Sönn skemmtitónlist en erfið fyrir sveitina Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 17. nóvember 2016 09:45 "Ég þarf að æfa mikið og setja mig inn í tónlistina á alvöru hátt, sérstaklega ef ég hef ekki spilað hana áður. Það er engin styttri leið í boði,“ segir Víkingur Heiðar. Vísir/GVA Það er ansi krefjandi að spila tvo einleikskonserta í einu. Víst teldist nóg að spila annan hvorn því þeir eru ansi massífir en ákvörðunin um að flytja þá báða núna skrifast á mig. Ég þarf alltaf að finna einhver mörk sem mér finnst óþægileg í listinni og fara þangað ef ég get,“ segir Víkingur Heiðar Ólafsson píanóleikari um verkefnin sem bíða hans í kvöld með Sinfóníunni. Hann segir bæði verkin, Burleske eftir Richard Strauss og Capriccio eftir Ígor Stravinskíj, leiftrandi skemmtileg. „Stravinskíj er ímynd 20. aldarinnar í tónlist en Strauss alger rómantíker og maður 19. aldarinnar þó hann hafi lifað til 1949. Mér fannst upplagt að stilla þeim saman, þó þeir hefðu örugglega ekki verið hrifnir af því sjálfir, því þeim var lítið hvorum um annan gefið.“ Víkingur Heiðar á von á að fólk verði hissa þegar það heyrir þessi verk, þau séu svo geggjuð. „Þetta er sannkölluð skemmtitónlist en óvenju erfið fyrir hljómsveitina,“ segir hann. „Í raun eru fjölmargir sólóistar í Stravinskíj-verkinu. Þetta er eins og stór og villt og stórskrítin en æðisleg djamsession. Strauss vissi hins vegar aldrei sjálfur hvað honum ætti að finnast um verkið sitt, píanistinn sem hann samdi það fyrir var ekkert sérstaklega ánægður með það – en píanistar vita nú yfirleitt ekkert hvað þeir eru að tala um! Seinna á ævinni fór Strauss að stjórna þessu verki, þannig að hann sættist við það þegar hann var kominn undir sjötugt.“ Önnur verk á dagskránni eru From Darkness Woven eftir Hauk Tómasson og Eldfuglinn, svíta eftir Ígor Stravinskíj. Um þessi verk segir píanistinn: „Ég þekki Eldfuglinn vel, ótrúlegt að hann sé eftir sama mann og Capriccio sem ég spila. Hauks verk hef ég ekki heyrt en er spenntur. Haukur er einn af mínum uppáhaldsmönnum. Ég er að fara að frumflytja eftir hann píanókonsert í Elbphilharmóni í Hamborg, nýjasta tónlistarhúsinu í Þýskalandi, og spila þann konsert líka í Los Angeles á Íslandshátíð í apríl.“ Nóg virðist fram undan hjá honum Víkingi Heiðari. „Það er dálítið yfirþyrmandi hvað ég hef sagt já við mörgum stórum verkefnum úti um allar trissur á nýju ári,“ viðurkennir hann. „En ég hef góðan æfingartíma í desember. Þá er ég bara að spila á einum tónleikum, þeir eru í Tyrklandi á Þorláksmessu. Tek flug klukkan þrjú um nótt til að komast heim fyrir klukkan sex á aðfangadagskvöld.“ Meðal þess sem hann hlakkar til á nýju ári er að spila í Vín og Berlín í flottum tónlistarhúsum og líka að leika undir stjórn Ashkenazy í Tókýó, með aðalhljómsveitinni þar. „Ég ber ótakmarkaða virðingu fyrir Ashkenazy,“ lýsir hann. „Mér þykir gott að vinna aftur og aftur með fólki sem mér er kært, það myndast dýpra samband í músíkinni en þegar maður æfir með einhverjum í þrjá daga og svo ekki meir, þó það geti verið spennandi.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 17. nóvember 2016. Menning Mest lesið Fékk ekki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Lífið „Finnst ég vera að uppskera erfiði ævi minnar“ Lífið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Lífið Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Fleiri fréttir Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira
Það er ansi krefjandi að spila tvo einleikskonserta í einu. Víst teldist nóg að spila annan hvorn því þeir eru ansi massífir en ákvörðunin um að flytja þá báða núna skrifast á mig. Ég þarf alltaf að finna einhver mörk sem mér finnst óþægileg í listinni og fara þangað ef ég get,“ segir Víkingur Heiðar Ólafsson píanóleikari um verkefnin sem bíða hans í kvöld með Sinfóníunni. Hann segir bæði verkin, Burleske eftir Richard Strauss og Capriccio eftir Ígor Stravinskíj, leiftrandi skemmtileg. „Stravinskíj er ímynd 20. aldarinnar í tónlist en Strauss alger rómantíker og maður 19. aldarinnar þó hann hafi lifað til 1949. Mér fannst upplagt að stilla þeim saman, þó þeir hefðu örugglega ekki verið hrifnir af því sjálfir, því þeim var lítið hvorum um annan gefið.“ Víkingur Heiðar á von á að fólk verði hissa þegar það heyrir þessi verk, þau séu svo geggjuð. „Þetta er sannkölluð skemmtitónlist en óvenju erfið fyrir hljómsveitina,“ segir hann. „Í raun eru fjölmargir sólóistar í Stravinskíj-verkinu. Þetta er eins og stór og villt og stórskrítin en æðisleg djamsession. Strauss vissi hins vegar aldrei sjálfur hvað honum ætti að finnast um verkið sitt, píanistinn sem hann samdi það fyrir var ekkert sérstaklega ánægður með það – en píanistar vita nú yfirleitt ekkert hvað þeir eru að tala um! Seinna á ævinni fór Strauss að stjórna þessu verki, þannig að hann sættist við það þegar hann var kominn undir sjötugt.“ Önnur verk á dagskránni eru From Darkness Woven eftir Hauk Tómasson og Eldfuglinn, svíta eftir Ígor Stravinskíj. Um þessi verk segir píanistinn: „Ég þekki Eldfuglinn vel, ótrúlegt að hann sé eftir sama mann og Capriccio sem ég spila. Hauks verk hef ég ekki heyrt en er spenntur. Haukur er einn af mínum uppáhaldsmönnum. Ég er að fara að frumflytja eftir hann píanókonsert í Elbphilharmóni í Hamborg, nýjasta tónlistarhúsinu í Þýskalandi, og spila þann konsert líka í Los Angeles á Íslandshátíð í apríl.“ Nóg virðist fram undan hjá honum Víkingi Heiðari. „Það er dálítið yfirþyrmandi hvað ég hef sagt já við mörgum stórum verkefnum úti um allar trissur á nýju ári,“ viðurkennir hann. „En ég hef góðan æfingartíma í desember. Þá er ég bara að spila á einum tónleikum, þeir eru í Tyrklandi á Þorláksmessu. Tek flug klukkan þrjú um nótt til að komast heim fyrir klukkan sex á aðfangadagskvöld.“ Meðal þess sem hann hlakkar til á nýju ári er að spila í Vín og Berlín í flottum tónlistarhúsum og líka að leika undir stjórn Ashkenazy í Tókýó, með aðalhljómsveitinni þar. „Ég ber ótakmarkaða virðingu fyrir Ashkenazy,“ lýsir hann. „Mér þykir gott að vinna aftur og aftur með fólki sem mér er kært, það myndast dýpra samband í músíkinni en þegar maður æfir með einhverjum í þrjá daga og svo ekki meir, þó það geti verið spennandi.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 17. nóvember 2016.
Menning Mest lesið Fékk ekki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Lífið „Finnst ég vera að uppskera erfiði ævi minnar“ Lífið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Lífið Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Fleiri fréttir Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira