Laun grunnskólakennara hafa hækkað minna en launavísitala Snærós Sindradóttir skrifar 15. nóvember 2016 06:45 Fulltrúar grunnskólakennara mættu til fundar við viðsemjendur sína frá sveitarfélögunum hjá ríkissáttasemjara í gær. vísir/jói k. Grunnlaun grunnskólakennara með tíu ára starfsreynslu eru nú ríflega 440 þúsund krónur en laun grunnskólakennara hafa hækkað um 86,7 prósent á tíu ára tímabili. Launin hafa því hækkað minna en sem nemur launavísitölu sem nemur 92,7 prósentum. Samninganefndir kennara og sveitarfélaga funduðu í gær og munu hittast á ný á morgun.Ragnar Þór PéturssonGrunnskólakennarar eru samningslausir síðan í sumar og hafa tvívegis fellt samninga síðan þá. Í dag, þriðjudag, hafa grunnskólakennarar verið hvattir til að ganga úr vinnu klukkan 14.30 og mæta á kröfufund kennara í Háskólabíói. Þá verða sambærilegir fundir í Hafnarfirði og Reykjanesbæ og kennarar ætla að fjölmenna á áhorfendapalla á fundi borgarstjórnar til að krefjast hærri launa. „Ég á ekki von á því að þetta muni hafa áhrif á kennslu enda henni að mestu lokið á þessum tíma,“ segir Ragnar Þór Pétursson, kennari og einn skipuleggjenda fundarins. Sé tekið mið af launareiknivél á vef Félags grunnskólakennara sést að grunnskólakennari sem er að hefja störf og hefur eins árs starfsreynslu er með 397.555 krónur í grunnlaun. Þess utan fá kennarar svokallaða annaruppbót tvisvar á ári, í desember og júní, 76.500 krónur í hvort skipti. Samtals 153 þúsund krónur í uppbót árlega. Kjarasamningur grunnskólakennara frá 2014 gerði meðal annars ráð fyrir því að afsal áunninna réttinda um að kenna færri tíma á viku eftir því sem liði á starfsævina gæti falið í sér kjarabætur. Níutíu prósent kennara afsöluðu sér þeim réttindum. Ragnar segir að semjist ekki á næstu tveimur vikum megi gera ráð fyrir því að kennarar fái endanlega nóg, segi upp og leiti í önnur störf. „Við höfum fellt sama kjarasamninginn tvisvar. Það virðist vera þjóðarsátt um það að kennarar séu láglaunastétt. Þeir ná ekki meðallaunum og eru talsvert langt frá því. Þegar stefnt var að stöðugleika var áfram miðað við að við værum láglaunastétt og við sættum okkur ekki við það.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Verkfall 2016 Tengdar fréttir Kennarar og sveitarfélögin mætt til samningafundar í Karphúsinu Kennarar hafa verið samningslausir frá því í júní. 14. nóvember 2016 13:51 Þúsundir grunnskólakennara hafa hætt og farið í önnur störf Formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar segir það vandamál hve margir kennarar hafi leitað í önnur störf. 8. nóvember 2016 06:00 Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Grunnlaun grunnskólakennara með tíu ára starfsreynslu eru nú ríflega 440 þúsund krónur en laun grunnskólakennara hafa hækkað um 86,7 prósent á tíu ára tímabili. Launin hafa því hækkað minna en sem nemur launavísitölu sem nemur 92,7 prósentum. Samninganefndir kennara og sveitarfélaga funduðu í gær og munu hittast á ný á morgun.Ragnar Þór PéturssonGrunnskólakennarar eru samningslausir síðan í sumar og hafa tvívegis fellt samninga síðan þá. Í dag, þriðjudag, hafa grunnskólakennarar verið hvattir til að ganga úr vinnu klukkan 14.30 og mæta á kröfufund kennara í Háskólabíói. Þá verða sambærilegir fundir í Hafnarfirði og Reykjanesbæ og kennarar ætla að fjölmenna á áhorfendapalla á fundi borgarstjórnar til að krefjast hærri launa. „Ég á ekki von á því að þetta muni hafa áhrif á kennslu enda henni að mestu lokið á þessum tíma,“ segir Ragnar Þór Pétursson, kennari og einn skipuleggjenda fundarins. Sé tekið mið af launareiknivél á vef Félags grunnskólakennara sést að grunnskólakennari sem er að hefja störf og hefur eins árs starfsreynslu er með 397.555 krónur í grunnlaun. Þess utan fá kennarar svokallaða annaruppbót tvisvar á ári, í desember og júní, 76.500 krónur í hvort skipti. Samtals 153 þúsund krónur í uppbót árlega. Kjarasamningur grunnskólakennara frá 2014 gerði meðal annars ráð fyrir því að afsal áunninna réttinda um að kenna færri tíma á viku eftir því sem liði á starfsævina gæti falið í sér kjarabætur. Níutíu prósent kennara afsöluðu sér þeim réttindum. Ragnar segir að semjist ekki á næstu tveimur vikum megi gera ráð fyrir því að kennarar fái endanlega nóg, segi upp og leiti í önnur störf. „Við höfum fellt sama kjarasamninginn tvisvar. Það virðist vera þjóðarsátt um það að kennarar séu láglaunastétt. Þeir ná ekki meðallaunum og eru talsvert langt frá því. Þegar stefnt var að stöðugleika var áfram miðað við að við værum láglaunastétt og við sættum okkur ekki við það.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Verkfall 2016 Tengdar fréttir Kennarar og sveitarfélögin mætt til samningafundar í Karphúsinu Kennarar hafa verið samningslausir frá því í júní. 14. nóvember 2016 13:51 Þúsundir grunnskólakennara hafa hætt og farið í önnur störf Formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar segir það vandamál hve margir kennarar hafi leitað í önnur störf. 8. nóvember 2016 06:00 Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Kennarar og sveitarfélögin mætt til samningafundar í Karphúsinu Kennarar hafa verið samningslausir frá því í júní. 14. nóvember 2016 13:51
Þúsundir grunnskólakennara hafa hætt og farið í önnur störf Formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar segir það vandamál hve margir kennarar hafi leitað í önnur störf. 8. nóvember 2016 06:00