Toyota Hilux AT35 senn boðinn á öllum mörkuðum í Evrópu Finnur Thorlacius skrifar 1. nóvember 2016 13:01 Toyota Hilux AT35 breyttur er ári vígalegur bíll. Á atvinnubílasýningunni í Hannover í Þýskalandi í lok október frumsýndu Toyota og Arctic Trucks sameiginlega nýjan Toyota Hilux Double Cab pallbíl með svokallaðri AT35 breytingu. Í grundvallaratriðum felur hún í sér sömu aðgerðir og gerðar eru á öðrum bílum frá Arctic Trucks sem hannaðir eru til notkunar á heimskautasvæðum, en fyrirtækin hafa unnið náið saman í nærri tvo áratugi að breytingum og markaðssetningu á breyttum Toyota Hilux og Land Cruiser jeppum. Helstu kostir breytingarinnar á Toyota Hilux AT35 eru stærri dekk, endurhönnuð fjöðrun til að bæta aksturseiginleika og hækkun undir lægsta punkt til að auka drif- og akstursgetu við erfiðar aðstæður, svo sem í snjó og drullu. Ekki bara Noregur, Rússland og ÍslandAuk nýrrar ásýndar og spennandi útlits sem AT35 framkallar eru helstu kostir breytingarinnar þeir að bíllinn hentar við mun breiðari aðstæður en óbreyttur. Það á við hvort sem bíllinn er notaður til daglegra nota innanbæjar, í atvinnurekstri eða sem þægilegur fjölskyldubíll sem nota má við margbreytilegar aðstæður á láglendi sem hálendi, allt eftir áhugamálunum hverju sinni. Toyota Hilux AT35 sem sýndur var í Hannover hefur verið boðinn til sölu í Rússlandi frá 2015 en er nú einnig fáanlegur hér á landi og í Noregi. Um þessar mundir er unnið að skráningu á breytingu bílsins fyrir Evrópumarkað sem gert er ráð fyrir að klárist fyrir árslok. Er þess að vænta að frá og með ársbyrjun 2017 verði Toyota Hilux AT35 fáanlegur á öllum mörkuðum í Evrópu.Pólfarar frá árinu 1987Samstarf Toyota og Arctic Trucks má rekja allt aftur til ársins 1987 þegar hugmynd um að senda tvo mikið breytta Land Cruiser 80 bíla ásamt íslenskum ökumönnum með sænsku pólstofnuninni til Suðurskautslandsins varð að veruleika. Þar voru bílarnir notaðir við afar erfiðar aðstæður til flutninga og vísindarannsókna og var þetta jafnframt í fyrsta sinn sem bílar voru notaðir á Suðurskautslandinu. Leiðangurinn sýndi fram á að mun hagkvæmara er að notast við bíla en snjóbeltabíla og er þessi samgöngumáti nú fyrsta val þeirra sem hyggja á erfiða leiðangra, bæði á Suðurskautslandinu og Norðurheimsskautssvæðinu þar sem bílar frá Arctic Trucks hafa einnig verið notaðir við hinar erfiðustu og köldustu aðstæður.Mikil sérþekkingFrá því að ævintýrið hófst hefur starfsfólk Arctic Truck byggt upp mikla og einstaka sérþekkingu á þessu sviði sem hefur frá upphafi haft að leiðarljósi að bæta aksturseiginleika og öryggi breyttra bíla, hvort sem er við notkun innanbæjar eða við erfiðar aðstæður á jöklum eða hálendisslóðum. Starfsmenn Arctic Trucks hafa tekið þátt í fjölmörgum leiðöngrum og skilja því frá fyrstu hendi þær áskoranir sem bílarnir þurfa að geta mætt. Þessi þekking og reynsla hefur gert fyrirtækinu kleift að bjóða bíla sem mætt geta erfiðari aðstæðum en nokkur annar aðili á markaðnum. Bílum Arctic Trucks hefur verið ekið á báða pólana, þeir hafa verið notaðir í ferð stjórnenda Top Gear á Norður-Segulpólinn og í fjölmörgum ferðum á Suðurskautslandinu. Þar er nú staðsettur floti bíla frá Arctic Trucks sem notaður er af vísindamönnum á svæði þar sem ríkja einhverjar erfiðustu veðurfarslegu aðstæður í heiminum. Þess má geta að ökumenn á bílum Arctic Trucks settu heimsmet árið 2010 er þeir óku á Suðurpólinn hraðar en nokkuð farartæki hafði áður gert. Auk Íslands starfrækir fyrirtækið starfsstöðvar í Noregi, Bretlandi, Rússlandi, Póllandi, Finnlandi og Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Erlent
Á atvinnubílasýningunni í Hannover í Þýskalandi í lok október frumsýndu Toyota og Arctic Trucks sameiginlega nýjan Toyota Hilux Double Cab pallbíl með svokallaðri AT35 breytingu. Í grundvallaratriðum felur hún í sér sömu aðgerðir og gerðar eru á öðrum bílum frá Arctic Trucks sem hannaðir eru til notkunar á heimskautasvæðum, en fyrirtækin hafa unnið náið saman í nærri tvo áratugi að breytingum og markaðssetningu á breyttum Toyota Hilux og Land Cruiser jeppum. Helstu kostir breytingarinnar á Toyota Hilux AT35 eru stærri dekk, endurhönnuð fjöðrun til að bæta aksturseiginleika og hækkun undir lægsta punkt til að auka drif- og akstursgetu við erfiðar aðstæður, svo sem í snjó og drullu. Ekki bara Noregur, Rússland og ÍslandAuk nýrrar ásýndar og spennandi útlits sem AT35 framkallar eru helstu kostir breytingarinnar þeir að bíllinn hentar við mun breiðari aðstæður en óbreyttur. Það á við hvort sem bíllinn er notaður til daglegra nota innanbæjar, í atvinnurekstri eða sem þægilegur fjölskyldubíll sem nota má við margbreytilegar aðstæður á láglendi sem hálendi, allt eftir áhugamálunum hverju sinni. Toyota Hilux AT35 sem sýndur var í Hannover hefur verið boðinn til sölu í Rússlandi frá 2015 en er nú einnig fáanlegur hér á landi og í Noregi. Um þessar mundir er unnið að skráningu á breytingu bílsins fyrir Evrópumarkað sem gert er ráð fyrir að klárist fyrir árslok. Er þess að vænta að frá og með ársbyrjun 2017 verði Toyota Hilux AT35 fáanlegur á öllum mörkuðum í Evrópu.Pólfarar frá árinu 1987Samstarf Toyota og Arctic Trucks má rekja allt aftur til ársins 1987 þegar hugmynd um að senda tvo mikið breytta Land Cruiser 80 bíla ásamt íslenskum ökumönnum með sænsku pólstofnuninni til Suðurskautslandsins varð að veruleika. Þar voru bílarnir notaðir við afar erfiðar aðstæður til flutninga og vísindarannsókna og var þetta jafnframt í fyrsta sinn sem bílar voru notaðir á Suðurskautslandinu. Leiðangurinn sýndi fram á að mun hagkvæmara er að notast við bíla en snjóbeltabíla og er þessi samgöngumáti nú fyrsta val þeirra sem hyggja á erfiða leiðangra, bæði á Suðurskautslandinu og Norðurheimsskautssvæðinu þar sem bílar frá Arctic Trucks hafa einnig verið notaðir við hinar erfiðustu og köldustu aðstæður.Mikil sérþekkingFrá því að ævintýrið hófst hefur starfsfólk Arctic Truck byggt upp mikla og einstaka sérþekkingu á þessu sviði sem hefur frá upphafi haft að leiðarljósi að bæta aksturseiginleika og öryggi breyttra bíla, hvort sem er við notkun innanbæjar eða við erfiðar aðstæður á jöklum eða hálendisslóðum. Starfsmenn Arctic Trucks hafa tekið þátt í fjölmörgum leiðöngrum og skilja því frá fyrstu hendi þær áskoranir sem bílarnir þurfa að geta mætt. Þessi þekking og reynsla hefur gert fyrirtækinu kleift að bjóða bíla sem mætt geta erfiðari aðstæðum en nokkur annar aðili á markaðnum. Bílum Arctic Trucks hefur verið ekið á báða pólana, þeir hafa verið notaðir í ferð stjórnenda Top Gear á Norður-Segulpólinn og í fjölmörgum ferðum á Suðurskautslandinu. Þar er nú staðsettur floti bíla frá Arctic Trucks sem notaður er af vísindamönnum á svæði þar sem ríkja einhverjar erfiðustu veðurfarslegu aðstæður í heiminum. Þess má geta að ökumenn á bílum Arctic Trucks settu heimsmet árið 2010 er þeir óku á Suðurpólinn hraðar en nokkuð farartæki hafði áður gert. Auk Íslands starfrækir fyrirtækið starfsstöðvar í Noregi, Bretlandi, Rússlandi, Póllandi, Finnlandi og Sameinuðu arabísku furstadæmunum.
Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Erlent