97 ára Svíi kaupir Mustang GT Finnur Thorlacius skrifar 14. nóvember 2016 13:59 Það verður enginn of gamall til að leika sér og uppfylla langþráða drauma. Það á sannarlega við Svíann Lennart Ribring sem keypti sér Ford Mustang GT um daginn og endurnýjaði með því kynnin af slíkum bíl, því fyrir 50 árum gerði hann slíkt hið sama. Lennart var einn fyrsti Svíinn sem keyptu sér Mustang fyrir hálfri öld síðan og hefur ást hans á bílnum aldrei minnkað síðan, en nú var bara kominn tími til að fá sér einn nýjan. Ford Mustang GT er 435 hestafla bíll með sinni 5,0 lítra V8 vél og því ætti hinn aldraði Svíi að komast vel úr sporunum. Í myndskeiðinu hér að ofan má sjá þegar Lennart sækir bíl sinn til Ford í Svíþjóð og þegar hann tekur son sinn í bíltúr á nýja bílnum, en sonur hans er reyndar ekkert unglamb heldur. Lennart kenndi einmitt syni sínum að aka bíl á gamla Mustang bílnum. Ekki slæmur pabbi þar. Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent
Það verður enginn of gamall til að leika sér og uppfylla langþráða drauma. Það á sannarlega við Svíann Lennart Ribring sem keypti sér Ford Mustang GT um daginn og endurnýjaði með því kynnin af slíkum bíl, því fyrir 50 árum gerði hann slíkt hið sama. Lennart var einn fyrsti Svíinn sem keyptu sér Mustang fyrir hálfri öld síðan og hefur ást hans á bílnum aldrei minnkað síðan, en nú var bara kominn tími til að fá sér einn nýjan. Ford Mustang GT er 435 hestafla bíll með sinni 5,0 lítra V8 vél og því ætti hinn aldraði Svíi að komast vel úr sporunum. Í myndskeiðinu hér að ofan má sjá þegar Lennart sækir bíl sinn til Ford í Svíþjóð og þegar hann tekur son sinn í bíltúr á nýja bílnum, en sonur hans er reyndar ekkert unglamb heldur. Lennart kenndi einmitt syni sínum að aka bíl á gamla Mustang bílnum. Ekki slæmur pabbi þar.
Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent