McIlroy ætlar sér að ná efsta sæti heimslistans um helgina Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 14. nóvember 2016 11:40 Rory McIlroy hefur spilað vel síðustu mánuðina. Vísir/Getty Rory McIlroy hefur augastað á efsta sæti heimslistans í golfi og ætlar sér að ná því af Ástralanum Jason Day um helgina. McIlroy hefur ekki verið á toppi heimslistans síðan í ágúst í fyrra en Day hefur einokað toppsætið síðan í mars á þessu ári. Lokamót Evrópumótaraðarinnar fer fram í Dubai um helgina og þó svo að McIlroy eigi lítinn möguleika á að verja meistaratitilinn sem hann vann á mótaröðinni í fyrra gæti sigur á mótinu dugað til að komast aftur á topp heimslistans. „Það verður heilmikið í húfi hjá mér þessa vikuna,“ sagði McIlroy við Sky Sports í gær. „Ef ég vinn þetta mót næ ég að enda árið í efsta sæti heimslistans sem er mikil hvatning fyrir mig.“ Sem stendur er McIlroy í fjórða sæti peningalistans á Evrópumótaröðinni. Svíinn Henrik Stenson eru efstir en á eftir þeim koma Danny Willett frá Englandi og Alex Noren frá Svíþjóð. Noren bar sigur úr býtum á Nedbank-mótinu í Suður-Afríku en mótinu lauk í gær. McIlroy sleppti því móti en þarf ekki að örvænta þar sem hann fagnaði sigri í FedEx Cup, úrslitakeppni PGA-mótaraðarinnar. McIlroy fékk tíu milljónir Bandaríkjadala fyrir þann árangur. „Ég sé ekki eftir [að hafa misst af Nedbank-mótinu]. Það hefði verið önnur saga ef ég hefði ekki unnið FedEx-bikarinn en ég hef unnið titilinn á Evrópamótaröðinni áður og geri það vonandi aftur síðar,“ sagði McIlroy. „Ég held að Henrik sé líklegastur í ár. Hann hefur verið að spila mjög vel. Völlurinn hentar honum betur en Danny.“ DP World Tour Championship, lokamót Evrópumótaraðarinnar, hefst í Dubai á fimmtudag en síðustu tveir keppnisdaganir, á laugardag og sunnudag, verða sýndir í beinni útsendingu á Golfstöðinni. Golf Tengdar fréttir Bandaríkin sigurvegarar á heimavelli í Ryder-bikarnum Bandaríska sveitin hafði betur gegn Evrópu í Ryder-bikarnum í golfi sem lauk rétt í þessu en þetta er í fyrsta skiptið síðan 2008 sem Bandaríkin hafa betur í þessu sögufræga golfmóti. 2. október 2016 21:45 McIlroy sýndi styrk sinn í bráðabana Rory McIlroy varð hlutskarpastur á Tour Championship mótinu í gær. Þetta var lokamótið á PGA-mótaröðinni en leikið var á East Lake Golf Club í Atlanta. 26. september 2016 07:45 Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Þýskaland - Ísland | Strákarnir okkar hafa mikið að sanna Handbolti Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Fótbolti Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Rory McIlroy hefur augastað á efsta sæti heimslistans í golfi og ætlar sér að ná því af Ástralanum Jason Day um helgina. McIlroy hefur ekki verið á toppi heimslistans síðan í ágúst í fyrra en Day hefur einokað toppsætið síðan í mars á þessu ári. Lokamót Evrópumótaraðarinnar fer fram í Dubai um helgina og þó svo að McIlroy eigi lítinn möguleika á að verja meistaratitilinn sem hann vann á mótaröðinni í fyrra gæti sigur á mótinu dugað til að komast aftur á topp heimslistans. „Það verður heilmikið í húfi hjá mér þessa vikuna,“ sagði McIlroy við Sky Sports í gær. „Ef ég vinn þetta mót næ ég að enda árið í efsta sæti heimslistans sem er mikil hvatning fyrir mig.“ Sem stendur er McIlroy í fjórða sæti peningalistans á Evrópumótaröðinni. Svíinn Henrik Stenson eru efstir en á eftir þeim koma Danny Willett frá Englandi og Alex Noren frá Svíþjóð. Noren bar sigur úr býtum á Nedbank-mótinu í Suður-Afríku en mótinu lauk í gær. McIlroy sleppti því móti en þarf ekki að örvænta þar sem hann fagnaði sigri í FedEx Cup, úrslitakeppni PGA-mótaraðarinnar. McIlroy fékk tíu milljónir Bandaríkjadala fyrir þann árangur. „Ég sé ekki eftir [að hafa misst af Nedbank-mótinu]. Það hefði verið önnur saga ef ég hefði ekki unnið FedEx-bikarinn en ég hef unnið titilinn á Evrópamótaröðinni áður og geri það vonandi aftur síðar,“ sagði McIlroy. „Ég held að Henrik sé líklegastur í ár. Hann hefur verið að spila mjög vel. Völlurinn hentar honum betur en Danny.“ DP World Tour Championship, lokamót Evrópumótaraðarinnar, hefst í Dubai á fimmtudag en síðustu tveir keppnisdaganir, á laugardag og sunnudag, verða sýndir í beinni útsendingu á Golfstöðinni.
Golf Tengdar fréttir Bandaríkin sigurvegarar á heimavelli í Ryder-bikarnum Bandaríska sveitin hafði betur gegn Evrópu í Ryder-bikarnum í golfi sem lauk rétt í þessu en þetta er í fyrsta skiptið síðan 2008 sem Bandaríkin hafa betur í þessu sögufræga golfmóti. 2. október 2016 21:45 McIlroy sýndi styrk sinn í bráðabana Rory McIlroy varð hlutskarpastur á Tour Championship mótinu í gær. Þetta var lokamótið á PGA-mótaröðinni en leikið var á East Lake Golf Club í Atlanta. 26. september 2016 07:45 Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Þýskaland - Ísland | Strákarnir okkar hafa mikið að sanna Handbolti Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Fótbolti Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Bandaríkin sigurvegarar á heimavelli í Ryder-bikarnum Bandaríska sveitin hafði betur gegn Evrópu í Ryder-bikarnum í golfi sem lauk rétt í þessu en þetta er í fyrsta skiptið síðan 2008 sem Bandaríkin hafa betur í þessu sögufræga golfmóti. 2. október 2016 21:45
McIlroy sýndi styrk sinn í bráðabana Rory McIlroy varð hlutskarpastur á Tour Championship mótinu í gær. Þetta var lokamótið á PGA-mótaröðinni en leikið var á East Lake Golf Club í Atlanta. 26. september 2016 07:45