Hvíldarinnlögnin Snærós Sindradóttir skrifar 19. nóvember 2016 07:00 Það er svo mikilvægt að leggja sig. Við Íslendingar gerum svo tilfinnanlega lítið af því að þegar ég gúgglaði þennan uppáhalds frasa minn sýndu fyrstu leitarniðurstöðurnar fimm leiðir til að létta sig. Þar á eftir komu ótrúlega margar greinar um að leggja sig fram eða leggja eitthvað ægilegt á sig. Þrauka. En þessi grein er ekki um að leggja sig fram, böðlast áfram sama hvað tautar eða raular, gefast aldrei upp fyrir neinu eða láta ekki undan fyrr en í fulla hnefana. Þessi grein er um að leggja sig. Þetta dásamlega augnablik þegar börnin eru orðin nógu stór til að horfa sjálf á barnatímann án þess að maður sitji sjálfur glaseygður og úfinn við sjónvarpstækið á sunnudagsmorgni. Þegar maður gefur skít í vinnuna og finnur að nóg sé komið í bili. Þegar maður ákveður að það þurfi hvorki að bjóða í kaffi né fara í kaffi til stórfjölskyldunnar í frítímanum. Þegar maður skrópar í ræktinni. Samviskubitslaus hvíldarinnlögn í svefnherbergið eða sófann. Það er svo mikilvægt að leggja sig því annars tekur maður alla slagina. Trompast á netinu yfir sakleysislegum mismælum þingmanna eða klaufalegu orðalagi í frétt hjá einhverjum blaðamanni. Sendir Velvakandabréf í Moggann af því einhver svínaði í hringtorginu eða skrifar lærða grein á netið um að allir séu fávitar, nema maður sjálfur. Ef maður ekki leggur sig verða öll smámálin samdauna stóru málunum. Þegar ég verð vitni að slíku upphlaupi og þegar menn fara offari af litlu tilefni. Þegar fólk boltar sig og benslar fast á háan hest vandlætingarinnar. Þá hugsa ég af fyllsta kærleik til þeirra: Æ, góði besti leggðu þig.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Snærós Sindradóttir Mest lesið Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun
Það er svo mikilvægt að leggja sig. Við Íslendingar gerum svo tilfinnanlega lítið af því að þegar ég gúgglaði þennan uppáhalds frasa minn sýndu fyrstu leitarniðurstöðurnar fimm leiðir til að létta sig. Þar á eftir komu ótrúlega margar greinar um að leggja sig fram eða leggja eitthvað ægilegt á sig. Þrauka. En þessi grein er ekki um að leggja sig fram, böðlast áfram sama hvað tautar eða raular, gefast aldrei upp fyrir neinu eða láta ekki undan fyrr en í fulla hnefana. Þessi grein er um að leggja sig. Þetta dásamlega augnablik þegar börnin eru orðin nógu stór til að horfa sjálf á barnatímann án þess að maður sitji sjálfur glaseygður og úfinn við sjónvarpstækið á sunnudagsmorgni. Þegar maður gefur skít í vinnuna og finnur að nóg sé komið í bili. Þegar maður ákveður að það þurfi hvorki að bjóða í kaffi né fara í kaffi til stórfjölskyldunnar í frítímanum. Þegar maður skrópar í ræktinni. Samviskubitslaus hvíldarinnlögn í svefnherbergið eða sófann. Það er svo mikilvægt að leggja sig því annars tekur maður alla slagina. Trompast á netinu yfir sakleysislegum mismælum þingmanna eða klaufalegu orðalagi í frétt hjá einhverjum blaðamanni. Sendir Velvakandabréf í Moggann af því einhver svínaði í hringtorginu eða skrifar lærða grein á netið um að allir séu fávitar, nema maður sjálfur. Ef maður ekki leggur sig verða öll smámálin samdauna stóru málunum. Þegar ég verð vitni að slíku upphlaupi og þegar menn fara offari af litlu tilefni. Þegar fólk boltar sig og benslar fast á háan hest vandlætingarinnar. Þá hugsa ég af fyllsta kærleik til þeirra: Æ, góði besti leggðu þig.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun