Teikningar, skissur og skreytingar Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 19. nóvember 2016 10:15 Teikningar Lothars Grund af innanhússhönnun á Hótel Sögu. Vísir/Ernir „Hér eru verk sem almenningur hefur hreinlega aldrei séð og kannski ekki haft vitneskju um. Sum þeirra eru vinnuskissur og forvitnileg skólaverk. Þetta er fjölbreytt sýning hvað snertir tíma og tækni og hún ætti að höfða til margra.“ Þetta segir Harpa Þórsdóttir, forstöðumaður Hönnunarsafns Íslands, um sýninguna Á pappír – Skissur og teikningar hönnuða og myndlistarmanna sem þar er opnuð í dag klukkan 15. Verkin eru frá síðustu öld,frá þriðja áratug til þess sjöunda. Þau eru eftir Jónas Sólmundsson (1905-1983), Jón Kristinsson eða Jónda (1925-2009), Kristínu Þorkelsdóttur (1936), Lothar Grund (1923-1995), Stefán Jónsson (1913-1989) og Sverri Haraldsson (1930-1985).Ein af teikningum Jónasar Sólmundssonar.Einkennisverk sýningarinnar er teikning af svefnherbergishúsgögnum eftir Jónas Sólmundsson. Hann á fleiri fínar teikningar á sýningunni frá námsárunum í Þýskalandi og sýnir tímabilið þegar módernisminn er að ryðja sér til rúms í húsgagnagerðinni, að sögn Hörpu. „Svo erum við með Lothar Grund sem flutti hingað til lands frá Þýskalandi og bjó hér á 6. og 7. áratugnum. Hann var menntaður leiktjaldahönnuður, lærði síðan innanhússhönnun og var líka myndlistarmaður. Lothar vann mikið fyrir Þorvald í Síld og fisk sem meðal annars byggði Hótel Sögu. Við erum með teikningar eftir hann af innviðum Hótel Sögu, skreytingum og tillögum. Dýrahringurinn í loftinu í Grillinu er verk hans, barirnir og fleira flott. Þetta er ein af fréttunum í sýningunni.“ Annað sem er líka óvænt. Það er að Sverrir Haraldsson sem við þekkjum sem myndlistarmann lagði þá grein til hliðar árin 1955 til 1957 og fór að fást við auglýsingateiknun. Teiknaði mikið fyrir Mjólkursamsöluna, gerði litatillögur fyrir hana að bílum og fyrir Skarphéðin Jóhannsson arkitekt að húsum. Líka bókarkápur fyrir ýmsa höfunda. Það er gaman að skoða þessi verk Sverris því hann er alltaf að leika sér með sama formið. Hann segir í viðtali frá þessum tíma að í svona auglýsingahönnun sé abstraktsjónin gerð aðgengileg almenningi.“Harpa Þórsdóttir framkvæmdastjóri Hönnunarsafnsins.Stefán Jónsson arkitekt var auglýsingateikari áður en hann gerðist arkitekt. „Stefán er maður tveggja tíma,“ segir Harpa. Hann teiknaði annars vegar merki fyrir nýstofnað lýðveldi og er þar í þjóðernisrómantíkinni en hins vegar beitir hann beinskeyttu myndmáli og ávarpandi texta í öðru verki sem er auglýsing.“ Kristín Þorkelsdóttir er eini núlifandi hönnuðurinn sem á verk á sýningunni. Það eru auglýsingar sem sýndar voru í bíóum um 1960. „Við erum á sýningunni að skoða hvernig auglýsingum var komið á framfæri og verk Kristínar eru gott dæmi um hvernig tæknin þróaðist,“ segir Harpa. „Þá er líka gaman að tala um hann Jónda, Jón í Lambey. Hann teiknaði fyrir Rafskinnu í áratugi, Rafskinna var rafdrifin auglýsingabók sem fletti sér sjálf. Safnið á nokkrar slíkar og þar er verið að auglýsa Dagblaðið Vísi.“ Það voru Ástríður Magnúsdóttir, Harpa Þórsdóttir og Þóra Sigurbjörnsdóttir sem völdu verkin á sýninguna og um útlit og uppsetningu sá Helgi Már Kristinsson. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 19. nóvember 2016. Menning Mest lesið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
„Hér eru verk sem almenningur hefur hreinlega aldrei séð og kannski ekki haft vitneskju um. Sum þeirra eru vinnuskissur og forvitnileg skólaverk. Þetta er fjölbreytt sýning hvað snertir tíma og tækni og hún ætti að höfða til margra.“ Þetta segir Harpa Þórsdóttir, forstöðumaður Hönnunarsafns Íslands, um sýninguna Á pappír – Skissur og teikningar hönnuða og myndlistarmanna sem þar er opnuð í dag klukkan 15. Verkin eru frá síðustu öld,frá þriðja áratug til þess sjöunda. Þau eru eftir Jónas Sólmundsson (1905-1983), Jón Kristinsson eða Jónda (1925-2009), Kristínu Þorkelsdóttur (1936), Lothar Grund (1923-1995), Stefán Jónsson (1913-1989) og Sverri Haraldsson (1930-1985).Ein af teikningum Jónasar Sólmundssonar.Einkennisverk sýningarinnar er teikning af svefnherbergishúsgögnum eftir Jónas Sólmundsson. Hann á fleiri fínar teikningar á sýningunni frá námsárunum í Þýskalandi og sýnir tímabilið þegar módernisminn er að ryðja sér til rúms í húsgagnagerðinni, að sögn Hörpu. „Svo erum við með Lothar Grund sem flutti hingað til lands frá Þýskalandi og bjó hér á 6. og 7. áratugnum. Hann var menntaður leiktjaldahönnuður, lærði síðan innanhússhönnun og var líka myndlistarmaður. Lothar vann mikið fyrir Þorvald í Síld og fisk sem meðal annars byggði Hótel Sögu. Við erum með teikningar eftir hann af innviðum Hótel Sögu, skreytingum og tillögum. Dýrahringurinn í loftinu í Grillinu er verk hans, barirnir og fleira flott. Þetta er ein af fréttunum í sýningunni.“ Annað sem er líka óvænt. Það er að Sverrir Haraldsson sem við þekkjum sem myndlistarmann lagði þá grein til hliðar árin 1955 til 1957 og fór að fást við auglýsingateiknun. Teiknaði mikið fyrir Mjólkursamsöluna, gerði litatillögur fyrir hana að bílum og fyrir Skarphéðin Jóhannsson arkitekt að húsum. Líka bókarkápur fyrir ýmsa höfunda. Það er gaman að skoða þessi verk Sverris því hann er alltaf að leika sér með sama formið. Hann segir í viðtali frá þessum tíma að í svona auglýsingahönnun sé abstraktsjónin gerð aðgengileg almenningi.“Harpa Þórsdóttir framkvæmdastjóri Hönnunarsafnsins.Stefán Jónsson arkitekt var auglýsingateikari áður en hann gerðist arkitekt. „Stefán er maður tveggja tíma,“ segir Harpa. Hann teiknaði annars vegar merki fyrir nýstofnað lýðveldi og er þar í þjóðernisrómantíkinni en hins vegar beitir hann beinskeyttu myndmáli og ávarpandi texta í öðru verki sem er auglýsing.“ Kristín Þorkelsdóttir er eini núlifandi hönnuðurinn sem á verk á sýningunni. Það eru auglýsingar sem sýndar voru í bíóum um 1960. „Við erum á sýningunni að skoða hvernig auglýsingum var komið á framfæri og verk Kristínar eru gott dæmi um hvernig tæknin þróaðist,“ segir Harpa. „Þá er líka gaman að tala um hann Jónda, Jón í Lambey. Hann teiknaði fyrir Rafskinnu í áratugi, Rafskinna var rafdrifin auglýsingabók sem fletti sér sjálf. Safnið á nokkrar slíkar og þar er verið að auglýsa Dagblaðið Vísi.“ Það voru Ástríður Magnúsdóttir, Harpa Þórsdóttir og Þóra Sigurbjörnsdóttir sem völdu verkin á sýninguna og um útlit og uppsetningu sá Helgi Már Kristinsson. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 19. nóvember 2016.
Menning Mest lesið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira