Finnst gaman að útskýra fyrir öðrum Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 20. nóvember 2016 08:45 Julia og Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti. Vigdís var verndari verðlaunanna og afhenti þau við hátíðlega athöfn í Norðurljósasal Hörpu. Mynd/Sigrún Björnsdóttir Julia Newel var ein þeirra 57 reykvísku grunnskólanemenda sem hlutu Íslenskuverðlaun unga fólksins í bókmenntaborginni Reykjavík á degi íslenskrar tungu. Julia er tólf ára nemandi í Fellaskóla í Breiðholti. Hún fékk verðlaunin fyrir að taka stöðugum framförum og búa yfir ákveðinni færni í ræðu og riti sem skarar fram úr, ásamt því að túlka fyrir pólska samnemendur sína. Hún var að vonum glöð þegar hún tók við verðlaununum. „Mér fannst það gaman. Ég er stolt yfir því að hafa verið valin,“ segir hún. Julia fæddist á Íslandi og þó hún sé svona góð í íslensku þá er stærðfræði uppáhaldsfag hennar í skólanum. Skyldi hún fara oft til Póllands. „Mamma og pabbi eru bæði frá Póllandi og ég hef farið þangað á hverju ári síðan ég fæddist. Ég fór þangað til dæmis í sumar, hitti fjölskylduna mína og gerði margt skemmtilegt.“ Spurð hverrar þjóðar bestu vinir hennar séu svarar Julia: „Þeir eru frá mörgum löndum. Í bekknum mínum eru krakkar frá tíu löndum.“ Helsta áhugamál Juliu er dans. „Ég æfi dans í World Class,“ upplýsir hún og bætir við: „En eitt af því sem einkennir mig er að ég er mjög tapsár. Þess vegna finnst mér mikilvægt að læra vel fyrir próf því mig langar að fá háar einkunnir.“ Miðað við vitnisburðinn sem vísað er til í byrjun um að Julia sé dugleg að túlka fyrir pólska samnemendur sína kemur ekki á óvart hvað hana langar að verða þegar hún verður stór og af hverju. „Mig langar að verða kennari því mér finnst gaman að tala. Og þegar ég er búin að læra eitthvað vel finnst mér gaman að útskýra það fyrir öðrum.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 19. nóvember 2016. Lífið Mest lesið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Tónlist Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Lífið Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt Tónlist Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira
Julia Newel var ein þeirra 57 reykvísku grunnskólanemenda sem hlutu Íslenskuverðlaun unga fólksins í bókmenntaborginni Reykjavík á degi íslenskrar tungu. Julia er tólf ára nemandi í Fellaskóla í Breiðholti. Hún fékk verðlaunin fyrir að taka stöðugum framförum og búa yfir ákveðinni færni í ræðu og riti sem skarar fram úr, ásamt því að túlka fyrir pólska samnemendur sína. Hún var að vonum glöð þegar hún tók við verðlaununum. „Mér fannst það gaman. Ég er stolt yfir því að hafa verið valin,“ segir hún. Julia fæddist á Íslandi og þó hún sé svona góð í íslensku þá er stærðfræði uppáhaldsfag hennar í skólanum. Skyldi hún fara oft til Póllands. „Mamma og pabbi eru bæði frá Póllandi og ég hef farið þangað á hverju ári síðan ég fæddist. Ég fór þangað til dæmis í sumar, hitti fjölskylduna mína og gerði margt skemmtilegt.“ Spurð hverrar þjóðar bestu vinir hennar séu svarar Julia: „Þeir eru frá mörgum löndum. Í bekknum mínum eru krakkar frá tíu löndum.“ Helsta áhugamál Juliu er dans. „Ég æfi dans í World Class,“ upplýsir hún og bætir við: „En eitt af því sem einkennir mig er að ég er mjög tapsár. Þess vegna finnst mér mikilvægt að læra vel fyrir próf því mig langar að fá háar einkunnir.“ Miðað við vitnisburðinn sem vísað er til í byrjun um að Julia sé dugleg að túlka fyrir pólska samnemendur sína kemur ekki á óvart hvað hana langar að verða þegar hún verður stór og af hverju. „Mig langar að verða kennari því mér finnst gaman að tala. Og þegar ég er búin að læra eitthvað vel finnst mér gaman að útskýra það fyrir öðrum.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 19. nóvember 2016.
Lífið Mest lesið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Tónlist Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Lífið Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt Tónlist Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira