Uppreisn gegn tíðaranda Frosti Logason skrifar 17. nóvember 2016 07:00 Hvað er að gerast í henni veröld? Donald Trump er orðinn forseti Bandaríkjanna þrátt fyrir að hafa sýnt sig hættulega vanhæfan til starfans. Hann afhjúpaði sig í kosningabaráttunni sem fulltrúi alls þess versta sem bandarískt þjóðfélag hefur upp á að bjóða. En stóð samt uppi sem sigurvegari. Hefði hann bara sagt helminginn af vitleysunni sem hann sagði í aðdraganda kosninganna hefði það samt átt að hringja viðvörunarbjöllum. Loftslagsbreytingar eru hóx, Pútin er frábær leiðtogi. Af hverju getum við ekki notað kjarnorkuvopnin okkar? Af hverju þurfum við standa við Nató? Það er eiginlega ekki hægt að lýsa með orðum hversu langt frá öllu normi þessi vitleysa er. Að lokum reyndist sigurræða Trumps svo skuggalega ólík honum sjálfum að enn fleiri spurningar vöknuðu. Höfðum við öll á röngu að standa? Var hann svo bara rosa fínn gaur? Hverjar eru líkurnar á því? Er mögulegt að maður í meðalgreind með snefil af sómakennd hafi bara þóst vera fullkominn fábjáni í átján mánuði? Að þetta hafi allt bara verið stórt leikrit? Það er ólíklegt. Niðurstaða kosninganna segir okkur reyndar minnst um persónu sigurvegarans. Niðurstaðan segir okkur fyrst og fremst að mótframbjóðendur og aðrir stjórnmálamenn hafa staðið sig hörmulega. Kjósendur völdu Trump þrátt fyrir galla hans, ekki vegna þeirra. Við höfum ekkert upp úr því að benda á trúðinn. Stjórnmálamönnum mistekst að ná til almennings. Þeir eru meðvirkir tíðarandanum sem almenningur gerir nú uppreisn gegn. Trump og Brexit segja okkur nákvæmlega það. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brexit Donald Trump Frosti Logason Mest lesið Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun
Hvað er að gerast í henni veröld? Donald Trump er orðinn forseti Bandaríkjanna þrátt fyrir að hafa sýnt sig hættulega vanhæfan til starfans. Hann afhjúpaði sig í kosningabaráttunni sem fulltrúi alls þess versta sem bandarískt þjóðfélag hefur upp á að bjóða. En stóð samt uppi sem sigurvegari. Hefði hann bara sagt helminginn af vitleysunni sem hann sagði í aðdraganda kosninganna hefði það samt átt að hringja viðvörunarbjöllum. Loftslagsbreytingar eru hóx, Pútin er frábær leiðtogi. Af hverju getum við ekki notað kjarnorkuvopnin okkar? Af hverju þurfum við standa við Nató? Það er eiginlega ekki hægt að lýsa með orðum hversu langt frá öllu normi þessi vitleysa er. Að lokum reyndist sigurræða Trumps svo skuggalega ólík honum sjálfum að enn fleiri spurningar vöknuðu. Höfðum við öll á röngu að standa? Var hann svo bara rosa fínn gaur? Hverjar eru líkurnar á því? Er mögulegt að maður í meðalgreind með snefil af sómakennd hafi bara þóst vera fullkominn fábjáni í átján mánuði? Að þetta hafi allt bara verið stórt leikrit? Það er ólíklegt. Niðurstaða kosninganna segir okkur reyndar minnst um persónu sigurvegarans. Niðurstaðan segir okkur fyrst og fremst að mótframbjóðendur og aðrir stjórnmálamenn hafa staðið sig hörmulega. Kjósendur völdu Trump þrátt fyrir galla hans, ekki vegna þeirra. Við höfum ekkert upp úr því að benda á trúðinn. Stjórnmálamönnum mistekst að ná til almennings. Þeir eru meðvirkir tíðarandanum sem almenningur gerir nú uppreisn gegn. Trump og Brexit segja okkur nákvæmlega það. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun