Gerir myndbönd og lærir á gítar Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 13. nóvember 2016 11:30 Óli Matti stillir sér upp eins og sönn rokkstjarna. Mynd/Þórdís Lilja Ólafur Matti Matthíasson er í 5. bekk í Hólabrekkuskóla og finnst langskemmtilegast í ensku. Hann hefur gaman af að lesa og var að ljúka við eina bók sem hann gat varla lagt frá sér. Hvaða bók er það? Bókin heitir Maður hendir ekki börnum í ruslatunnuna og er eftir Bent Haller. Hún er spennandi og hræðileg, reyndar svo mikið að ég fékk martröð. En hún fékk mig til að hugsa um hvað ég myndi gera í sömu aðstæðum og söguhetjurnar sem finna nýfætt barn í ruslinu. Helstu áhugamálin? Tónlist, helst popp, RB og allt rokk, líka hiphop dans, að lesa skemmtilegar bækur, gera myndbönd og svo er ég að læra á gítar. Skemmtilegasta ferðalagið? Þegar ég fór hringinn kringum Ísland. Mér finnst gaman að skoða náttúruna og auðvitað að vera með fjölskyldunni. Uppáhaldsstaður á Íslandi? Mér finnst Háifoss í Þjórsárdal mjög flottur og líka stuðlabergið í Reynisfjöru í Mýrdal. Eftirlætistölvuleikur? Ég hef engan áhuga á tölvuleikjum en mér þykir gaman að dansa og syngja við tónlistarmyndbönd á YouTube. Hefurðu lent í ævintýri? Einu sinni ætlaði ég að skreppa með vini mínum í stuttan hjólatúr heima í Efra-Breiðholti sem endaði óvænt í IKEA í Garðabæ. Við áttum 200 krónur og héldum að þær dygðu fyrir einhverju góðgæti í hjólatúrnum. Byrjuðum í Smáralind og ætluðum að fá okkur Dunkin Donuts kleinuhringi en bara einn kostaði 350! Þá datt okkur í hug að hjóla í IKEA, þar gátum við keypt okkur hvor sitt glasið af ísköldu krapi fyrir peninginn. Foreldrar okkar urðu frekar hissa þegar þeir fréttu af þessu ferðalagi. Hvað langar þig að verða? Mig langar mest að verða heimsfræg popp- og rokkstjarna. Þá gæti ég orðið nógu ríkur til að hjálpa þeim sem eiga bágt í heiminum og kannski haft áhrif á að stríð taki enda. Það er stóri draumurinn minn. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 12. nóvember 2016. Krakkar Lífið Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Jiggly Caliente dragdrottning látin Lífið Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Lífið Fleiri fréttir Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Sjá meira
Ólafur Matti Matthíasson er í 5. bekk í Hólabrekkuskóla og finnst langskemmtilegast í ensku. Hann hefur gaman af að lesa og var að ljúka við eina bók sem hann gat varla lagt frá sér. Hvaða bók er það? Bókin heitir Maður hendir ekki börnum í ruslatunnuna og er eftir Bent Haller. Hún er spennandi og hræðileg, reyndar svo mikið að ég fékk martröð. En hún fékk mig til að hugsa um hvað ég myndi gera í sömu aðstæðum og söguhetjurnar sem finna nýfætt barn í ruslinu. Helstu áhugamálin? Tónlist, helst popp, RB og allt rokk, líka hiphop dans, að lesa skemmtilegar bækur, gera myndbönd og svo er ég að læra á gítar. Skemmtilegasta ferðalagið? Þegar ég fór hringinn kringum Ísland. Mér finnst gaman að skoða náttúruna og auðvitað að vera með fjölskyldunni. Uppáhaldsstaður á Íslandi? Mér finnst Háifoss í Þjórsárdal mjög flottur og líka stuðlabergið í Reynisfjöru í Mýrdal. Eftirlætistölvuleikur? Ég hef engan áhuga á tölvuleikjum en mér þykir gaman að dansa og syngja við tónlistarmyndbönd á YouTube. Hefurðu lent í ævintýri? Einu sinni ætlaði ég að skreppa með vini mínum í stuttan hjólatúr heima í Efra-Breiðholti sem endaði óvænt í IKEA í Garðabæ. Við áttum 200 krónur og héldum að þær dygðu fyrir einhverju góðgæti í hjólatúrnum. Byrjuðum í Smáralind og ætluðum að fá okkur Dunkin Donuts kleinuhringi en bara einn kostaði 350! Þá datt okkur í hug að hjóla í IKEA, þar gátum við keypt okkur hvor sitt glasið af ísköldu krapi fyrir peninginn. Foreldrar okkar urðu frekar hissa þegar þeir fréttu af þessu ferðalagi. Hvað langar þig að verða? Mig langar mest að verða heimsfræg popp- og rokkstjarna. Þá gæti ég orðið nógu ríkur til að hjálpa þeim sem eiga bágt í heiminum og kannski haft áhrif á að stríð taki enda. Það er stóri draumurinn minn. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 12. nóvember 2016.
Krakkar Lífið Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Jiggly Caliente dragdrottning látin Lífið Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Lífið Fleiri fréttir Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Sjá meira