Off-venue dagskrá Lífsins á Airwaves Stefán Þór Hjartarson skrifar 1. nóvember 2016 12:00 Airwaves hátíðin verður bara vinsælli og vinsælli og að sama skapi verður off-venue dagskráin sífellt stærri. Vísir/Andri Marinó Sælkerinn Sælkerinn planar off-venue dagskrána sína með maganum og nýtir sér það að margir þeir staðir sem bjóða upp á slíka dagskrá bjóða einnig upp á mat. Árið í ár er sérstaklega gott fyrir sælkerann því að mikil gróska í matsölustöðum og míkróbjórum hefur skapað kjörumhverfi fyrir samblöndu af veislu fyrir bæði eyru og bragðlauka. Sælkerinn byrjar miðvikudaginn í snemmbúnum kvöldverði á Bryggjunni brugghúsi þar sem verður Airwaves matseðill í gangi og IPA sérbruggaður fyrir hátíðina. Sælkerinn nýtur matarins á sama tíma og Úlfur Úlfur spila en þeir byrja klukkan fimm og Hjaltalín tekur við eftir það. Á fimmtudeginum byrjar Airwaves - dagurinn hjá sælkeranum í hádegisverði á ODDSON/Bazaar þar sem hljómsveitirnar Birth Ctrl og Var troða upp og á föstudeginum eru það Hildur og Cyber á sama tíma. Laugardagur og sunnudagur hefjast báðir á brunch, en þar er um ýmislegt að velja. Bryggjan væri góður valkostur á laugardeginum en AmabAdamA, Hildur og Emmsjé Gauti sjá um tónlistina á þeim tíma. Sunnudagurinn er solid brunch á Oddson/Bazaar en sjá asdfhg og Glow RVK um tónana á meðan mat stendur. Ef Sælkerinn er seinn á fætur er það Vörubíll á Prikinu sem startar sunnudeginum.Tónlistarnördið situr sveitt að kynna sér hljómsveitirnar sem enginn hefur heyrt um áður í undirbúningi fyrir Airwaves.Vísir/GettyTónlistarnördið Tónlistarnördið elskar alla tónlist og er gjörsamlega að missa sig úr spennu fyrir Airwaves hátíðinni og þá sérstaklega off-venue tónleikum sem nördið þvælist um eftir vel skipulagðri dagskrá. Tónlistarnördið er sérstaklega hrifið af grasrótinni og útlenskum böndum – sérstaklega hljómsveitum sem enginn hefur heyrt um áður. Nördið verður tíður gestur í Lucky Records en plötubúðin er með gríðarlega öfluga dagskrá sem byrjar mjög snemma í ár. En það er ýmislegt spennandi á öðrum stöðum í bænum. Það er spennandi dagskrá í boði Stelpur rokka! á Loft á miðvikudaginn þar sem ungar og efnilegar stelpur koma fram ásamt vönum böndum eins og t.d. RuGl og Kælan mikla. Á Kex hostel verður KEXP útvarpsstöðin á svæðinu og hellingur af algjörri snilld, til að mynda verða Digable Planets með ókeypis tónleika þar ásamt allskonar forvitnilegu. Um helgina er rosalega þétt dagskrá fyrir tónlistarnördið og það þarf að hlaupa á milli staða eða hreinlega klóna sig. Loft er með þétta dagskrá frá breska plötufyrirtækinu Cannibal Hymns og hinu þýska Shameless/Limitless á laugardaginn. Dillon býður upp á stóra og mikla grasrótar-dagskrá þar sem þungarokk er tæklað nokkuð vel, mikið um upprennandi bönd og laugardagurinn sérstaklega vel skipaður af erlendum böndum. Bryggjan verður einnig með mikið af rjómanum í íslenskri tónlist. Kítón verður með viðamikla dagskrá í Hannesarholti og svo framvegis. Nóg að gerast fyrir nördið.Partíljónið Partíljónið byrjar á Loft á þriðjudeginum og keyrir partíið strax í gang. Prikið er mjög heppilegur staður fyrir partýljónið enda er öll dagskráin þar í seinna laginu – partýljónið er yfirleitt pínu lengi í gang þessa vikuna enda tekur hún á. Þar munu líka allir helstu plötusnúðar bæjarins taka saman við að byrja partíið svo að það er ákaflega hentugt. Bryggjan bíður upp á Airwavesbjórinn og hann er sérstaklega gerður fyrir dagdrykkju - eða drykkju eins og partíljónið kallar það. Þar verða einnig sérstakir kokteilar í boði sem koma ljóninu í næsta gír.Popparinn mætir einungis á tónleika með vinsælum hljómsveitum og hefur ekki áhuga á öðru.Vísir/GettyPopparinn Popparinn vill bara sjá öll heitustu böndin og því algjör plús að gera það ókeypis. Off-venue dagskráin er gjörsamlega stöppuð af öllum vinsælustu hljómsveitum og tónlistarmönnum landsins og því úr nógu að velja. Popparinn má ekki missa af Auður en hann var að koma frá Red bull music academy í Montréal. Hann verður til dæmis á Prikinu og Slippbarnum á miðvikudag og fimmtudag. Hildur og Karó gera báðar afar vandað popp, Hildur hefur verið spiluð í döðlur og Karó verður þá bráðlega. Glowie verður rosalega dugleg að spila off-venue og hún verður til dæmis með litla „VIP“ tónleika í boði Nordic Playlist á fimmtudaginn. Úlfur Úlfur, Emmsjé Gauti, Aron Can, Sturla Atlas, Cyber og fleiri stór nöfn í íslensku rappi verða hér og þar alla vikuna og Popparinn getur ekki annað en mætt á öll þessi bönd til að standa undir nafni - enda er íslenska rappsenan löngu búin að taka við kyndlinum sem vinsælasta tónlistarstefnan á landinu. Digable planets á Kex er eitthvað sem popparinn getur ekki misst af, en sveitin verður þar klukkan hálf fjögur á föstudaginn og líklega stærsta erlenda nafnið sem ætlar að spila off-venue. Airwaves Mest lesið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið Selena Gomez giftist Benny Blanco Lífið Ætla að syngja sig hás og dansa við Komdu um jólin Lífið samstarf Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Lífið Ellefu ára læðan Lúsí ein eftir í heimilisleit hjá Kattholti Lífið Serumið sem snýr öldrun húðarinnar við Lífið samstarf Laddi 75 ára: Skapar nýja karaktera í lyftuspeglum Lífið Fleiri fréttir Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Sjá meira
Sælkerinn Sælkerinn planar off-venue dagskrána sína með maganum og nýtir sér það að margir þeir staðir sem bjóða upp á slíka dagskrá bjóða einnig upp á mat. Árið í ár er sérstaklega gott fyrir sælkerann því að mikil gróska í matsölustöðum og míkróbjórum hefur skapað kjörumhverfi fyrir samblöndu af veislu fyrir bæði eyru og bragðlauka. Sælkerinn byrjar miðvikudaginn í snemmbúnum kvöldverði á Bryggjunni brugghúsi þar sem verður Airwaves matseðill í gangi og IPA sérbruggaður fyrir hátíðina. Sælkerinn nýtur matarins á sama tíma og Úlfur Úlfur spila en þeir byrja klukkan fimm og Hjaltalín tekur við eftir það. Á fimmtudeginum byrjar Airwaves - dagurinn hjá sælkeranum í hádegisverði á ODDSON/Bazaar þar sem hljómsveitirnar Birth Ctrl og Var troða upp og á föstudeginum eru það Hildur og Cyber á sama tíma. Laugardagur og sunnudagur hefjast báðir á brunch, en þar er um ýmislegt að velja. Bryggjan væri góður valkostur á laugardeginum en AmabAdamA, Hildur og Emmsjé Gauti sjá um tónlistina á þeim tíma. Sunnudagurinn er solid brunch á Oddson/Bazaar en sjá asdfhg og Glow RVK um tónana á meðan mat stendur. Ef Sælkerinn er seinn á fætur er það Vörubíll á Prikinu sem startar sunnudeginum.Tónlistarnördið situr sveitt að kynna sér hljómsveitirnar sem enginn hefur heyrt um áður í undirbúningi fyrir Airwaves.Vísir/GettyTónlistarnördið Tónlistarnördið elskar alla tónlist og er gjörsamlega að missa sig úr spennu fyrir Airwaves hátíðinni og þá sérstaklega off-venue tónleikum sem nördið þvælist um eftir vel skipulagðri dagskrá. Tónlistarnördið er sérstaklega hrifið af grasrótinni og útlenskum böndum – sérstaklega hljómsveitum sem enginn hefur heyrt um áður. Nördið verður tíður gestur í Lucky Records en plötubúðin er með gríðarlega öfluga dagskrá sem byrjar mjög snemma í ár. En það er ýmislegt spennandi á öðrum stöðum í bænum. Það er spennandi dagskrá í boði Stelpur rokka! á Loft á miðvikudaginn þar sem ungar og efnilegar stelpur koma fram ásamt vönum böndum eins og t.d. RuGl og Kælan mikla. Á Kex hostel verður KEXP útvarpsstöðin á svæðinu og hellingur af algjörri snilld, til að mynda verða Digable Planets með ókeypis tónleika þar ásamt allskonar forvitnilegu. Um helgina er rosalega þétt dagskrá fyrir tónlistarnördið og það þarf að hlaupa á milli staða eða hreinlega klóna sig. Loft er með þétta dagskrá frá breska plötufyrirtækinu Cannibal Hymns og hinu þýska Shameless/Limitless á laugardaginn. Dillon býður upp á stóra og mikla grasrótar-dagskrá þar sem þungarokk er tæklað nokkuð vel, mikið um upprennandi bönd og laugardagurinn sérstaklega vel skipaður af erlendum böndum. Bryggjan verður einnig með mikið af rjómanum í íslenskri tónlist. Kítón verður með viðamikla dagskrá í Hannesarholti og svo framvegis. Nóg að gerast fyrir nördið.Partíljónið Partíljónið byrjar á Loft á þriðjudeginum og keyrir partíið strax í gang. Prikið er mjög heppilegur staður fyrir partýljónið enda er öll dagskráin þar í seinna laginu – partýljónið er yfirleitt pínu lengi í gang þessa vikuna enda tekur hún á. Þar munu líka allir helstu plötusnúðar bæjarins taka saman við að byrja partíið svo að það er ákaflega hentugt. Bryggjan bíður upp á Airwavesbjórinn og hann er sérstaklega gerður fyrir dagdrykkju - eða drykkju eins og partíljónið kallar það. Þar verða einnig sérstakir kokteilar í boði sem koma ljóninu í næsta gír.Popparinn mætir einungis á tónleika með vinsælum hljómsveitum og hefur ekki áhuga á öðru.Vísir/GettyPopparinn Popparinn vill bara sjá öll heitustu böndin og því algjör plús að gera það ókeypis. Off-venue dagskráin er gjörsamlega stöppuð af öllum vinsælustu hljómsveitum og tónlistarmönnum landsins og því úr nógu að velja. Popparinn má ekki missa af Auður en hann var að koma frá Red bull music academy í Montréal. Hann verður til dæmis á Prikinu og Slippbarnum á miðvikudag og fimmtudag. Hildur og Karó gera báðar afar vandað popp, Hildur hefur verið spiluð í döðlur og Karó verður þá bráðlega. Glowie verður rosalega dugleg að spila off-venue og hún verður til dæmis með litla „VIP“ tónleika í boði Nordic Playlist á fimmtudaginn. Úlfur Úlfur, Emmsjé Gauti, Aron Can, Sturla Atlas, Cyber og fleiri stór nöfn í íslensku rappi verða hér og þar alla vikuna og Popparinn getur ekki annað en mætt á öll þessi bönd til að standa undir nafni - enda er íslenska rappsenan löngu búin að taka við kyndlinum sem vinsælasta tónlistarstefnan á landinu. Digable planets á Kex er eitthvað sem popparinn getur ekki misst af, en sveitin verður þar klukkan hálf fjögur á föstudaginn og líklega stærsta erlenda nafnið sem ætlar að spila off-venue.
Airwaves Mest lesið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið Selena Gomez giftist Benny Blanco Lífið Ætla að syngja sig hás og dansa við Komdu um jólin Lífið samstarf Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Lífið Ellefu ára læðan Lúsí ein eftir í heimilisleit hjá Kattholti Lífið Serumið sem snýr öldrun húðarinnar við Lífið samstarf Laddi 75 ára: Skapar nýja karaktera í lyftuspeglum Lífið Fleiri fréttir Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Sjá meira