Benz staðfestir smíði 1.200 hestafla bíls Finnur Thorlacius skrifar 17. nóvember 2016 15:03 Benz hefur ekki birt neinar myndir af tilvonandi kraftabíl, en hér sést ein tilgátumynd. Á bílasýningunni í París í síðasta mánuði impraði Mercedes Benz á smíði fjöldaframleidds götuhæfs bíls með samskonar vél og í Formúlu 1 bílum, minnst 1.000 hestöfl en allt að 1.200 hestöfl. Á bílasýningunni LA Motor Show sem nú er hafin fyrir blaðamenn staðfesti Mercedes Benz þau áform sín að framleiða slíkan bíl, líklega í um 200 til 300 eintökum. Hann verður langt í frá ódýr og mun kosta ríflega 400 milljónir króna. Þessi bíll verður með V6 vél sem aðeins er með 1,6 lítra sprengirými en stórar forþjöppur og rafmótora til að auka enn á aflið. Mercedes mun verða í einhverju samstarfi með Lotus í þróun þessa bíls, en til stendur samt að öll þróun bílsins verði innanhúss. Sú þróun er hafin fyrir nokkru og til stendur að hefja prófanir á bílnum í október á næsta ári. Við þær prófanir verða Nico Rosberg og Lewis Hamilton með í ráðum til að tryggja að bíllinn verði sem líkastir þeim bílum sem þeir aka fyrir Mercedes Benz í Formúlu 1 kappakstri. Það er ekki nóg með að vélin í þessum götuhæfa bíl verði eins og í Formúlu 1 bílum þá mun koltrefjayfirbyggingin í honum eiga margt skilt við við Formúlu 1 bílana. Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent
Á bílasýningunni í París í síðasta mánuði impraði Mercedes Benz á smíði fjöldaframleidds götuhæfs bíls með samskonar vél og í Formúlu 1 bílum, minnst 1.000 hestöfl en allt að 1.200 hestöfl. Á bílasýningunni LA Motor Show sem nú er hafin fyrir blaðamenn staðfesti Mercedes Benz þau áform sín að framleiða slíkan bíl, líklega í um 200 til 300 eintökum. Hann verður langt í frá ódýr og mun kosta ríflega 400 milljónir króna. Þessi bíll verður með V6 vél sem aðeins er með 1,6 lítra sprengirými en stórar forþjöppur og rafmótora til að auka enn á aflið. Mercedes mun verða í einhverju samstarfi með Lotus í þróun þessa bíls, en til stendur samt að öll þróun bílsins verði innanhúss. Sú þróun er hafin fyrir nokkru og til stendur að hefja prófanir á bílnum í október á næsta ári. Við þær prófanir verða Nico Rosberg og Lewis Hamilton með í ráðum til að tryggja að bíllinn verði sem líkastir þeim bílum sem þeir aka fyrir Mercedes Benz í Formúlu 1 kappakstri. Það er ekki nóg með að vélin í þessum götuhæfa bíl verði eins og í Formúlu 1 bílum þá mun koltrefjayfirbyggingin í honum eiga margt skilt við við Formúlu 1 bílana.
Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent