VR krefst þess að ákvörðun kjararáðs verði dregin til baka Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 1. nóvember 2016 16:07 Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR. Stjórn stéttarfélagsin VR krefst þess að úrskurður kjararáðs um laun ráðherra, alþingismanna og forseta Íslands, verði tafarlaust dreginn tilbaka. Vill VR að það verði fyrsta verk nýs Alþingis að draga úrskurðinn til baka og endurskoða reglur um kjararáð. Með ákvörðun kjararáðs hækka grunnlaun þingmanna, svokallað þingfararkaup, úr 762.940 krónum á mánuði í 1.101.194 krónur á mánuði. Þá fá ráðherrar og forseti einnig ríflega launahækkun samkvæmt úrskurði kjararáðs. Töluverðar reiði gætir í samfélaginu vegnar ákvörðunar kjararáðs og hafa alþingismenn og verkalýðsfélög kallað eftir endurskoðun á úrskurðinum. Í tilkynningu frá VR segir að rök kjararáðs fyrir þessum hækkunum duga engan veginn til að réttlæta úrskurð ráðsins. Stjórnvöld verði að ganga á undan með góðu fordæmi og sýna ábyrgð og hógværð í launahækkunum eins og stöðugt er sagt við almenna launamenn. „Ef þessi hækkun á að standa óbreytt er hið opinbera að senda íslensku launafólki skýr skilaboð. Með því eru þau að hafna samvinnu um nýtt kjarasamningalíkan sem stefnir að stöðugleika og auknum kaupmætti en bjóða þess í stað upp í dans endalauss höfrungahlaups launahækkana og óðaverðbólgu,“ segir í tilkynningunni. Það sé því krafa VR að fyrsta verk nýs Alþingis verði að draga þennan úrskurð til baka og endurskoða reglur um kjararáð. Kjaramál Kjararáð Tengdar fréttir Brynjar um launahækkanir þingmanna: „Finnst þetta hið besta mál“ Gerir ráð fyrir að ákvörðun kjararáðs sé í samræmi við lög og reglur almenna launahækkun í landinu. 1. nóvember 2016 10:59 BSRB segir ákvörðun kjararáðs auka á ójöfnuð í landinu BSRB mótmælir harðlega ákvörðun kjararáðs að hækka laun þingmanna, ráðherra og forseta Íslands og skorar á ráðið að endurskoða ákvörðun sína. 1. nóvember 2016 13:46 Hamslaus reiði á Facebook vegna ákvörðunar Kjararáðs Uppúr sauð á samfélagsmiðlum þegar fréttist af rausnarlegum launahækkunum æðstu opinberu starfsmanna. 1. nóvember 2016 10:13 Formaður kjararáðs neitar að tjá sig Skýrt í lögum um kjararáð að það skuli ávallt taka tillit til almennrar þróunar kjaramála á vinnumarkaði. 1. nóvember 2016 14:13 1,1 milljón á mánuði í þingfararkaup segir ekki alla söguna Kjararáð hækkaði laun alþingismanna um 45 prósent með ákvörðun sinni á sjálfan kjördag, eða þann 29. október síðastliðinn. 1. nóvember 2016 13:45 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Fleiri fréttir Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Sjá meira
Stjórn stéttarfélagsin VR krefst þess að úrskurður kjararáðs um laun ráðherra, alþingismanna og forseta Íslands, verði tafarlaust dreginn tilbaka. Vill VR að það verði fyrsta verk nýs Alþingis að draga úrskurðinn til baka og endurskoða reglur um kjararáð. Með ákvörðun kjararáðs hækka grunnlaun þingmanna, svokallað þingfararkaup, úr 762.940 krónum á mánuði í 1.101.194 krónur á mánuði. Þá fá ráðherrar og forseti einnig ríflega launahækkun samkvæmt úrskurði kjararáðs. Töluverðar reiði gætir í samfélaginu vegnar ákvörðunar kjararáðs og hafa alþingismenn og verkalýðsfélög kallað eftir endurskoðun á úrskurðinum. Í tilkynningu frá VR segir að rök kjararáðs fyrir þessum hækkunum duga engan veginn til að réttlæta úrskurð ráðsins. Stjórnvöld verði að ganga á undan með góðu fordæmi og sýna ábyrgð og hógværð í launahækkunum eins og stöðugt er sagt við almenna launamenn. „Ef þessi hækkun á að standa óbreytt er hið opinbera að senda íslensku launafólki skýr skilaboð. Með því eru þau að hafna samvinnu um nýtt kjarasamningalíkan sem stefnir að stöðugleika og auknum kaupmætti en bjóða þess í stað upp í dans endalauss höfrungahlaups launahækkana og óðaverðbólgu,“ segir í tilkynningunni. Það sé því krafa VR að fyrsta verk nýs Alþingis verði að draga þennan úrskurð til baka og endurskoða reglur um kjararáð.
Kjaramál Kjararáð Tengdar fréttir Brynjar um launahækkanir þingmanna: „Finnst þetta hið besta mál“ Gerir ráð fyrir að ákvörðun kjararáðs sé í samræmi við lög og reglur almenna launahækkun í landinu. 1. nóvember 2016 10:59 BSRB segir ákvörðun kjararáðs auka á ójöfnuð í landinu BSRB mótmælir harðlega ákvörðun kjararáðs að hækka laun þingmanna, ráðherra og forseta Íslands og skorar á ráðið að endurskoða ákvörðun sína. 1. nóvember 2016 13:46 Hamslaus reiði á Facebook vegna ákvörðunar Kjararáðs Uppúr sauð á samfélagsmiðlum þegar fréttist af rausnarlegum launahækkunum æðstu opinberu starfsmanna. 1. nóvember 2016 10:13 Formaður kjararáðs neitar að tjá sig Skýrt í lögum um kjararáð að það skuli ávallt taka tillit til almennrar þróunar kjaramála á vinnumarkaði. 1. nóvember 2016 14:13 1,1 milljón á mánuði í þingfararkaup segir ekki alla söguna Kjararáð hækkaði laun alþingismanna um 45 prósent með ákvörðun sinni á sjálfan kjördag, eða þann 29. október síðastliðinn. 1. nóvember 2016 13:45 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Fleiri fréttir Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Sjá meira
Brynjar um launahækkanir þingmanna: „Finnst þetta hið besta mál“ Gerir ráð fyrir að ákvörðun kjararáðs sé í samræmi við lög og reglur almenna launahækkun í landinu. 1. nóvember 2016 10:59
BSRB segir ákvörðun kjararáðs auka á ójöfnuð í landinu BSRB mótmælir harðlega ákvörðun kjararáðs að hækka laun þingmanna, ráðherra og forseta Íslands og skorar á ráðið að endurskoða ákvörðun sína. 1. nóvember 2016 13:46
Hamslaus reiði á Facebook vegna ákvörðunar Kjararáðs Uppúr sauð á samfélagsmiðlum þegar fréttist af rausnarlegum launahækkunum æðstu opinberu starfsmanna. 1. nóvember 2016 10:13
Formaður kjararáðs neitar að tjá sig Skýrt í lögum um kjararáð að það skuli ávallt taka tillit til almennrar þróunar kjaramála á vinnumarkaði. 1. nóvember 2016 14:13
1,1 milljón á mánuði í þingfararkaup segir ekki alla söguna Kjararáð hækkaði laun alþingismanna um 45 prósent með ákvörðun sinni á sjálfan kjördag, eða þann 29. október síðastliðinn. 1. nóvember 2016 13:45