Sómakennd samfélags Hildur Björnsdóttir skrifar 4. nóvember 2016 07:00 Það er ekki til mikils mælst að þið skipuleggið ykkur betur,“ mælti foreldrið við leikskólakennarann. Aðrir foreldrar tóku undir. ,,Svo mættuð þið taka fleiri myndir af börnunum okkar,“ hnýtti argur aftan við. Það var augljós óánægja á foreldrafundinum. Skilaboðin skýr. Kennarar undirmannaðs leikskóla skyldu gyrða sig í brók. Verðmætamat samfélagsins er undarlegt. Fáar starfsstéttir eru samfélaginu mikilvægari en heilbrigðisstarfsfólk og kennarar. Við gerum miklar kröfur um frammistöðu og árangur – en greiðum endurgjald í mótsögn við kröfurnar – og ósamræmi við mikilvægið. Daglega felum við leik- og grunnskólakennurum umsjá okkar helstu verðmæta – barnanna okkar. Við felum þeim uppeldi þeirra, umönnun og fræðslu. Felum þeim að skapa undirstöður fyrir framtíðina alla. Fyrir þjónustuna greiðist smálegt endurgjald. Daglega felum við bankastarfsmönnum umsjá peninganna okkar. Við felum þeim að varðveita þá, kannski fjárfesta og ávaxta. Fyrir þjónustuna greiðist veglegt endurgjald. Við höldum því fram að börnin okkar verði ekki metin til fjár. Ekkert sé þeim verðmætara né verðmeira. Samt viljum við lítið greiða fyrir varðveislu þeirra – og setjum hærri verðmiða á peningagæslu en barnagæslu. Ég skammast mín fyrir það litla gjald sem ég greiði fyrir gæslu barnanna minna. Ég skammast mín fyrir laun kennara þeirra. Ég skammast mín fyrir þá foreldra sem skammast í kennurum á undirmönnuðum leikskólum – gera kröfur til fólks sem fær dónalegt endurgjald fyrir vinnu sína. Ég skammast mín fyrir verðmætamat samfélagsins, sem ég vona að okkur lánist sómakennd til að breyta.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Björnsdóttir Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun
Það er ekki til mikils mælst að þið skipuleggið ykkur betur,“ mælti foreldrið við leikskólakennarann. Aðrir foreldrar tóku undir. ,,Svo mættuð þið taka fleiri myndir af börnunum okkar,“ hnýtti argur aftan við. Það var augljós óánægja á foreldrafundinum. Skilaboðin skýr. Kennarar undirmannaðs leikskóla skyldu gyrða sig í brók. Verðmætamat samfélagsins er undarlegt. Fáar starfsstéttir eru samfélaginu mikilvægari en heilbrigðisstarfsfólk og kennarar. Við gerum miklar kröfur um frammistöðu og árangur – en greiðum endurgjald í mótsögn við kröfurnar – og ósamræmi við mikilvægið. Daglega felum við leik- og grunnskólakennurum umsjá okkar helstu verðmæta – barnanna okkar. Við felum þeim uppeldi þeirra, umönnun og fræðslu. Felum þeim að skapa undirstöður fyrir framtíðina alla. Fyrir þjónustuna greiðist smálegt endurgjald. Daglega felum við bankastarfsmönnum umsjá peninganna okkar. Við felum þeim að varðveita þá, kannski fjárfesta og ávaxta. Fyrir þjónustuna greiðist veglegt endurgjald. Við höldum því fram að börnin okkar verði ekki metin til fjár. Ekkert sé þeim verðmætara né verðmeira. Samt viljum við lítið greiða fyrir varðveislu þeirra – og setjum hærri verðmiða á peningagæslu en barnagæslu. Ég skammast mín fyrir það litla gjald sem ég greiði fyrir gæslu barnanna minna. Ég skammast mín fyrir laun kennara þeirra. Ég skammast mín fyrir þá foreldra sem skammast í kennurum á undirmönnuðum leikskólum – gera kröfur til fólks sem fær dónalegt endurgjald fyrir vinnu sína. Ég skammast mín fyrir verðmætamat samfélagsins, sem ég vona að okkur lánist sómakennd til að breyta.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu