McIlroy ætlar sér að ná efsta sæti heimslistans um helgina Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 14. nóvember 2016 11:40 Rory McIlroy hefur spilað vel síðustu mánuðina. Vísir/Getty Rory McIlroy hefur augastað á efsta sæti heimslistans í golfi og ætlar sér að ná því af Ástralanum Jason Day um helgina. McIlroy hefur ekki verið á toppi heimslistans síðan í ágúst í fyrra en Day hefur einokað toppsætið síðan í mars á þessu ári. Lokamót Evrópumótaraðarinnar fer fram í Dubai um helgina og þó svo að McIlroy eigi lítinn möguleika á að verja meistaratitilinn sem hann vann á mótaröðinni í fyrra gæti sigur á mótinu dugað til að komast aftur á topp heimslistans. „Það verður heilmikið í húfi hjá mér þessa vikuna,“ sagði McIlroy við Sky Sports í gær. „Ef ég vinn þetta mót næ ég að enda árið í efsta sæti heimslistans sem er mikil hvatning fyrir mig.“ Sem stendur er McIlroy í fjórða sæti peningalistans á Evrópumótaröðinni. Svíinn Henrik Stenson eru efstir en á eftir þeim koma Danny Willett frá Englandi og Alex Noren frá Svíþjóð. Noren bar sigur úr býtum á Nedbank-mótinu í Suður-Afríku en mótinu lauk í gær. McIlroy sleppti því móti en þarf ekki að örvænta þar sem hann fagnaði sigri í FedEx Cup, úrslitakeppni PGA-mótaraðarinnar. McIlroy fékk tíu milljónir Bandaríkjadala fyrir þann árangur. „Ég sé ekki eftir [að hafa misst af Nedbank-mótinu]. Það hefði verið önnur saga ef ég hefði ekki unnið FedEx-bikarinn en ég hef unnið titilinn á Evrópamótaröðinni áður og geri það vonandi aftur síðar,“ sagði McIlroy. „Ég held að Henrik sé líklegastur í ár. Hann hefur verið að spila mjög vel. Völlurinn hentar honum betur en Danny.“ DP World Tour Championship, lokamót Evrópumótaraðarinnar, hefst í Dubai á fimmtudag en síðustu tveir keppnisdaganir, á laugardag og sunnudag, verða sýndir í beinni útsendingu á Golfstöðinni. Golf Tengdar fréttir Bandaríkin sigurvegarar á heimavelli í Ryder-bikarnum Bandaríska sveitin hafði betur gegn Evrópu í Ryder-bikarnum í golfi sem lauk rétt í þessu en þetta er í fyrsta skiptið síðan 2008 sem Bandaríkin hafa betur í þessu sögufræga golfmóti. 2. október 2016 21:45 McIlroy sýndi styrk sinn í bráðabana Rory McIlroy varð hlutskarpastur á Tour Championship mótinu í gær. Þetta var lokamótið á PGA-mótaröðinni en leikið var á East Lake Golf Club í Atlanta. 26. september 2016 07:45 Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Enski boltinn Laus úr útlegðinni og mættur heim Handbolti Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Fleiri fréttir „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ „Ertu að horfa Donald Trump?“ Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Bandaríkin í brekku en reyna að klóra í bakkann Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Bandaríkin með bakið upp við vegg Fyrirliði Evrópu greinir frá því hvað Trump sagði við hann Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Fyrirliði Evrópu baunar á Bandaríkin: „Drifnir áfram af einhverju sem peningar geta ekki keypt“ Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Bandarísku kylfingarnir gefa Ryder-launin eftir gagnrýni Gunnlaugur Árni næstefstur og verður á Golf Channel í kvöld Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Andrea tók sjötta sætið Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Eina breytingin á Ryderliðinu var að skipta um tvíbura Sjá meira
Rory McIlroy hefur augastað á efsta sæti heimslistans í golfi og ætlar sér að ná því af Ástralanum Jason Day um helgina. McIlroy hefur ekki verið á toppi heimslistans síðan í ágúst í fyrra en Day hefur einokað toppsætið síðan í mars á þessu ári. Lokamót Evrópumótaraðarinnar fer fram í Dubai um helgina og þó svo að McIlroy eigi lítinn möguleika á að verja meistaratitilinn sem hann vann á mótaröðinni í fyrra gæti sigur á mótinu dugað til að komast aftur á topp heimslistans. „Það verður heilmikið í húfi hjá mér þessa vikuna,“ sagði McIlroy við Sky Sports í gær. „Ef ég vinn þetta mót næ ég að enda árið í efsta sæti heimslistans sem er mikil hvatning fyrir mig.“ Sem stendur er McIlroy í fjórða sæti peningalistans á Evrópumótaröðinni. Svíinn Henrik Stenson eru efstir en á eftir þeim koma Danny Willett frá Englandi og Alex Noren frá Svíþjóð. Noren bar sigur úr býtum á Nedbank-mótinu í Suður-Afríku en mótinu lauk í gær. McIlroy sleppti því móti en þarf ekki að örvænta þar sem hann fagnaði sigri í FedEx Cup, úrslitakeppni PGA-mótaraðarinnar. McIlroy fékk tíu milljónir Bandaríkjadala fyrir þann árangur. „Ég sé ekki eftir [að hafa misst af Nedbank-mótinu]. Það hefði verið önnur saga ef ég hefði ekki unnið FedEx-bikarinn en ég hef unnið titilinn á Evrópamótaröðinni áður og geri það vonandi aftur síðar,“ sagði McIlroy. „Ég held að Henrik sé líklegastur í ár. Hann hefur verið að spila mjög vel. Völlurinn hentar honum betur en Danny.“ DP World Tour Championship, lokamót Evrópumótaraðarinnar, hefst í Dubai á fimmtudag en síðustu tveir keppnisdaganir, á laugardag og sunnudag, verða sýndir í beinni útsendingu á Golfstöðinni.
Golf Tengdar fréttir Bandaríkin sigurvegarar á heimavelli í Ryder-bikarnum Bandaríska sveitin hafði betur gegn Evrópu í Ryder-bikarnum í golfi sem lauk rétt í þessu en þetta er í fyrsta skiptið síðan 2008 sem Bandaríkin hafa betur í þessu sögufræga golfmóti. 2. október 2016 21:45 McIlroy sýndi styrk sinn í bráðabana Rory McIlroy varð hlutskarpastur á Tour Championship mótinu í gær. Þetta var lokamótið á PGA-mótaröðinni en leikið var á East Lake Golf Club í Atlanta. 26. september 2016 07:45 Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Enski boltinn Laus úr útlegðinni og mættur heim Handbolti Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Fleiri fréttir „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ „Ertu að horfa Donald Trump?“ Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Bandaríkin í brekku en reyna að klóra í bakkann Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Bandaríkin með bakið upp við vegg Fyrirliði Evrópu greinir frá því hvað Trump sagði við hann Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Fyrirliði Evrópu baunar á Bandaríkin: „Drifnir áfram af einhverju sem peningar geta ekki keypt“ Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Bandarísku kylfingarnir gefa Ryder-launin eftir gagnrýni Gunnlaugur Árni næstefstur og verður á Golf Channel í kvöld Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Andrea tók sjötta sætið Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Eina breytingin á Ryderliðinu var að skipta um tvíbura Sjá meira
Bandaríkin sigurvegarar á heimavelli í Ryder-bikarnum Bandaríska sveitin hafði betur gegn Evrópu í Ryder-bikarnum í golfi sem lauk rétt í þessu en þetta er í fyrsta skiptið síðan 2008 sem Bandaríkin hafa betur í þessu sögufræga golfmóti. 2. október 2016 21:45
McIlroy sýndi styrk sinn í bráðabana Rory McIlroy varð hlutskarpastur á Tour Championship mótinu í gær. Þetta var lokamótið á PGA-mótaröðinni en leikið var á East Lake Golf Club í Atlanta. 26. september 2016 07:45