Ólafía Þórunn tapaði þremur höggum á fyrri níu holunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. nóvember 2016 10:35 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. Mynd/LET/Tristan Jones Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er búin að missa frá sér toppsætið á Fatima Bint Mubarak mótinu á LET Evrópumótaröðinni í Abú Dabí. Forystan GR-ingsins var farin eftir aðeins nokkrar holur. Ólafía Þórunn spilaði stórkostlega fyrstu tvo dagana og var hún með þriggja högga forskot fyrir daginn í dag. Slæm byrjun þýddi að forystan var fljót að fara hjá okkar konu. Ólafía tapaði þremur höggum á fyrstu níu holunum dagsins eftir að hafa fengið skolla á fyrstu tveimur holunum og svo einn til viðbótar á holu sex. Ólafía rétt missti púttið fyrir parinu á sjöttu holunni. Ólafía Þórunn er nú samanlagt tíu höggum undir pari sem skilar henni fjórða sætinu á mótinu eins og er. Ólafía er í fjórða sætinu með þremur öðrum kylfingum. Ólafía Þórunn spilaði fyrri níu holurnar á fjórum höggum undir pari fyrsta daginn og þremur höggum undir pari í gær. Hún fékk fugl á bæði holum eitt og tvö í gær en aftur á móti skolla á þessum sömu holum í dag. Eftir skolla á fyrstu tveimur holunum þá náði Ólafía samt að para sex af næstu sjö holum. Hún fékk nokkur fuglafæri en nýtti þau ekki. Það er mikill munur á spilamennsku hennar í dag miðað við í gær og í fyrradag. Átta fuglar á holunum eitt til níu á fyrstu tveimur hringunum en nú enginn fugl og þrír skollar. Þetta er mikil sveifla hjá Ólafíu en það var ljóst að það myndi aldrei allt ganga upp hjá henni. Nú reynir á Ólafíu að halda haus og halda sér inni í toppbaráttunni á mótinu. Sarah Kemp frá Ástralíu og Melissa Reid frá Englandi eru báðar komnar fjórtán högg undir parið og þar með fjórum höggum á undan Ólafíu. Kemp og Reid hafa báðar spilað fyrstu tíu holur dagsins á fimm höggum undir pari.Það er hægt að fylgjast með Ólafíu Þórunni í beinni útsendingu inn á Vísi. Golf Tengdar fréttir Ólafía ísköld í eyðimörkinni Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er með forystu á sterku móti í Evrópumótaröð kvenna í Abú Dabí fyrir seinni tvo hringina. Fimmtán fuglar á fyrstu 36 holunum. Getur ellefufaldað verðlaunaféð sitt hingað til með sigri. 4. nóvember 2016 06:00 Ólafía fjórum höggum frá toppsætinu fyrir lokadaginn GR-ingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er í fimmta sæti eftir þrjá fyrstu keppnisdagana á Fatima Bint Mubarak mótinu á LET Evrópumótaröðinni í Abú Dabí. 4. nóvember 2016 13:15 Ólafía Þórunn gerði engin mistök á fyrri níu holunum | Áfram í 1. sætinu Ólafía Þórunn Kristinsdóttir heldur áfram að spila frábærlega á Fatima Bint Mubarak mótinu á LET Evrópumótaröðinni í Abú Dabí. 3. nóvember 2016 11:06 Ólafía Þórunn: Síminn minn er að springa Ólafía Þórunn Kristinsdóttir var í sviðsljósinu eftir annan daginn á Fatima Bint Mubarak mótinu í Abú Dabí og ekki af ástæðulausu. 3. nóvember 2016 15:52 Sjóðheit Ólafía Þórunn með þriggja högga forskot á toppnum Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, kylfingur úr GR, er heldur betur að stimpla sig inn í hóp atvinnukylfinga á LET Evrópumótaröðinni en hún er í efsta sæti eftir tvo daga á Fatima Bint Mubarak mótinu í Abú Dabí. 3. nóvember 2016 13:30 Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Yamal tekur óhræddur við tíunni Fótbolti Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dani og Kínverji leiða á Opna breska Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Gunnlaugur tveimur undir pari en spænski félaginn efstur Landsliðshóparnir valdir fyrir Evrópumótin í golfi Meistarinn bestur og hvítur Monster kveikti í Tómasi Embla Hrönn vann bráðabana og mætir Pamelu Tíu ára kylfingur fór holu í höggi á Íslandsmóti Tómas steinlá gegn þeim þýska PGA fær nýjan stjórnanda frá NFL deildinni Tómas fór illa með Frakkann Tómas í einvígi við Frakka en Logi úr leik í bráðabana Rauk út í apótek fyrir dóttur sína nóttina fyrir sigur á US Open Frá martraðarbyrjun í draumaendi með mögnuðu sigurpútti Mikil seinkun vegna rigningar Burns enn efstur og stefnir á sinn fyrsta „Var að hugsa hvort ég vildi spila í tvo daga til viðbótar“ Spaun steig ekki feilspor en stór nöfn í brasi Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er búin að missa frá sér toppsætið á Fatima Bint Mubarak mótinu á LET Evrópumótaröðinni í Abú Dabí. Forystan GR-ingsins var farin eftir aðeins nokkrar holur. Ólafía Þórunn spilaði stórkostlega fyrstu tvo dagana og var hún með þriggja högga forskot fyrir daginn í dag. Slæm byrjun þýddi að forystan var fljót að fara hjá okkar konu. Ólafía tapaði þremur höggum á fyrstu níu holunum dagsins eftir að hafa fengið skolla á fyrstu tveimur holunum og svo einn til viðbótar á holu sex. Ólafía rétt missti púttið fyrir parinu á sjöttu holunni. Ólafía Þórunn er nú samanlagt tíu höggum undir pari sem skilar henni fjórða sætinu á mótinu eins og er. Ólafía er í fjórða sætinu með þremur öðrum kylfingum. Ólafía Þórunn spilaði fyrri níu holurnar á fjórum höggum undir pari fyrsta daginn og þremur höggum undir pari í gær. Hún fékk fugl á bæði holum eitt og tvö í gær en aftur á móti skolla á þessum sömu holum í dag. Eftir skolla á fyrstu tveimur holunum þá náði Ólafía samt að para sex af næstu sjö holum. Hún fékk nokkur fuglafæri en nýtti þau ekki. Það er mikill munur á spilamennsku hennar í dag miðað við í gær og í fyrradag. Átta fuglar á holunum eitt til níu á fyrstu tveimur hringunum en nú enginn fugl og þrír skollar. Þetta er mikil sveifla hjá Ólafíu en það var ljóst að það myndi aldrei allt ganga upp hjá henni. Nú reynir á Ólafíu að halda haus og halda sér inni í toppbaráttunni á mótinu. Sarah Kemp frá Ástralíu og Melissa Reid frá Englandi eru báðar komnar fjórtán högg undir parið og þar með fjórum höggum á undan Ólafíu. Kemp og Reid hafa báðar spilað fyrstu tíu holur dagsins á fimm höggum undir pari.Það er hægt að fylgjast með Ólafíu Þórunni í beinni útsendingu inn á Vísi.
Golf Tengdar fréttir Ólafía ísköld í eyðimörkinni Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er með forystu á sterku móti í Evrópumótaröð kvenna í Abú Dabí fyrir seinni tvo hringina. Fimmtán fuglar á fyrstu 36 holunum. Getur ellefufaldað verðlaunaféð sitt hingað til með sigri. 4. nóvember 2016 06:00 Ólafía fjórum höggum frá toppsætinu fyrir lokadaginn GR-ingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er í fimmta sæti eftir þrjá fyrstu keppnisdagana á Fatima Bint Mubarak mótinu á LET Evrópumótaröðinni í Abú Dabí. 4. nóvember 2016 13:15 Ólafía Þórunn gerði engin mistök á fyrri níu holunum | Áfram í 1. sætinu Ólafía Þórunn Kristinsdóttir heldur áfram að spila frábærlega á Fatima Bint Mubarak mótinu á LET Evrópumótaröðinni í Abú Dabí. 3. nóvember 2016 11:06 Ólafía Þórunn: Síminn minn er að springa Ólafía Þórunn Kristinsdóttir var í sviðsljósinu eftir annan daginn á Fatima Bint Mubarak mótinu í Abú Dabí og ekki af ástæðulausu. 3. nóvember 2016 15:52 Sjóðheit Ólafía Þórunn með þriggja högga forskot á toppnum Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, kylfingur úr GR, er heldur betur að stimpla sig inn í hóp atvinnukylfinga á LET Evrópumótaröðinni en hún er í efsta sæti eftir tvo daga á Fatima Bint Mubarak mótinu í Abú Dabí. 3. nóvember 2016 13:30 Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Yamal tekur óhræddur við tíunni Fótbolti Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dani og Kínverji leiða á Opna breska Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Gunnlaugur tveimur undir pari en spænski félaginn efstur Landsliðshóparnir valdir fyrir Evrópumótin í golfi Meistarinn bestur og hvítur Monster kveikti í Tómasi Embla Hrönn vann bráðabana og mætir Pamelu Tíu ára kylfingur fór holu í höggi á Íslandsmóti Tómas steinlá gegn þeim þýska PGA fær nýjan stjórnanda frá NFL deildinni Tómas fór illa með Frakkann Tómas í einvígi við Frakka en Logi úr leik í bráðabana Rauk út í apótek fyrir dóttur sína nóttina fyrir sigur á US Open Frá martraðarbyrjun í draumaendi með mögnuðu sigurpútti Mikil seinkun vegna rigningar Burns enn efstur og stefnir á sinn fyrsta „Var að hugsa hvort ég vildi spila í tvo daga til viðbótar“ Spaun steig ekki feilspor en stór nöfn í brasi Sjá meira
Ólafía ísköld í eyðimörkinni Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er með forystu á sterku móti í Evrópumótaröð kvenna í Abú Dabí fyrir seinni tvo hringina. Fimmtán fuglar á fyrstu 36 holunum. Getur ellefufaldað verðlaunaféð sitt hingað til með sigri. 4. nóvember 2016 06:00
Ólafía fjórum höggum frá toppsætinu fyrir lokadaginn GR-ingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er í fimmta sæti eftir þrjá fyrstu keppnisdagana á Fatima Bint Mubarak mótinu á LET Evrópumótaröðinni í Abú Dabí. 4. nóvember 2016 13:15
Ólafía Þórunn gerði engin mistök á fyrri níu holunum | Áfram í 1. sætinu Ólafía Þórunn Kristinsdóttir heldur áfram að spila frábærlega á Fatima Bint Mubarak mótinu á LET Evrópumótaröðinni í Abú Dabí. 3. nóvember 2016 11:06
Ólafía Þórunn: Síminn minn er að springa Ólafía Þórunn Kristinsdóttir var í sviðsljósinu eftir annan daginn á Fatima Bint Mubarak mótinu í Abú Dabí og ekki af ástæðulausu. 3. nóvember 2016 15:52
Sjóðheit Ólafía Þórunn með þriggja högga forskot á toppnum Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, kylfingur úr GR, er heldur betur að stimpla sig inn í hóp atvinnukylfinga á LET Evrópumótaröðinni en hún er í efsta sæti eftir tvo daga á Fatima Bint Mubarak mótinu í Abú Dabí. 3. nóvember 2016 13:30