Góð samskipti bæta eigin vellíðan og annarra Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 16. nóvember 2016 09:15 "Þegar skriftunum var lokið var ég svo þakklát fyrir hvar ég er stödd í dag,“ segir Aðalbjörg Stefanía. Vísir/Anton Brink Samskipti verða í brennidepli í heimspekikaffi í Borgarbókasafninu Gerðubergi í kvöld, 16. nóvember, klukkan 20. Þar munu Gunnar Hersveinn heimspekingur og Aðalbjörg Stefanía Helgadóttir, deildarstjóri hjúkrunar á Heilsustofnun Náttúrulækningafélags Íslands, meðal annars glíma við eftirfarandi spurningar: Hvað merkir það að vera einlægur og trúverðugur í samskiptum? Hvaða afleiðingar hefur það að hlusta ekki á aðra? Hvernig þróast vond samskipti? Hver nennir að breyta sjálfum sér? Aðalbjörg Stefanía skrifaði nýlega bók um hvernig góð samskipti bæta eigin vellíðan og annarra. Bókin nefnist Samskiptaboðorðin. „Bókin er ástæða þess að Gunnar Hersveinn bað mig að koma,“ segir Aðalbjörg. „Við ætlum að ræða um samskiptagreind og samskipti almennt, meðal annars í ljósi heimspekilegra fræða og ég kem með innlegg um hvernig heiðarleiki birtist í samskiptum. Svo ætlum við líka að tala um samskiptaboðorðin: horfa, heilsa, hlusta, hljóma, hrósa og hjálpa og ég kem með dæmi um þau. Enda eru þau dálítið rauði þráðurinn í bókinni minni og eru meira að segja rauðmerkt til að skerpa á þeim.“ Bók Aðalbjargar er mjög persónuleg og einlæg. Skyldi ekki hafa tekið á að skrifa hana? „Það var erfiðast að ákveða að skrifa bókina út frá hjartanu. Ég skilaði inn handriti árið 2014, það var eiginlega fræðibók um samskipti. En á vegferðinni varð hún persónuleg, ritstjórinn minn, hún Guðrún Sigfúsdóttir, hvatti mig til þess. Oft er undanfari stórra ákvarðana erfiðastur, þegar þær hafa verið teknar verður eftirleikurinn auðveldari. Ég bara hugsaði: Aðalbjörg, nú leggur þú allt á borð. Ef þessi bók á að verða trúverðug og koma til skila því sem þú vilt, þá skalt þú sjálf vera opin og heiðarleg – og allt í einu lék þetta verkefni í höndunum á mér.“ Aðalbjörg viðurkennir að sumt hafi reynst átak að rifja upp, eins og kynferðislegt ofbeldi sem hún hafi haldið leyndu að mestu. Eða þegar samskipti hennar og eiginmannsins voru komin á svo vondan stað að fátt annað en kraftaverk gat bjargað þeim. „En þegar skriftunum var lokið var ég svo þakklát fyrir hvar ég er stödd í dag,“ segir hún. „Við eigum öll okkar hugsjónir og þegar maður finnur sig hafa tilgang og getur gengið fram í honum, þá fyllist maður hamingju.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 16. nóvember 2016. Lífið Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið Fleiri fréttir Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Sjá meira
Samskipti verða í brennidepli í heimspekikaffi í Borgarbókasafninu Gerðubergi í kvöld, 16. nóvember, klukkan 20. Þar munu Gunnar Hersveinn heimspekingur og Aðalbjörg Stefanía Helgadóttir, deildarstjóri hjúkrunar á Heilsustofnun Náttúrulækningafélags Íslands, meðal annars glíma við eftirfarandi spurningar: Hvað merkir það að vera einlægur og trúverðugur í samskiptum? Hvaða afleiðingar hefur það að hlusta ekki á aðra? Hvernig þróast vond samskipti? Hver nennir að breyta sjálfum sér? Aðalbjörg Stefanía skrifaði nýlega bók um hvernig góð samskipti bæta eigin vellíðan og annarra. Bókin nefnist Samskiptaboðorðin. „Bókin er ástæða þess að Gunnar Hersveinn bað mig að koma,“ segir Aðalbjörg. „Við ætlum að ræða um samskiptagreind og samskipti almennt, meðal annars í ljósi heimspekilegra fræða og ég kem með innlegg um hvernig heiðarleiki birtist í samskiptum. Svo ætlum við líka að tala um samskiptaboðorðin: horfa, heilsa, hlusta, hljóma, hrósa og hjálpa og ég kem með dæmi um þau. Enda eru þau dálítið rauði þráðurinn í bókinni minni og eru meira að segja rauðmerkt til að skerpa á þeim.“ Bók Aðalbjargar er mjög persónuleg og einlæg. Skyldi ekki hafa tekið á að skrifa hana? „Það var erfiðast að ákveða að skrifa bókina út frá hjartanu. Ég skilaði inn handriti árið 2014, það var eiginlega fræðibók um samskipti. En á vegferðinni varð hún persónuleg, ritstjórinn minn, hún Guðrún Sigfúsdóttir, hvatti mig til þess. Oft er undanfari stórra ákvarðana erfiðastur, þegar þær hafa verið teknar verður eftirleikurinn auðveldari. Ég bara hugsaði: Aðalbjörg, nú leggur þú allt á borð. Ef þessi bók á að verða trúverðug og koma til skila því sem þú vilt, þá skalt þú sjálf vera opin og heiðarleg – og allt í einu lék þetta verkefni í höndunum á mér.“ Aðalbjörg viðurkennir að sumt hafi reynst átak að rifja upp, eins og kynferðislegt ofbeldi sem hún hafi haldið leyndu að mestu. Eða þegar samskipti hennar og eiginmannsins voru komin á svo vondan stað að fátt annað en kraftaverk gat bjargað þeim. „En þegar skriftunum var lokið var ég svo þakklát fyrir hvar ég er stödd í dag,“ segir hún. „Við eigum öll okkar hugsjónir og þegar maður finnur sig hafa tilgang og getur gengið fram í honum, þá fyllist maður hamingju.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 16. nóvember 2016.
Lífið Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið Fleiri fréttir Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Sjá meira