Alaska Air notar eldsneyti úr trjám Finnur Thorlacius skrifar 17. nóvember 2016 10:41 Fyllt á eldsneyti flugvélar Alaska Air. Á mánudaginn síðastliðinn flaug flugvél frá Alaska Air milli Seattle og Washington og í eldsneytistönkum hennar var að 20% hluta isobútanól sem unnið er úr sellulosa úr trjám. Þetta flug markar þau tímamót að nota afurðir trjáa í eldsneyti á flugvélar. Flugvélin notaði alls 4.100 lítra af þessu eldsneyti á flugi sínu og sparaði því jafn mikið af jarðefnaeldsneyti. Þessi nýjung er afrakstur 4,5 milljarða rannsóknarvinnu USDA National Institute of Fodd and Agriculture hjá Washington State háskólanum, í samstarfi við Northwest Advanced Renewables Alliance. Því er spáð að flug muni tvöfaldast í heiminum á næstu 20 árum og því er mikilvægt að flugbransinn finni leiðir til að taka þátt í því að skipta út notkun jarðefnaeldsneytis með öðrum orkugjöfum. United Airlines hefur fjárfest í Fulcrum Bioenergy og FedEx kaupir milljónir gallona af lífefnaeldsneyti af Red Rock Biofuels og eru það ágæt dæmi um þá viðleitni flutningfyrirtækja að sækja á þessi mið. Virgin Atlantic flaug sitt fyrsta flug með lífefnaeldsneyti árið 2008 og Boeing hefur rannsakað hvort noti megi lífefnaeldsneyti úr þangi. Alaska Air hefur áður notað lífefnaeldsneyti í flugvélar sínar sem unnið var úr korni, en notkun lífefnaeldsneyti úr trjám hefur ekki áður verið notað í flugvélar. Ef allt flug Alaska Air notaðist að 20% hluta við lífefnaeldsneyti úr trjám jafngilti það því að 30.000 bílar væru teknir úr umferð með tilsvarandi sparnaði á jarðefnaeldsneyti. Birgi Alaska Air á trjálífefnaeldsneytinu vonast til að ná verði á hvert gallon niður í 3,5 til 4,5 dollara, eða 103-132 krónur. Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Innlent
Á mánudaginn síðastliðinn flaug flugvél frá Alaska Air milli Seattle og Washington og í eldsneytistönkum hennar var að 20% hluta isobútanól sem unnið er úr sellulosa úr trjám. Þetta flug markar þau tímamót að nota afurðir trjáa í eldsneyti á flugvélar. Flugvélin notaði alls 4.100 lítra af þessu eldsneyti á flugi sínu og sparaði því jafn mikið af jarðefnaeldsneyti. Þessi nýjung er afrakstur 4,5 milljarða rannsóknarvinnu USDA National Institute of Fodd and Agriculture hjá Washington State háskólanum, í samstarfi við Northwest Advanced Renewables Alliance. Því er spáð að flug muni tvöfaldast í heiminum á næstu 20 árum og því er mikilvægt að flugbransinn finni leiðir til að taka þátt í því að skipta út notkun jarðefnaeldsneytis með öðrum orkugjöfum. United Airlines hefur fjárfest í Fulcrum Bioenergy og FedEx kaupir milljónir gallona af lífefnaeldsneyti af Red Rock Biofuels og eru það ágæt dæmi um þá viðleitni flutningfyrirtækja að sækja á þessi mið. Virgin Atlantic flaug sitt fyrsta flug með lífefnaeldsneyti árið 2008 og Boeing hefur rannsakað hvort noti megi lífefnaeldsneyti úr þangi. Alaska Air hefur áður notað lífefnaeldsneyti í flugvélar sínar sem unnið var úr korni, en notkun lífefnaeldsneyti úr trjám hefur ekki áður verið notað í flugvélar. Ef allt flug Alaska Air notaðist að 20% hluta við lífefnaeldsneyti úr trjám jafngilti það því að 30.000 bílar væru teknir úr umferð með tilsvarandi sparnaði á jarðefnaeldsneyti. Birgi Alaska Air á trjálífefnaeldsneytinu vonast til að ná verði á hvert gallon niður í 3,5 til 4,5 dollara, eða 103-132 krónur.
Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Innlent