Landnemarnir sigla áfram til Grænlands og Vínlands Kristján Már Unnarsson skrifar 13. nóvember 2016 10:15 Landnám Íslendinga á Grænlandi með siglingu Eiríks rauða árið 985 og dularfullt hvarf norrænu þjóðarinnar um 500 árum síðar er meðal þess fjallað verður um í þáttaröðinni „Landnemarnir“ sem heldur áfram á Stöð 2 í vetur. Myndin að ofan var tekin við Hvalseyjarkirkju þegar Stöðvar 2-menn voru þar við upptökur. Þeir Eiríkur Hilmisson hljóðmaður og Friðrik Þór Halldórsson kvikmyndatökumaður standa fyrir framan kirkjuna en síðustu fréttir af norrænu byggðinni á Grænlandi eru frá brúðkaupi þar árið 1408. Síðan hefur ekkert spurst til fólksins. Viðfangsefni þáttanna er sem fyrr; upphaf Íslandssögunnar og rætur íslensku þjóðarinnar. Í þeim verða fleiri leyndardómar landnámssögunnar krufðir. Fjallað verður um eitt mesta siglingaafrek norrænna manna; landafundina á meginlandi Ameríku, sjálfa Vínlandsgátuna. Frægustu fornminjar eftir víkinga sem fundist hafa í Kanada verða heimsóttar.Myndefnis í þættina var aflað víða. Hér er Egill Aðalsteinsson að kvikmynda bæinn Kvam við Aurlandsfjörð í Sogni í Noregi. Kenningar eru um að þaðan hafi Auður djúpúðga verið ættuð og þessvegna valið landnámsbæ sínum i Dölum nafnið Hvamm.Stöð 2/Kristján Már Unnarsson.Fyrri hlutinn, ellefu þættir, var sýndur síðastliðinn vetur en síðari hlutinn hefst á morgun, mánudag, 14. nóvember. Í næstu níu þáttum verða einnig sögustaðir heimsóttir í öllum landsfjórðungum Íslands, rýnt í frásagnir af landnámshöfðingjum og spurt hvernig nýtt samfélag gat orðið til á Íslandi á undraskömmum tíma. Greint verður frá umdeildum en heillandi kenningum um að forn dulspeki hafi verið ráðandi þáttur í landnáminu. Þátturinn í kvöld verður sýndur klukkan 19.55, á eftir viðtalsþætti 60 Minutes við Donald Trump, og ber undirtitilinn Höfðingarnir. Rýnt verður í sögu nokkurra stórhöfðingja íslensku landnámssögunnar, manna eins og Ingimundar gamla, Helga magra, Hrollaugs Rögnvaldssonar, Ólafs tvennumbrúna og Ketils hængs. Flestir hröktust úr fyrri heimkynnum til Íslands. Þar numu þeir stór héruð og gerðust landnámshöfðingjar. Víkingurinn „Ólafur tvennumbrúni" kvikmyndaður á víkingaskipi á vatni á Lófóten. Þar kennir hann norskum skólabörnum sögu eins af landsnámsmönnum Íslands.Stöð 2/Kristján Már Unnarsson.En voru sumir höfðingjanna bara örnefni og aldrei til, eins og Dýri í Dýrafirði? Hér má sjá kynningarstiklu þáttanna. Donald Trump Grænland Kanada Landnemarnir Tengdar fréttir Keltnesk áhrif vanmetin í menningu Íslendinga Keltnesk áhrif í íslenskri menningu eru mun meiri en menn hafa séð eða viljað vera láta, eins og í örnefnum og tungumálinu. 22. febrúar 2016 22:00 Er íslensk þjóð afurð grimmra stúlknarána? Ísland var numið af norskum strákum sem fóru til Bretlands og náðu sér í konur, segir forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. 21. febrúar 2016 01:30 Þuríði sundafylli hampað í sjávarbyggðum Lofoten Minnisvarði er um landnámskonuna Þuríði sundafylli við ráðhús stærsta sveitarfélagsins á Lofoten. 21. mars 2016 20:00 Telja Auði djúpúðgu ættaða frá Kvam við Aurlandsfjörð Þess vegna hafi hún valið sama heiti á landnámsbæ sinn á Íslandi. 8. febrúar 2016 19:15 Norðmenn segja Ingólf úr Hrífudal Ingólfur Arnarson, fyrsti landnámsmaður Íslands, kom frá Dalsfirði á Fjölum, samkvæmt Landnámabók. 29. janúar 2016 15:00 Þuríður sundafyllir dæmi um samískar rætur Íslendinga? Þuríður sundafyllir er ein fárra landnámskvenna sem getið er um fornsögunum. Vísbendingar eru um að hún gæti hafa verið Sami. 20. mars 2016 09:45 Mest lesið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Lífið Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Lífið Fleiri fréttir „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
Landnám Íslendinga á Grænlandi með siglingu Eiríks rauða árið 985 og dularfullt hvarf norrænu þjóðarinnar um 500 árum síðar er meðal þess fjallað verður um í þáttaröðinni „Landnemarnir“ sem heldur áfram á Stöð 2 í vetur. Myndin að ofan var tekin við Hvalseyjarkirkju þegar Stöðvar 2-menn voru þar við upptökur. Þeir Eiríkur Hilmisson hljóðmaður og Friðrik Þór Halldórsson kvikmyndatökumaður standa fyrir framan kirkjuna en síðustu fréttir af norrænu byggðinni á Grænlandi eru frá brúðkaupi þar árið 1408. Síðan hefur ekkert spurst til fólksins. Viðfangsefni þáttanna er sem fyrr; upphaf Íslandssögunnar og rætur íslensku þjóðarinnar. Í þeim verða fleiri leyndardómar landnámssögunnar krufðir. Fjallað verður um eitt mesta siglingaafrek norrænna manna; landafundina á meginlandi Ameríku, sjálfa Vínlandsgátuna. Frægustu fornminjar eftir víkinga sem fundist hafa í Kanada verða heimsóttar.Myndefnis í þættina var aflað víða. Hér er Egill Aðalsteinsson að kvikmynda bæinn Kvam við Aurlandsfjörð í Sogni í Noregi. Kenningar eru um að þaðan hafi Auður djúpúðga verið ættuð og þessvegna valið landnámsbæ sínum i Dölum nafnið Hvamm.Stöð 2/Kristján Már Unnarsson.Fyrri hlutinn, ellefu þættir, var sýndur síðastliðinn vetur en síðari hlutinn hefst á morgun, mánudag, 14. nóvember. Í næstu níu þáttum verða einnig sögustaðir heimsóttir í öllum landsfjórðungum Íslands, rýnt í frásagnir af landnámshöfðingjum og spurt hvernig nýtt samfélag gat orðið til á Íslandi á undraskömmum tíma. Greint verður frá umdeildum en heillandi kenningum um að forn dulspeki hafi verið ráðandi þáttur í landnáminu. Þátturinn í kvöld verður sýndur klukkan 19.55, á eftir viðtalsþætti 60 Minutes við Donald Trump, og ber undirtitilinn Höfðingarnir. Rýnt verður í sögu nokkurra stórhöfðingja íslensku landnámssögunnar, manna eins og Ingimundar gamla, Helga magra, Hrollaugs Rögnvaldssonar, Ólafs tvennumbrúna og Ketils hængs. Flestir hröktust úr fyrri heimkynnum til Íslands. Þar numu þeir stór héruð og gerðust landnámshöfðingjar. Víkingurinn „Ólafur tvennumbrúni" kvikmyndaður á víkingaskipi á vatni á Lófóten. Þar kennir hann norskum skólabörnum sögu eins af landsnámsmönnum Íslands.Stöð 2/Kristján Már Unnarsson.En voru sumir höfðingjanna bara örnefni og aldrei til, eins og Dýri í Dýrafirði? Hér má sjá kynningarstiklu þáttanna.
Donald Trump Grænland Kanada Landnemarnir Tengdar fréttir Keltnesk áhrif vanmetin í menningu Íslendinga Keltnesk áhrif í íslenskri menningu eru mun meiri en menn hafa séð eða viljað vera láta, eins og í örnefnum og tungumálinu. 22. febrúar 2016 22:00 Er íslensk þjóð afurð grimmra stúlknarána? Ísland var numið af norskum strákum sem fóru til Bretlands og náðu sér í konur, segir forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. 21. febrúar 2016 01:30 Þuríði sundafylli hampað í sjávarbyggðum Lofoten Minnisvarði er um landnámskonuna Þuríði sundafylli við ráðhús stærsta sveitarfélagsins á Lofoten. 21. mars 2016 20:00 Telja Auði djúpúðgu ættaða frá Kvam við Aurlandsfjörð Þess vegna hafi hún valið sama heiti á landnámsbæ sinn á Íslandi. 8. febrúar 2016 19:15 Norðmenn segja Ingólf úr Hrífudal Ingólfur Arnarson, fyrsti landnámsmaður Íslands, kom frá Dalsfirði á Fjölum, samkvæmt Landnámabók. 29. janúar 2016 15:00 Þuríður sundafyllir dæmi um samískar rætur Íslendinga? Þuríður sundafyllir er ein fárra landnámskvenna sem getið er um fornsögunum. Vísbendingar eru um að hún gæti hafa verið Sami. 20. mars 2016 09:45 Mest lesið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Lífið Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Lífið Fleiri fréttir „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
Keltnesk áhrif vanmetin í menningu Íslendinga Keltnesk áhrif í íslenskri menningu eru mun meiri en menn hafa séð eða viljað vera láta, eins og í örnefnum og tungumálinu. 22. febrúar 2016 22:00
Er íslensk þjóð afurð grimmra stúlknarána? Ísland var numið af norskum strákum sem fóru til Bretlands og náðu sér í konur, segir forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. 21. febrúar 2016 01:30
Þuríði sundafylli hampað í sjávarbyggðum Lofoten Minnisvarði er um landnámskonuna Þuríði sundafylli við ráðhús stærsta sveitarfélagsins á Lofoten. 21. mars 2016 20:00
Telja Auði djúpúðgu ættaða frá Kvam við Aurlandsfjörð Þess vegna hafi hún valið sama heiti á landnámsbæ sinn á Íslandi. 8. febrúar 2016 19:15
Norðmenn segja Ingólf úr Hrífudal Ingólfur Arnarson, fyrsti landnámsmaður Íslands, kom frá Dalsfirði á Fjölum, samkvæmt Landnámabók. 29. janúar 2016 15:00
Þuríður sundafyllir dæmi um samískar rætur Íslendinga? Þuríður sundafyllir er ein fárra landnámskvenna sem getið er um fornsögunum. Vísbendingar eru um að hún gæti hafa verið Sami. 20. mars 2016 09:45