Nóvemberspá Siggu Kling – Tvíburinn: Þú ert með mjög smitandi orku 4. nóvember 2016 09:00 Elsku skemmtilegi Tvíburinn minn. Lífið gengur í miklum bylgjum hjá þér, sérstaklega í fyrri parti lífsins. En það er bara til þess að þú þroskist betur og komir út úr skelinni. Þú hefur þá sterku orku sem er að koma til þín til að finna þér nýja leið til þess að láta draumana þína rætast. Þú ert búinn að sleppa taki á einhverju sem hefur verið að hindra þig og auðvitað getur það verið erfitt, en eftir þá erfiðleika sérðu bara sólina. Það skiptir þig miklu máli hvernig þú lítur út og þú getur verið of gagnrýninn á sjálfan þig og þar af leiðandi dregið þig niður á eitthvert plan sem þú átt alls ekki að vera á. Þú ert með mjög smitandi orku og hefur áhrif á alla sem eru í kringum þig og þegar það er eitthvert álag á taugakerfinu, þá er eins og allt fari í mínus hjá fólkinu sem umgengst þig. Þú hefur þá tilhneigingu til að hafa allt fullkomið og það setur þig í alltof mikla keppni og baráttuhug. Þú þarft að nota lipurð og ljúf orð til að fá fólk til að fylgja þér eftir. Þegar desembermánuður hefst, þá ertu kominn á svo fallegan stað að þér finnst þú vera í himnaríki. Hversu hressandi er það? Þér finnst þú eiga að vera svo skyldurækinn og passa allt í kringum þig en á móti langar þig að æða út í óvissuna og búa til ævintýri. Þú átt eftir að geta sameinað þetta tvennt núna og þá mun ekkert stoppa þig. Þér finnst eins og þú þurfir á ástinni að halda og þess vegna hefurðu lent í þó nokkrum tilfinningaflækjum ef þú ert á lausu. Þú þarft að muna að ástin er auðveld – ef það er ást, þá smellur hún og þú þarft ekki að hafa neinar áhyggjur. En ef það er mikil vitleysa í kringum ástina hjá þér, þá ertu ekki á réttri leið. Ástin á að hjálpa þér að gera þig sterkari en ekki hindra þig, þá missirðu taktinn. Það munu ekki allir verða ánægðir með þær ákvarðanir sem þú tekur næstu tvo mánuði en þú getur ekki látið öllum líka vel við þig. Þú þarft að magna þinn dásamlega karakter upp og þegar þú skilur það, þá sérðu að þessi ferð útí óvissuna mun færa þér svo miklu betri tíð og þú verður svo ánægður með sjálfan þig – og það er það eina sem þú þarft til að halda í hamingjuna. Frægir Tvíburar: Ragnar Sigurðsson landsliðsmaður, Örn Árnason leikari, Óli Geir Jónsson plötusnúður, Bjarni töframaður, Hrund Þórsdóttir fréttakona, Össur Skarphéðinsson húmoristi, Johnny Depp leikari, Páll Magnússon fjölmiðlamaður, Kjartan Atli Kjartansson lífsspekúlant, Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari, Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, Andri Freyr útvarpsmaður og Lýðveldið Ísland, Donald Trump, Þórarinn Þórarinsson blaðamaður. Donald Trump Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun „Hann var bara draumur“ Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Fleiri fréttir „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Sjá meira
Elsku skemmtilegi Tvíburinn minn. Lífið gengur í miklum bylgjum hjá þér, sérstaklega í fyrri parti lífsins. En það er bara til þess að þú þroskist betur og komir út úr skelinni. Þú hefur þá sterku orku sem er að koma til þín til að finna þér nýja leið til þess að láta draumana þína rætast. Þú ert búinn að sleppa taki á einhverju sem hefur verið að hindra þig og auðvitað getur það verið erfitt, en eftir þá erfiðleika sérðu bara sólina. Það skiptir þig miklu máli hvernig þú lítur út og þú getur verið of gagnrýninn á sjálfan þig og þar af leiðandi dregið þig niður á eitthvert plan sem þú átt alls ekki að vera á. Þú ert með mjög smitandi orku og hefur áhrif á alla sem eru í kringum þig og þegar það er eitthvert álag á taugakerfinu, þá er eins og allt fari í mínus hjá fólkinu sem umgengst þig. Þú hefur þá tilhneigingu til að hafa allt fullkomið og það setur þig í alltof mikla keppni og baráttuhug. Þú þarft að nota lipurð og ljúf orð til að fá fólk til að fylgja þér eftir. Þegar desembermánuður hefst, þá ertu kominn á svo fallegan stað að þér finnst þú vera í himnaríki. Hversu hressandi er það? Þér finnst þú eiga að vera svo skyldurækinn og passa allt í kringum þig en á móti langar þig að æða út í óvissuna og búa til ævintýri. Þú átt eftir að geta sameinað þetta tvennt núna og þá mun ekkert stoppa þig. Þér finnst eins og þú þurfir á ástinni að halda og þess vegna hefurðu lent í þó nokkrum tilfinningaflækjum ef þú ert á lausu. Þú þarft að muna að ástin er auðveld – ef það er ást, þá smellur hún og þú þarft ekki að hafa neinar áhyggjur. En ef það er mikil vitleysa í kringum ástina hjá þér, þá ertu ekki á réttri leið. Ástin á að hjálpa þér að gera þig sterkari en ekki hindra þig, þá missirðu taktinn. Það munu ekki allir verða ánægðir með þær ákvarðanir sem þú tekur næstu tvo mánuði en þú getur ekki látið öllum líka vel við þig. Þú þarft að magna þinn dásamlega karakter upp og þegar þú skilur það, þá sérðu að þessi ferð útí óvissuna mun færa þér svo miklu betri tíð og þú verður svo ánægður með sjálfan þig – og það er það eina sem þú þarft til að halda í hamingjuna. Frægir Tvíburar: Ragnar Sigurðsson landsliðsmaður, Örn Árnason leikari, Óli Geir Jónsson plötusnúður, Bjarni töframaður, Hrund Þórsdóttir fréttakona, Össur Skarphéðinsson húmoristi, Johnny Depp leikari, Páll Magnússon fjölmiðlamaður, Kjartan Atli Kjartansson lífsspekúlant, Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari, Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, Andri Freyr útvarpsmaður og Lýðveldið Ísland, Donald Trump, Þórarinn Þórarinsson blaðamaður.
Donald Trump Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun „Hann var bara draumur“ Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Fleiri fréttir „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Sjá meira