Þrjú erfið mál Þorbjörn Þórðarson skrifar 15. nóvember 2016 10:00 Það er fyrir fram mjög erfitt að sjá fyrir sér að ríkisstjórn Bjartrar framtíðar, Sjálfstæðisflokksins og Viðreisnar verði langlíf og farsæl nema allir flokkarnir gefi mikinn afslátt af stefnu sinni í stórum málum og sleppi við „óþæga þingmenn“ allt kjörtímabilið því ríkisstjórnin mun aðeins halda velli með eins þingmanns meirihluta. Eitt stórt mál sem ná þarf sátt um í texta stjórnarsáttmálans snýr að Evrópusambandinu. Sjálfstæðisflokkurinn er á móti aðild. Björt framtíð vill að þjóðin „taki afstöðu til aðildar á grunni fullkláraðs samnings í þjóðaratkvæðagreiðslu“. Viðreisn vill „bera undir þjóðaratkvæði hvort ljúka eigi aðildarviðræðum við Evrópusambandið“. Hvernig á að orða spurninguna í þjóðaratkvæðagreiðslunni? Og hvenær á að tímasetja hana? Evrópusambandið stendur á tímamótum. Meirihluti Breta greiddi atkvæði með úrsögn úr sambandinu í júní. Á sama tíma eru ríkin 19 í myntsamstarfinu um evruna enn að bíta úr nálinni með afleiðingar skuldakreppunnar. Það er líka áhugavert að velta fyrir sér hvernig eigi að „selja“ íslenskum kjósendum þetta mál. Er „sölupunkturinn“ sá að aðild að ESB sé gott markmið því í fyllingu tímans verði eftirsóknarvert að ganga inn í Evrópska myntbandalagið og taka upp evru? Joseph Stiglitz, Nóbelsverðlaunahafi í hagfræði, færir fyrir því rök í nýrri bók að evran hafi verið gölluð frá byrjun. Í reynd hafi flestir tapað á myntsamstarfinu og kerfisgallarnir í því feli í sér „óyfirstíganlegar hindranir“. Ein af þeim leiðum sem hann nefnir til úrbóta er að Þjóðverjar hætti í evrunni. Önnur er að brjóta samstarfið upp í tvö myntsvæði. Óbreytt ástand gangi ekki til lengdar. Evrusamstarfið sé dauðadæmt í núverandi mynd. Ætla stjórnmálamenn að selja íslenskum kjósendum að það sé eftirsóknarvert að taka upp evruna þegar einn fremsti peningahagfræðingur heims gefur evrunni þessa einkunn? Annað sem skapar vanda við gerð stjórnarsáttmála lýtur að kerfisbreytingum í landbúnaði. Björt framtíð endurheimti hluta af fylgi sínu með vasklegri framgöngu í umræðum um búvörusamninga fyrr í haust. Þeir sem til þekkja segja raunhæfasta valkostinn málamiðlun sem byggi að hluta á stefnu sem mörkuð var með nýju búvörusamningunum. Í krafti lagabreytinga sem gerðar voru samhliða þeim var skipaður samráðshópur um endurskoðun þessara samninga. Þar er kveðið á um aðkomu afurðastöðva, atvinnulífs, bænda, launþega og neytenda að vinnu sem á að ljúka 2019. Mun Björt framtíð sætta sig við stefnu sem byggir á endurskoðun þeirra búvörusamninga sem hún barðist svo hatrammlega gegn? Ljóst er að það verður mikil áskorun að finna ásættanlega málamiðlun. Þingmenn Viðreisnar fá sterk skilaboð úr sínu baklandi að gefa ekki eftir þegar kemur að stefnu flokksins í sjávarútvegsmálum sem felst í því að setja hluta aflaheimilda á uppboð árlega. Munu þingmenn Sjálfstæðisflokksins styðja uppboðsleið ef ekki er víst að hún skili meiri tekjum í ríkissjóð en núverandi veiðigjöld? Það verður óneitanlega forvitnilegt að sjá stjórnarsáttmálann, ef hann lítur dagsins ljós.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Þorbjörn Þórðarson Mest lesið „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Það er fyrir fram mjög erfitt að sjá fyrir sér að ríkisstjórn Bjartrar framtíðar, Sjálfstæðisflokksins og Viðreisnar verði langlíf og farsæl nema allir flokkarnir gefi mikinn afslátt af stefnu sinni í stórum málum og sleppi við „óþæga þingmenn“ allt kjörtímabilið því ríkisstjórnin mun aðeins halda velli með eins þingmanns meirihluta. Eitt stórt mál sem ná þarf sátt um í texta stjórnarsáttmálans snýr að Evrópusambandinu. Sjálfstæðisflokkurinn er á móti aðild. Björt framtíð vill að þjóðin „taki afstöðu til aðildar á grunni fullkláraðs samnings í þjóðaratkvæðagreiðslu“. Viðreisn vill „bera undir þjóðaratkvæði hvort ljúka eigi aðildarviðræðum við Evrópusambandið“. Hvernig á að orða spurninguna í þjóðaratkvæðagreiðslunni? Og hvenær á að tímasetja hana? Evrópusambandið stendur á tímamótum. Meirihluti Breta greiddi atkvæði með úrsögn úr sambandinu í júní. Á sama tíma eru ríkin 19 í myntsamstarfinu um evruna enn að bíta úr nálinni með afleiðingar skuldakreppunnar. Það er líka áhugavert að velta fyrir sér hvernig eigi að „selja“ íslenskum kjósendum þetta mál. Er „sölupunkturinn“ sá að aðild að ESB sé gott markmið því í fyllingu tímans verði eftirsóknarvert að ganga inn í Evrópska myntbandalagið og taka upp evru? Joseph Stiglitz, Nóbelsverðlaunahafi í hagfræði, færir fyrir því rök í nýrri bók að evran hafi verið gölluð frá byrjun. Í reynd hafi flestir tapað á myntsamstarfinu og kerfisgallarnir í því feli í sér „óyfirstíganlegar hindranir“. Ein af þeim leiðum sem hann nefnir til úrbóta er að Þjóðverjar hætti í evrunni. Önnur er að brjóta samstarfið upp í tvö myntsvæði. Óbreytt ástand gangi ekki til lengdar. Evrusamstarfið sé dauðadæmt í núverandi mynd. Ætla stjórnmálamenn að selja íslenskum kjósendum að það sé eftirsóknarvert að taka upp evruna þegar einn fremsti peningahagfræðingur heims gefur evrunni þessa einkunn? Annað sem skapar vanda við gerð stjórnarsáttmála lýtur að kerfisbreytingum í landbúnaði. Björt framtíð endurheimti hluta af fylgi sínu með vasklegri framgöngu í umræðum um búvörusamninga fyrr í haust. Þeir sem til þekkja segja raunhæfasta valkostinn málamiðlun sem byggi að hluta á stefnu sem mörkuð var með nýju búvörusamningunum. Í krafti lagabreytinga sem gerðar voru samhliða þeim var skipaður samráðshópur um endurskoðun þessara samninga. Þar er kveðið á um aðkomu afurðastöðva, atvinnulífs, bænda, launþega og neytenda að vinnu sem á að ljúka 2019. Mun Björt framtíð sætta sig við stefnu sem byggir á endurskoðun þeirra búvörusamninga sem hún barðist svo hatrammlega gegn? Ljóst er að það verður mikil áskorun að finna ásættanlega málamiðlun. Þingmenn Viðreisnar fá sterk skilaboð úr sínu baklandi að gefa ekki eftir þegar kemur að stefnu flokksins í sjávarútvegsmálum sem felst í því að setja hluta aflaheimilda á uppboð árlega. Munu þingmenn Sjálfstæðisflokksins styðja uppboðsleið ef ekki er víst að hún skili meiri tekjum í ríkissjóð en núverandi veiðigjöld? Það verður óneitanlega forvitnilegt að sjá stjórnarsáttmálann, ef hann lítur dagsins ljós.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun