General Motors tvöfaldar hagnaðinn Finnur Thorlacius skrifar 1. nóvember 2016 12:52 Höfuðstöðvar General Motors í Detroit. Þriðji ársfjórðungur þessa árs var gjöfull fyrir General Motors og tvöfaldaðist hagnaður fyrirtækisins á milli ára og nam 2,77 milljörðum dollara, eða 318 milljarðar króna. Að auki var velta GM á ársfjórðungnum sú mesta frá hruni og var hún 10% meiri en í fyrra. Sala bíla GM gekk afar vel í heimalandinu Bandaríkjunum, en einnig var mikil söluaukning í Kína. Salan í Evrópu og S-Ameríku gekk ekki eins vel og dró aðeins úr hagnaði GM. Hagnaður GM nam 1,72 dollar á hvern hlut í fyrirtækinu og fór næstum því 20% framúr spám kaupahéðna á Wall Street. Ef til vill kemur þessi góða niðurstaða til með að hækka hlutabréfaverð í GM, en stjórnendur þess hafa furðað sig á lágu gengi hlutabréfaverðs í fyrirtækinu þrátt fyrir ágæt uppgjör á síðustu ársfjórðungum. Á meðan hefur hlutabréfaverð í Tesla haldist hátt þrátt fyrir að það hafi aldrei skilað hagnaði. Fiat-Chrysler skilaði einnig uppgjöri fyrir 3. ársfjórðung og nam hann 78 milljörðum króna, en mikill kostnaður við innkallanir höfðu neikvæð áhrif á hagnað Fiat-Chrysler að þessu sinni. Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent
Þriðji ársfjórðungur þessa árs var gjöfull fyrir General Motors og tvöfaldaðist hagnaður fyrirtækisins á milli ára og nam 2,77 milljörðum dollara, eða 318 milljarðar króna. Að auki var velta GM á ársfjórðungnum sú mesta frá hruni og var hún 10% meiri en í fyrra. Sala bíla GM gekk afar vel í heimalandinu Bandaríkjunum, en einnig var mikil söluaukning í Kína. Salan í Evrópu og S-Ameríku gekk ekki eins vel og dró aðeins úr hagnaði GM. Hagnaður GM nam 1,72 dollar á hvern hlut í fyrirtækinu og fór næstum því 20% framúr spám kaupahéðna á Wall Street. Ef til vill kemur þessi góða niðurstaða til með að hækka hlutabréfaverð í GM, en stjórnendur þess hafa furðað sig á lágu gengi hlutabréfaverðs í fyrirtækinu þrátt fyrir ágæt uppgjör á síðustu ársfjórðungum. Á meðan hefur hlutabréfaverð í Tesla haldist hátt þrátt fyrir að það hafi aldrei skilað hagnaði. Fiat-Chrysler skilaði einnig uppgjöri fyrir 3. ársfjórðung og nam hann 78 milljörðum króna, en mikill kostnaður við innkallanir höfðu neikvæð áhrif á hagnað Fiat-Chrysler að þessu sinni.
Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent