Ólík í einrúmi Bjarni Karlsson skrifar 2. nóvember 2016 15:45 Hvað á að gera þegar kosningar hafa farið fram, enginn skilur úrslitin og þjóðinni líður eins og hún sé margar þjóðir? Er ekki tryggast að hverfa bara aftur að fyrri iðju; ræða við fb-vinina sem allir eru meira svona eins og maður þekkir, hringsóla bara áfram í sömu kunningjaiðunni, líta inn á gömlu staðina í raf- og raunheimum þar sem fólk eins og maður sjálfur iðkar sína íþrótt, sækir sinn klúbb, kaupir sína vöru kinkandi kolli hvað til annars í góðu samkomulagi um að vera ekki með vesen? Erum við ekki bara öll sátt við að halda áfram að smjúga lipurlega fram hjá hvert öðru í umferðinni, á gangstéttinni, vinnustöðum og skólum, torgum og kringlum án þess að vera neitt að gera nema skiptast á verðmætum? Erum við ekki öll sammála um að vera umburðarlynd og fella enga dóma í þeim skilningi að við deilum vörum og þjónustu jafnt til allra eftir efnahag en pössum að deila ekki hugsunum okkar? Þannig hittum við ókunnugt fólk innan okkar lífsstíls-sviga og tilheyrum án þess að vera eitthvað að segja sögu okkar eða spyrja að lífsskoðunum því það er ósmekklegt. Og svo sleppum við því að tala um réttlæti, það skilur enginn hvort eð er. Þess í stað tölum við bara um hagsmuni og ráðum stjórnmálamenn sem erindreka vissra hópa. Loks pössum við að börnin okkar bragði ekki á lífsskoðunum eða trú heldur sé allt þess háttar (eins og líka fjármál einkafyrirtækja og annað sem ekki á erindi við almannarýmið) vandlega geymt í einkarýminu. Þannig fáum við lipurt og rekstrarvænt þjóðfélag sem er fullt af umburðarlyndu fólki sem skilur ekki hvað annað en er frjálst að því að vera ólíkt í einrúmi. Er það ekki fjölmenning og allir græða? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Karlsson Mest lesið Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Sönnun um framlag hælisleitanda til íslensks samfélags Toshiki Toma Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi mega lögum samkvæmt ekki eiga viðskipti við Rapyd Björn B Björnsson Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ekki sprengja börn! Ellen Calmon Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun
Hvað á að gera þegar kosningar hafa farið fram, enginn skilur úrslitin og þjóðinni líður eins og hún sé margar þjóðir? Er ekki tryggast að hverfa bara aftur að fyrri iðju; ræða við fb-vinina sem allir eru meira svona eins og maður þekkir, hringsóla bara áfram í sömu kunningjaiðunni, líta inn á gömlu staðina í raf- og raunheimum þar sem fólk eins og maður sjálfur iðkar sína íþrótt, sækir sinn klúbb, kaupir sína vöru kinkandi kolli hvað til annars í góðu samkomulagi um að vera ekki með vesen? Erum við ekki bara öll sátt við að halda áfram að smjúga lipurlega fram hjá hvert öðru í umferðinni, á gangstéttinni, vinnustöðum og skólum, torgum og kringlum án þess að vera neitt að gera nema skiptast á verðmætum? Erum við ekki öll sammála um að vera umburðarlynd og fella enga dóma í þeim skilningi að við deilum vörum og þjónustu jafnt til allra eftir efnahag en pössum að deila ekki hugsunum okkar? Þannig hittum við ókunnugt fólk innan okkar lífsstíls-sviga og tilheyrum án þess að vera eitthvað að segja sögu okkar eða spyrja að lífsskoðunum því það er ósmekklegt. Og svo sleppum við því að tala um réttlæti, það skilur enginn hvort eð er. Þess í stað tölum við bara um hagsmuni og ráðum stjórnmálamenn sem erindreka vissra hópa. Loks pössum við að börnin okkar bragði ekki á lífsskoðunum eða trú heldur sé allt þess háttar (eins og líka fjármál einkafyrirtækja og annað sem ekki á erindi við almannarýmið) vandlega geymt í einkarýminu. Þannig fáum við lipurt og rekstrarvænt þjóðfélag sem er fullt af umburðarlyndu fólki sem skilur ekki hvað annað en er frjálst að því að vera ólíkt í einrúmi. Er það ekki fjölmenning og allir græða?
Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi mega lögum samkvæmt ekki eiga viðskipti við Rapyd Björn B Björnsson Skoðun
Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi mega lögum samkvæmt ekki eiga viðskipti við Rapyd Björn B Björnsson Skoðun