu sem hún hefur haft fyrir augunum á ljósmynd síðan hún var lítil. Brynja er 31 árs og býr í Garðabænum með fjölskyldu sinni. Hún fékk ábendingu um gerð þáttarins og ákvað að taka þátt. „Þessi ljósmynd hefur alltaf verið það dýrmætasta sem ég hef átt. Þarna stendur blóðmóðir mín með mig í fanginu tilbúin að gefa mig til foreldra minna. Og nú hef ég fengið tækifæri til að tengjast henni og þakka henni fyrir það sem hún gaf mér. Stórkostlegt líf,“ segir Brynja.Foreldralaus átján ára Brynja á líka fötin sem hún kom í, skartgripi og ýmsa muni frá upprunalandinu. Foreldrar hennar, Snjólaug Stefánsdóttir og Dan Gunnar Hansson, féllu bæði frá þegar Brynja var unglingur.Brynja með móður sinni Ranjani.Faðir hennar svipti sig lífi þegar Brynja var þrettán ára eftir glímu við þunglyndi og alkóhólisma. Móðir hennar fékk heilaæxli og féll frá eftir þriggja ára baráttu við veikindin. Átján ára stóð Brynja uppi foreldralaus. „Foreldrar mínir voru yndislegt fólk, þau gáfu mér besta líf sem ég get hugsað mér. Ég er þeim afar þakklát en þau gættu allra gagna vel um uppruna minn með það í huga að ég gæti seinna leitað hans. Á meðan þau voru á Srí Lanka að ná í mig þá tóku þau myndir og skráðu minningar. Ég á því mína fæðingarsögu skráða. Mamma stalst svo til að taka mynd af blóðmóður minni þegar hún er með mig í fanginu. Hún mátti það ekki, en gerði það samt,“ segir Brynja.Snjólaug, mamma Brynju, með hana tveggja mánaða gamla.Vísbendingar í bankahólfi Hún hafði séð fyrir sér þegar hún var ung að hún myndi leita upprunans með móður sinni. Þrátt fyrir fráfall hennar blundaði þráin áfram sterkt í henni. Þegar hún frétti af þáttum sem áttu mögulega að fara í framleiðslu ákvað hún að hafa samband. „Þetta er eitthvað sem mig langaði að gera með mömmu og mömmu langaði að gera með mér. Mamma vildi að ég fyndi ræturnar. Hún var með myndir uppi á vegg og hvatti mig til þess að rækta tengslin. Í hennar anda ákvað ég að taka Mána með. Mér fannst mikilvægt að hann fyndi líka rætur sínar. Hann er á réttum aldri til að meðtaka þetta allt saman og hann hefur staðið sig eins og hetja í þessu öllu saman,“ segir hún. „Ég hefði svo aldrei getað gert þetta með öðrum en Sigrúnu Ósk, hún studdi mig af alefli.“ Snjólaug varðveitti öll skjöl varðandi upprunann vandlega. Frumrit gagnanna voru geymd í bankahólfi í Landsbankanum og Brynja segist hafa fundið fjársjóð þegar hún náði í þau. Í bankahólfinu voru þær vísbendingar sem hún og Sigrún Ósk höfðu til leitarinnar að móður hennar. Nafn móður hennar, heimabærinn sem hún bjó í fyrir þrjátíu árum og spítalinn sem Brynja fæddist á. Þá kom í ljós merkileg tilviljun. Fæðingardagur blóðmóður hennar er dánardagur Snjólaugar móður Brynju, 21. apríl. Kannski einhvers konar fyrirboði um að allt myndi ganga að óskum. Sem það gerði. Bróðir Snjólaugar, Guðmundur Árni Stefánsson, hafði lengi boðið Brynju aðstoð sína við að finna blóðmóður hennar. Brynja og Sigrún Ósk fóru á hans fund. Guðmundur ákvað að senda tölvupóst á ræðismanninn í Nýju-Delí í tilraun til að leita að henni. Svarið kom aðeins viku seinna. Hún var fundin. Í smábænum Bentota og vildi hitta dóttur sína. Ferðalagið til Srí Lanka er langt og það er dýrt að ferðast þangað. Þetta var því dýrmætt tækifæri fyrir Brynju og son hennar, Mána Snæ. „Það er svo langt á milli að það er ekki hlaupið að því að taka sér þetta ferðalag á hendur. Þetta var því ótrúlega dýrmætt.“Brynja og sonur hennar á hóteli í Colombo.Menningarsjokk Ferðaundirbúningurinn var mikill og taugarnar voru þandar. Brynja hafði áhyggjur af því að passa ekki inn í hópinn, hún var hrædd við að vera hafnað og var varnarlaus. Á sama tíma var hún viðþolslaus af spenningi og hlakkaði til að sjá þau og heyra í þeim röddina, finna fyrir nærveru þeirra. „Ferðalagið var langt, það tók sólarhring. Við lentum að endingu í Colombo og héldum til strandbæjarins Bentota. Við gistum í miðjum skógi og móðir mín átti von á okkur daginn eftir. Við tókum fyrsta daginn í að jafna okkur. Ég fékk smá menningarsjokk. Samt var þetta ekkert öðruvísi en ég bjóst við. Það var kæfandi hiti sem tók tíma að venjast. Það er líka mikil stéttaskipting. Það eru allir berfættir, en ávextir á hverju tré, hreint vatn og enginn svangur. Ég fann fljótt að þar var ekkert stress. Ekki þessi klikkun. Þetta er bara allt öðruvísi samfélag. Rólegt, ljúft og allir glaðir. Sama hvort þeir eru með þrjátíu og tvær tennur eða tvær. Það situr eftir, hvað lífsgleðin er mikil,“ segir Brynja. „Ég hugsaði svolítið um það að þótt mamma og pabbi væru dáin þá væru þau þarna með mér. Það var súrrealískt til dæmis að sjá fátæktina og umhverfið sem ég hefði getað alist upp í.“Brynja ásamt móður sinniGeðshræring Svo rann upp stóri dagurinn. Hún fékk loks að hitta móður sína. „Þetta var yndislegur dagur en skrítinn því ég man eiginlega ekki neitt. Ég man að hún tók mig bara í fangið. Að það var eðlilegt og þægilegt. Ég held líka að ég hafi náð að koma því til skila að ég er þakklát henni fyrir að gefa mér gott líf. Ég man að hún þefaði af mér, þau gerðu það öll,“ segir hún og hlær. „Þau voru svo öll afar brosmild og ljúf. Annars man ég lítið eftir þessu. Ég var í einhverjum öðrum heimi og rifja upp þessa stund með því að horfa á hana í sjónvarpsþættinum. Ég get bara sagt að þetta var algjör geðshræring og draumi líkast,“ segir Brynja. Hún eyddi deginum með móður sinni og frændsystkinum. Hún kom aftur um kvöldið og þá voru þar komin systkinabörn og amma hennar. „Hún var ótrúleg. Pínulítil og hvíslaði einhvern veginn öllu inn í mann og knúsaði. Hún minnti mig á ömmuna í Pocahontas,“ segir Brynja frá. Það er sterkur svipur með Brynju og móður hennar. „Já, það er sterkur svipur. Hún kleip í nefið á mér og sagði að þetta væri ættarnefið. Hún er kannski svolítið illa farin eftir erfiða ævi. Þau hafa það samt betra en ég þorði að vona. Þau eru ekkert rosalega fátæk. Fólk hefur enga þörf fyrir risasjónvarpsskjái. Þau búa í ágætis húsi og hafa í sig og á. Það eru allir mjög nægjusamir þar sem þau búa. Hún sá það alveg sjálf að við erum líkar. Hún sagði samt líka að ég hefði margt frá föður mínum. Hún vildi samt ekkert ræða um hann, sagði bara að hann væri giftur eða týndur og ég þrýsti ekkert á hana.“Brynja með Pran, bróður sínum, og systur sinni, henni Dilmi, og Mána Snæ.Vill fá systur sína til Íslands Leiðir Sigrúnar og Brynju skildi þegar þarna er komið sögu. Brynja fór til Colombo þar sem hún dvaldi í þrjá daga með syni sínum. Þar hitti hún alla stórfjölskyldu sína fyrir utan móður sína og eyddi með henni kvöldstund og hitti í fyrsta sinn systur sína. „Hún er 22 ára gömul og í háskólanámi í annarri borg. Hún kom með flugi til að hitta mig. Hún er algjör gullmoli og alveg sami guffinn og ég. Líka ótrúlega skemmtileg og alveg gullfalleg. Ég fór frá henni og frá Srí Lanka hágrátandi. Þarna myndaðist sterk tenging og það var ömurlegt að kveðja eftir svona stutta stund. Það er fáránlegt að elska einhvern sem maður hefur bara hitt einu sinni. Að elska einhvern eftir einn dag. Því ég geri það svo innilega og af öllu hjarta,“ segir Brynja með tárin í augunum. Hún er enn að jafna sig og segist tala við systur sína á Skype. „Ég er staðráðin í að heimsækja þau aftur og er að reyna að fá systur mína í heimsókn til mín hingað til Íslands. Það er enginn að reyna að koma í staðinn fyrir neinn. Ég held að það sé alltaf pláss fyrir fleiri í lífinu. Ég er bara allt í einu orðin svo rík,“ segir hún.Gunnar Hansson, pabbi Brynju, með hana í fanginu.Sterk tenging Hún segist geta hugsað sér að prófa að búa á Srí Lanka í skemmri tíma eða fjölga heimsóknum sínum þangað. „Skammdegið fer ekki vel í geðið á mér og sólskinið á vel við mig. Ég gæti hugsað mér að vera með einhverja starfsemi þarna. Ég fór til dæmis í heimsókn á barnaheimili og það var erfitt, mig langar að gera eitthvað með það. Langar líka að eiga hús þarna og prófa að búa þarna í eitt ár. Ísland er samt heima. Ég gæti viljað haga því þannig að ég nái mér í einhverja tengingu þangað út. Það gæti orðið erfiðara fyrir mig að fá mömmu í heimsókn. Hún hefur aldrei farið í flugvél og það eru þrjú flug frá Srí Lanka til Íslands. En systir mín, það er von með að fá hana til landsins.“Bjó til foreldra Fjölskyldu hennar úti fannst erfitt að heyra að Brynja hefði misst foreldra sína. Hún lagði þó áherslu á að hún hefði átt gott líf. „Þeim fannst ekki auðvelt að heyra að ég hefði misst foreldra mína. En ég hef átt yndislegt líf þótt þau séu dáin. Ég fékk að ferðast, mennta mig, á yndislega vini. Fjölskylda er ekki eitthvað sem tengist með blóði. Mitt nánasta er mér mjög dýrmætt. Fjölskylda er bara fólkið sem elskar þig og þú elskar. Það hefur ekkert með blóðtengsl að gera eða skyldleika,“ segir Brynja. „Ég er í nánu sambandi við vini mína og aðstandendur, þau eru fjölskylda mín. Þau eru fólkið sem hringir í mig, kemur til mín. Er með mér. Það er fólkið sem ég bjó til kerfi um þegar mamma dó. Þá bjó ég til úr minni nánustu fjölskyldu og vinum kerfi sem mynduðu foreldri. Frændi minn sá um fjármálin mín og vinkona mín kom til mín þrisvar til fjórum sinnum í kvöldmat í viku, áttum fjölskyldustund þannig. Tengdamóðir mín sá um að ala mig upp, móðir vinkonu minnar spurði hvort hún mætti vera amma barnsins míns. Hún gekk honum í ömmustað. Máni á því nokkrar ömmur. Ég bjó til þessa fjölskyldu úr öllum þeim sem voru í kringum mig. Þannig lærði ég að lifa af. Maður býr bara til eitthvað sem funkerar.“Snjólaug með Brynju fjögurra eða fimm ára gamalli.Sár söknuður Þótt Brynja hafi verið þrautseig í að komast af og notið ástar og góðvildar þá er söknuðurinn sár. „Auðvitað er þetta erfitt. Ég get nefnt fullt af hlutum. Eins og að eignast barn. Auðvitað langar þig að hafa mömmu þína við hliðina á þér. Eða gifta þig, þú vilt hafa foreldra þína með. Ég verð sorgmædd þegar ég hugsa um þessa hluti. Ef maður giftir sig einn daginn, þá veit ég ekki hvort ég hlakka til eða kvíði fyrir. Á ég að sitja ein mín megin við háborðið og á enginn að leiða mig upp að altarinu? Auðvitað finn ég út úr þessum hlutum en ég hugsa samt um þá stundum. Það eru þessir hlutir sem ég kvíði fyrir,“ segir hún.Mikilvægt að undirbúa sig Hún býr yfir reynslu sem hún getur miðlað til annarra sem vilja leggja í það að leita upprunans. „Maður á bara að fara þegar maður er tilbúinn. Og þó að maður sé tilbúinn þá þarf maður að undirbúa sig vel. Vera búinn að ræða málin með sálfræðingi og vera tilbúinn með plan þegar maður kemur heim. Hafa einhvern til að halda utan sig. Því það er erfiðast, eftirleikurinn. Mín saga endaði með mögulega bestu útkomu sem völ er á. Það er ekki alltaf þannig og því þarf stuðningsnetið að vera sterkt,“ leggur hún áherslu á. Hún segir misjafnt hversu mikið þráin eftir að leita upprunans blundar í fólki. „Ég held að þeir sem komi ættleiddir frá barnaheimilum hafi kannski minni þörf fyrir það að leita að ættingjum þar sem það er frekar vonlaust. En hjá okkur hinum sem höfum upplýsingar blundar þetta sterkar í okkur. Svo blundar í okkur öllum þessi þörf, að koma á staðinn sem við erum frá. Að kynnast menningunni, sjá annað fólk sem er líkt okkur og börnunum okkar. Þetta jókst þegar sonur minn fæddist. Ég fann hjá mér þörf til að sýna honum hvaðan hann er. “Öll fjölskyldan, Pran, Ranjani, Dilma og amma hennar.Lenti á vegg Brynja segir þó ómögulegt að verja sig því tilfinningalega uppnámi sem fylgir því að finna ættingja sína eftir svo mörg ár. „Ég lenti á vegg þegar ég kom heim. Ég fór til sálfræðings áður en ég fór út. En svo kom ég heim og það var ekkert sem hefði getað undirbúið mig undir þetta. Ég grét í tvær vikur og svaf svo í tvær vikur. Ég var búin á líkama og sál og átti ekki orkudropa eftir. Ég á góða að og það hjálpaði mikið. En ég veit ekki hvað það var. Líklegast var þetta spennufall eftir að hafa tekist á við þetta verkefni eftir þrjátíu ár. Að hafa ekki mömmu og pabba við hliðina á mér. Ég fann sterkt fyrir söknuði til þeirra því það var erfitt að standa í þessu án þeirra. Og að finna það út að ég á fjölskyldu sem hefur það ekki jafn gott og ég. Að hitta þau svona stutt. Að vera þarna og vera farin daginn eftir. Systir mín átti afmæli stuttu eftir að ég fór heim. Ég var miður mín að hafa ekki náð að baka handa henni köku, verja með henni deginum. Að elska einhvern sem þú hefur hitt í svona stuttan tíma en gera það samt svo innilega. Ég get ekki skotist til þeirra. Það er svo margt sem er erfitt að takast á við,“ segir hún og nefnir það allra erfiðasta.Kom þakklætinu til skila „Ég elskaði hana eftir einn dag. Auðvitað hef ég á einhvern furðulegan hátt alltaf elskað hana. En þarna varð það raunverulegt. Ástin blossaði upp eftir einn dag. Svo sönn og innileg. Það að gefa barnið sitt til betra lífs er það óeigingjarnasta og fallegasta sem ég get hugsað mér. Ég hugsaði þetta sjálf þegar ég hélt á Mána nýfæddum. Mamma mín og pabbi sáu þetta og voru alltaf svo þakklát þessari konu. Þau voru alltaf staðráðin í að þakka henni fyrir þessa gjöf og ég er svo ánægð að ég hafi getað komið þakklæti þeirra til skila.“
Lífið Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Fleiri fréttir Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Sjá meira