Óli Jóels úr GameTíví setti sig í spor hakkarans á dögunum og kíkti á leikinn Watch Dogs 2. Þar berjast spilarar gegn ofurafli risafyrirtækis sem fylgist með öllum hreyfingum íbúa Bandaríkjanna og reyna að rífa kerfið niður.
Það sem Óli gerði í nýjasta innslagi GameTíví var að spila fyrstu fimmtán mínútur leiksins. Þar þarf hakkarinn sem spilarar stjórna að brjótast inn í höfuðstöðvar fyrirtækins Blume og eyða öllum gögnum sem hann finnur þar um sjálfan sig svo hann geti farið huldu höfði.
