Teikningar, skissur og skreytingar Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 19. nóvember 2016 10:15 Teikningar Lothars Grund af innanhússhönnun á Hótel Sögu. Vísir/Ernir „Hér eru verk sem almenningur hefur hreinlega aldrei séð og kannski ekki haft vitneskju um. Sum þeirra eru vinnuskissur og forvitnileg skólaverk. Þetta er fjölbreytt sýning hvað snertir tíma og tækni og hún ætti að höfða til margra.“ Þetta segir Harpa Þórsdóttir, forstöðumaður Hönnunarsafns Íslands, um sýninguna Á pappír – Skissur og teikningar hönnuða og myndlistarmanna sem þar er opnuð í dag klukkan 15. Verkin eru frá síðustu öld,frá þriðja áratug til þess sjöunda. Þau eru eftir Jónas Sólmundsson (1905-1983), Jón Kristinsson eða Jónda (1925-2009), Kristínu Þorkelsdóttur (1936), Lothar Grund (1923-1995), Stefán Jónsson (1913-1989) og Sverri Haraldsson (1930-1985).Ein af teikningum Jónasar Sólmundssonar.Einkennisverk sýningarinnar er teikning af svefnherbergishúsgögnum eftir Jónas Sólmundsson. Hann á fleiri fínar teikningar á sýningunni frá námsárunum í Þýskalandi og sýnir tímabilið þegar módernisminn er að ryðja sér til rúms í húsgagnagerðinni, að sögn Hörpu. „Svo erum við með Lothar Grund sem flutti hingað til lands frá Þýskalandi og bjó hér á 6. og 7. áratugnum. Hann var menntaður leiktjaldahönnuður, lærði síðan innanhússhönnun og var líka myndlistarmaður. Lothar vann mikið fyrir Þorvald í Síld og fisk sem meðal annars byggði Hótel Sögu. Við erum með teikningar eftir hann af innviðum Hótel Sögu, skreytingum og tillögum. Dýrahringurinn í loftinu í Grillinu er verk hans, barirnir og fleira flott. Þetta er ein af fréttunum í sýningunni.“ Annað sem er líka óvænt. Það er að Sverrir Haraldsson sem við þekkjum sem myndlistarmann lagði þá grein til hliðar árin 1955 til 1957 og fór að fást við auglýsingateiknun. Teiknaði mikið fyrir Mjólkursamsöluna, gerði litatillögur fyrir hana að bílum og fyrir Skarphéðin Jóhannsson arkitekt að húsum. Líka bókarkápur fyrir ýmsa höfunda. Það er gaman að skoða þessi verk Sverris því hann er alltaf að leika sér með sama formið. Hann segir í viðtali frá þessum tíma að í svona auglýsingahönnun sé abstraktsjónin gerð aðgengileg almenningi.“Harpa Þórsdóttir framkvæmdastjóri Hönnunarsafnsins.Stefán Jónsson arkitekt var auglýsingateikari áður en hann gerðist arkitekt. „Stefán er maður tveggja tíma,“ segir Harpa. Hann teiknaði annars vegar merki fyrir nýstofnað lýðveldi og er þar í þjóðernisrómantíkinni en hins vegar beitir hann beinskeyttu myndmáli og ávarpandi texta í öðru verki sem er auglýsing.“ Kristín Þorkelsdóttir er eini núlifandi hönnuðurinn sem á verk á sýningunni. Það eru auglýsingar sem sýndar voru í bíóum um 1960. „Við erum á sýningunni að skoða hvernig auglýsingum var komið á framfæri og verk Kristínar eru gott dæmi um hvernig tæknin þróaðist,“ segir Harpa. „Þá er líka gaman að tala um hann Jónda, Jón í Lambey. Hann teiknaði fyrir Rafskinnu í áratugi, Rafskinna var rafdrifin auglýsingabók sem fletti sér sjálf. Safnið á nokkrar slíkar og þar er verið að auglýsa Dagblaðið Vísi.“ Það voru Ástríður Magnúsdóttir, Harpa Þórsdóttir og Þóra Sigurbjörnsdóttir sem völdu verkin á sýninguna og um útlit og uppsetningu sá Helgi Már Kristinsson. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 19. nóvember 2016. Menning Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum Lífið Fleiri fréttir Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
„Hér eru verk sem almenningur hefur hreinlega aldrei séð og kannski ekki haft vitneskju um. Sum þeirra eru vinnuskissur og forvitnileg skólaverk. Þetta er fjölbreytt sýning hvað snertir tíma og tækni og hún ætti að höfða til margra.“ Þetta segir Harpa Þórsdóttir, forstöðumaður Hönnunarsafns Íslands, um sýninguna Á pappír – Skissur og teikningar hönnuða og myndlistarmanna sem þar er opnuð í dag klukkan 15. Verkin eru frá síðustu öld,frá þriðja áratug til þess sjöunda. Þau eru eftir Jónas Sólmundsson (1905-1983), Jón Kristinsson eða Jónda (1925-2009), Kristínu Þorkelsdóttur (1936), Lothar Grund (1923-1995), Stefán Jónsson (1913-1989) og Sverri Haraldsson (1930-1985).Ein af teikningum Jónasar Sólmundssonar.Einkennisverk sýningarinnar er teikning af svefnherbergishúsgögnum eftir Jónas Sólmundsson. Hann á fleiri fínar teikningar á sýningunni frá námsárunum í Þýskalandi og sýnir tímabilið þegar módernisminn er að ryðja sér til rúms í húsgagnagerðinni, að sögn Hörpu. „Svo erum við með Lothar Grund sem flutti hingað til lands frá Þýskalandi og bjó hér á 6. og 7. áratugnum. Hann var menntaður leiktjaldahönnuður, lærði síðan innanhússhönnun og var líka myndlistarmaður. Lothar vann mikið fyrir Þorvald í Síld og fisk sem meðal annars byggði Hótel Sögu. Við erum með teikningar eftir hann af innviðum Hótel Sögu, skreytingum og tillögum. Dýrahringurinn í loftinu í Grillinu er verk hans, barirnir og fleira flott. Þetta er ein af fréttunum í sýningunni.“ Annað sem er líka óvænt. Það er að Sverrir Haraldsson sem við þekkjum sem myndlistarmann lagði þá grein til hliðar árin 1955 til 1957 og fór að fást við auglýsingateiknun. Teiknaði mikið fyrir Mjólkursamsöluna, gerði litatillögur fyrir hana að bílum og fyrir Skarphéðin Jóhannsson arkitekt að húsum. Líka bókarkápur fyrir ýmsa höfunda. Það er gaman að skoða þessi verk Sverris því hann er alltaf að leika sér með sama formið. Hann segir í viðtali frá þessum tíma að í svona auglýsingahönnun sé abstraktsjónin gerð aðgengileg almenningi.“Harpa Þórsdóttir framkvæmdastjóri Hönnunarsafnsins.Stefán Jónsson arkitekt var auglýsingateikari áður en hann gerðist arkitekt. „Stefán er maður tveggja tíma,“ segir Harpa. Hann teiknaði annars vegar merki fyrir nýstofnað lýðveldi og er þar í þjóðernisrómantíkinni en hins vegar beitir hann beinskeyttu myndmáli og ávarpandi texta í öðru verki sem er auglýsing.“ Kristín Þorkelsdóttir er eini núlifandi hönnuðurinn sem á verk á sýningunni. Það eru auglýsingar sem sýndar voru í bíóum um 1960. „Við erum á sýningunni að skoða hvernig auglýsingum var komið á framfæri og verk Kristínar eru gott dæmi um hvernig tæknin þróaðist,“ segir Harpa. „Þá er líka gaman að tala um hann Jónda, Jón í Lambey. Hann teiknaði fyrir Rafskinnu í áratugi, Rafskinna var rafdrifin auglýsingabók sem fletti sér sjálf. Safnið á nokkrar slíkar og þar er verið að auglýsa Dagblaðið Vísi.“ Það voru Ástríður Magnúsdóttir, Harpa Þórsdóttir og Þóra Sigurbjörnsdóttir sem völdu verkin á sýninguna og um útlit og uppsetningu sá Helgi Már Kristinsson. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 19. nóvember 2016.
Menning Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum Lífið Fleiri fréttir Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira