Óvenjuleg auglýsingaherferð “The Grand Tour” Finnur Thorlacius skrifar 16. nóvember 2016 15:01 Illa komið fyrir Prius í New York, en allt gert í auglýsingaskyni fyrir "The Grand Tour". Nú þegar aðeins tveir dagar eru í sýningu fyrsta þáttar “The Grand Tour” bílaþátta þeirra Clarksons, Hammond og May, blasa við harla óvenjulegir gjörningar víða um borgir heimsins sem hafa það hlutverk að vekja athygli á þáttunum. Komið hefur verið fyrir þónokkrum Toyota Prius bílum, klesstum á vegastólpa eða niðurgröfnum ofan í gangstéttir, til dæmis í borgunum New York, London og München. Jeremy Clarkson hefur útskýrt af hverju svo er komið fyrir öllum þessum Prius bílum og hvaða tilgang það hefur. Hann vill meina að þar sem enginn augljós tilgangur sé fyrir fólk að kaupa Prius, sérlega ekki í umhverfisverndarskyni, sé þetta það eina sem bíllinn sé gagnlegur fyrir. Því hafi þeir annaðhvort klesst þá á vegastólpa eða komið þeim fyrir niðurgröfnum í gangstéttir, sem auglýsingar fyrir þættina. Harla óvenjulegar auglýsingar og býsna frumlegar.Svona fór fyrir Prius bílnum í London.Prius í München. Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Innlent
Nú þegar aðeins tveir dagar eru í sýningu fyrsta þáttar “The Grand Tour” bílaþátta þeirra Clarksons, Hammond og May, blasa við harla óvenjulegir gjörningar víða um borgir heimsins sem hafa það hlutverk að vekja athygli á þáttunum. Komið hefur verið fyrir þónokkrum Toyota Prius bílum, klesstum á vegastólpa eða niðurgröfnum ofan í gangstéttir, til dæmis í borgunum New York, London og München. Jeremy Clarkson hefur útskýrt af hverju svo er komið fyrir öllum þessum Prius bílum og hvaða tilgang það hefur. Hann vill meina að þar sem enginn augljós tilgangur sé fyrir fólk að kaupa Prius, sérlega ekki í umhverfisverndarskyni, sé þetta það eina sem bíllinn sé gagnlegur fyrir. Því hafi þeir annaðhvort klesst þá á vegastólpa eða komið þeim fyrir niðurgröfnum í gangstéttir, sem auglýsingar fyrir þættina. Harla óvenjulegar auglýsingar og býsna frumlegar.Svona fór fyrir Prius bílnum í London.Prius í München.
Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Innlent