Vill fá hvílu sjálfur hjá sínu svarta fé Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 15. nóvember 2016 17:30 Þeir félagarnir Kári G. Schram og Þorbjörn Pétursson á frumsýningu myndarinnar Svarta gengið í Bíói Paradís. Heimildamyndin Svarta gengið sem sýnd er í Bíói Paradís segir einstaka sögu Þorbjörns Péturssonar fjárbónda og einsetumanns á Ósi í Arnarfirði. Í kjölfar veikinda og slits þurfti hann að bregða búi og var tilneyddur til að fella allt sitt fé. Það var honum þungbært. Meðal fjárins var hópur svartra kinda sem hann hafði náð sterku tilfinningalegu sambandi við og kallaði Svarta gengið.“ Þetta segir Kári G. Schram, kvikmyndagerðarmaður og höfundur myndarinnar. „Svarta féð hans Þorbjörns var komið út af tinnusvartri gimbur sem var svo smá í fyrstu að hún náði ekki upp í spena móður sinnar og varð heimalningur. Þegar henni var slátrað var hún grafin heima og svo stækkaði heimagrafreiturinn þegar fella þurfti fleiri úr svarta genginu,“ lýsir Kári og heldur áfram: „Hjá Þorbirni er allt í röð og reglu. Fljótlega fékk hann þá hugmynd að heiðra minningu þessara svörtu, mállausu vina sinna með minnisvarða. Hann lét gera mön með legsteinum, grafskriftum, nöfnum og ljóðum. Ekki nóg með það heldur vill hann fá að hvíla þarna sjálfur líka þegar þar að kemur og er að sækja um leyfi til þess til yfirvalda – en það er snúið.“ Bærinn Ós stendur gegnt Hrafnseyri en vegurinn þangað lokast í fyrstu snjóum og er oft lokaður í fjóra til sex mánuði á ári, eftir tíðarfarinu, að sögn Kára. „Þorbjörn hefur lifað einangraður yfir veturinn en í sveitinni þekkja allir Bjössa og öllum þykir vænt um hann. Heilsunnar vegna getur hann þó ekki hafst þar við lengur yfir harðasta veturinn svo hann festi kaup á íbúð á Þingeyri. En húsin þrengdu að honum og hann hafði ekki óhefta fjarðarsýn, eins og hann hafði alist upp við. Í myndinni kynnumst við þessum hliðum öllum,“ segir Kári sem undanfarin ár hefur verið með annan fótinn í Arnarfirði, vegna uppbyggingarinnar í Selárdal, stofnunar Skrímslasetursins á Bíldudal og síðast töku myndarinnar Svarta gengið. „Það tók tíma að kynnast Þorbirni en við erum orðnir miklir vinir og erum eins og gömul hjón þegar ég er hjá honum. Hann hefur svo fallegt hjartalag og væntumþykja hans til kindanna snertir mann eins og Hrútar sinnum tveir. Þetta er bara sanna sagan.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 15. nóvember 2016. Menning Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Heimildamyndin Svarta gengið sem sýnd er í Bíói Paradís segir einstaka sögu Þorbjörns Péturssonar fjárbónda og einsetumanns á Ósi í Arnarfirði. Í kjölfar veikinda og slits þurfti hann að bregða búi og var tilneyddur til að fella allt sitt fé. Það var honum þungbært. Meðal fjárins var hópur svartra kinda sem hann hafði náð sterku tilfinningalegu sambandi við og kallaði Svarta gengið.“ Þetta segir Kári G. Schram, kvikmyndagerðarmaður og höfundur myndarinnar. „Svarta féð hans Þorbjörns var komið út af tinnusvartri gimbur sem var svo smá í fyrstu að hún náði ekki upp í spena móður sinnar og varð heimalningur. Þegar henni var slátrað var hún grafin heima og svo stækkaði heimagrafreiturinn þegar fella þurfti fleiri úr svarta genginu,“ lýsir Kári og heldur áfram: „Hjá Þorbirni er allt í röð og reglu. Fljótlega fékk hann þá hugmynd að heiðra minningu þessara svörtu, mállausu vina sinna með minnisvarða. Hann lét gera mön með legsteinum, grafskriftum, nöfnum og ljóðum. Ekki nóg með það heldur vill hann fá að hvíla þarna sjálfur líka þegar þar að kemur og er að sækja um leyfi til þess til yfirvalda – en það er snúið.“ Bærinn Ós stendur gegnt Hrafnseyri en vegurinn þangað lokast í fyrstu snjóum og er oft lokaður í fjóra til sex mánuði á ári, eftir tíðarfarinu, að sögn Kára. „Þorbjörn hefur lifað einangraður yfir veturinn en í sveitinni þekkja allir Bjössa og öllum þykir vænt um hann. Heilsunnar vegna getur hann þó ekki hafst þar við lengur yfir harðasta veturinn svo hann festi kaup á íbúð á Þingeyri. En húsin þrengdu að honum og hann hafði ekki óhefta fjarðarsýn, eins og hann hafði alist upp við. Í myndinni kynnumst við þessum hliðum öllum,“ segir Kári sem undanfarin ár hefur verið með annan fótinn í Arnarfirði, vegna uppbyggingarinnar í Selárdal, stofnunar Skrímslasetursins á Bíldudal og síðast töku myndarinnar Svarta gengið. „Það tók tíma að kynnast Þorbirni en við erum orðnir miklir vinir og erum eins og gömul hjón þegar ég er hjá honum. Hann hefur svo fallegt hjartalag og væntumþykja hans til kindanna snertir mann eins og Hrútar sinnum tveir. Þetta er bara sanna sagan.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 15. nóvember 2016.
Menning Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira