Laun grunnskólakennara hafa hækkað minna en launavísitala Snærós Sindradóttir skrifar 15. nóvember 2016 06:45 Fulltrúar grunnskólakennara mættu til fundar við viðsemjendur sína frá sveitarfélögunum hjá ríkissáttasemjara í gær. vísir/jói k. Grunnlaun grunnskólakennara með tíu ára starfsreynslu eru nú ríflega 440 þúsund krónur en laun grunnskólakennara hafa hækkað um 86,7 prósent á tíu ára tímabili. Launin hafa því hækkað minna en sem nemur launavísitölu sem nemur 92,7 prósentum. Samninganefndir kennara og sveitarfélaga funduðu í gær og munu hittast á ný á morgun.Ragnar Þór PéturssonGrunnskólakennarar eru samningslausir síðan í sumar og hafa tvívegis fellt samninga síðan þá. Í dag, þriðjudag, hafa grunnskólakennarar verið hvattir til að ganga úr vinnu klukkan 14.30 og mæta á kröfufund kennara í Háskólabíói. Þá verða sambærilegir fundir í Hafnarfirði og Reykjanesbæ og kennarar ætla að fjölmenna á áhorfendapalla á fundi borgarstjórnar til að krefjast hærri launa. „Ég á ekki von á því að þetta muni hafa áhrif á kennslu enda henni að mestu lokið á þessum tíma,“ segir Ragnar Þór Pétursson, kennari og einn skipuleggjenda fundarins. Sé tekið mið af launareiknivél á vef Félags grunnskólakennara sést að grunnskólakennari sem er að hefja störf og hefur eins árs starfsreynslu er með 397.555 krónur í grunnlaun. Þess utan fá kennarar svokallaða annaruppbót tvisvar á ári, í desember og júní, 76.500 krónur í hvort skipti. Samtals 153 þúsund krónur í uppbót árlega. Kjarasamningur grunnskólakennara frá 2014 gerði meðal annars ráð fyrir því að afsal áunninna réttinda um að kenna færri tíma á viku eftir því sem liði á starfsævina gæti falið í sér kjarabætur. Níutíu prósent kennara afsöluðu sér þeim réttindum. Ragnar segir að semjist ekki á næstu tveimur vikum megi gera ráð fyrir því að kennarar fái endanlega nóg, segi upp og leiti í önnur störf. „Við höfum fellt sama kjarasamninginn tvisvar. Það virðist vera þjóðarsátt um það að kennarar séu láglaunastétt. Þeir ná ekki meðallaunum og eru talsvert langt frá því. Þegar stefnt var að stöðugleika var áfram miðað við að við værum láglaunastétt og við sættum okkur ekki við það.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Verkfall 2016 Tengdar fréttir Kennarar og sveitarfélögin mætt til samningafundar í Karphúsinu Kennarar hafa verið samningslausir frá því í júní. 14. nóvember 2016 13:51 Þúsundir grunnskólakennara hafa hætt og farið í önnur störf Formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar segir það vandamál hve margir kennarar hafi leitað í önnur störf. 8. nóvember 2016 06:00 Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira
Grunnlaun grunnskólakennara með tíu ára starfsreynslu eru nú ríflega 440 þúsund krónur en laun grunnskólakennara hafa hækkað um 86,7 prósent á tíu ára tímabili. Launin hafa því hækkað minna en sem nemur launavísitölu sem nemur 92,7 prósentum. Samninganefndir kennara og sveitarfélaga funduðu í gær og munu hittast á ný á morgun.Ragnar Þór PéturssonGrunnskólakennarar eru samningslausir síðan í sumar og hafa tvívegis fellt samninga síðan þá. Í dag, þriðjudag, hafa grunnskólakennarar verið hvattir til að ganga úr vinnu klukkan 14.30 og mæta á kröfufund kennara í Háskólabíói. Þá verða sambærilegir fundir í Hafnarfirði og Reykjanesbæ og kennarar ætla að fjölmenna á áhorfendapalla á fundi borgarstjórnar til að krefjast hærri launa. „Ég á ekki von á því að þetta muni hafa áhrif á kennslu enda henni að mestu lokið á þessum tíma,“ segir Ragnar Þór Pétursson, kennari og einn skipuleggjenda fundarins. Sé tekið mið af launareiknivél á vef Félags grunnskólakennara sést að grunnskólakennari sem er að hefja störf og hefur eins árs starfsreynslu er með 397.555 krónur í grunnlaun. Þess utan fá kennarar svokallaða annaruppbót tvisvar á ári, í desember og júní, 76.500 krónur í hvort skipti. Samtals 153 þúsund krónur í uppbót árlega. Kjarasamningur grunnskólakennara frá 2014 gerði meðal annars ráð fyrir því að afsal áunninna réttinda um að kenna færri tíma á viku eftir því sem liði á starfsævina gæti falið í sér kjarabætur. Níutíu prósent kennara afsöluðu sér þeim réttindum. Ragnar segir að semjist ekki á næstu tveimur vikum megi gera ráð fyrir því að kennarar fái endanlega nóg, segi upp og leiti í önnur störf. „Við höfum fellt sama kjarasamninginn tvisvar. Það virðist vera þjóðarsátt um það að kennarar séu láglaunastétt. Þeir ná ekki meðallaunum og eru talsvert langt frá því. Þegar stefnt var að stöðugleika var áfram miðað við að við værum láglaunastétt og við sættum okkur ekki við það.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Verkfall 2016 Tengdar fréttir Kennarar og sveitarfélögin mætt til samningafundar í Karphúsinu Kennarar hafa verið samningslausir frá því í júní. 14. nóvember 2016 13:51 Þúsundir grunnskólakennara hafa hætt og farið í önnur störf Formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar segir það vandamál hve margir kennarar hafi leitað í önnur störf. 8. nóvember 2016 06:00 Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira
Kennarar og sveitarfélögin mætt til samningafundar í Karphúsinu Kennarar hafa verið samningslausir frá því í júní. 14. nóvember 2016 13:51
Þúsundir grunnskólakennara hafa hætt og farið í önnur störf Formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar segir það vandamál hve margir kennarar hafi leitað í önnur störf. 8. nóvember 2016 06:00