Ástandið á Íslandi um 1770 Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 12. nóvember 2016 08:30 Þær Hrefna og Jóhanna eru ritstjórar útgáfu á skjölum landsnefndarinnar fyrri. Nýlega kom út 2. bindið af sex. Vísir/GVA Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, opnar ráðstefnu klukkan 13 í dag í Þjóðskjalasafninu að Laugavegi 162 um skjöl landsnefndarinnar fyrri. Að sögn Hrefnu Róbertsdóttur sagnfræðings er í þeim skjölum fjallað um allt sem snýr að íslensku samfélagi á seinni hluta 18. aldar, heilbrigðismál, vegi, hafnir, landbúnað, verslun samskipti við kaupmenn og embættismenn, handverk og allt mögulegt. „Þarna koma fram ábendingar og upplýsingar frá almenningi sem alla jafna hafði ekki rödd. Sumar eru skrifaðar í orðastað vinnufólks og lýsa lélegum aðbúnaði þess.“ segir hún. Ráðstefnan er haldin í tilefni af útkomu annars bindisins af sex í heildarútgáfu skjalanna, á vegum Sögufélags, Þjóðskjalasafnsins og Ríkisskjalasafns Danmerkur. Þær Hrefna og Jóhanna Guðmundsdóttir hjá Þjóðskjalasafninu hafa unnið að útgáfunni. Hrefna segir ekki hafa verið mikið fjallað um þessi skjöl áður en þeirra hafi verið aflað í upphafi af þriggja manna nefnd sem danski konungurinn sendi til Íslands. „Þessir menn dvöldu hér frá vorinu 1770 til haustsins 1771 og voru fyrstu íbúar tukthússins við Arnarhól sem nú hýsir Stjórnarráðið. Það sem þeir gerðu var að skrifa tilskipun sem lesa átti upp í öllum kirkjum og á öllum manntalsþingum þar sem óskað var eftir ábendingum og skrifum frá prestum og almenningi. Einnig skrifuðu þeir embættismönnum og lögðu fyrir þá spurningar. Upp úr þessu kemur 4000 síðna heimildasafn. Það er skrifað með 18. aldar skrift og hefur verið frekar óaðgengilegt fyrir aðra en nokkra sagnfræðinga sem hafa getað lesið það.“ Sýnishorn úr skjalasafninu: Bréf: Séra Jón Hannesson í Marteinstungu skrifar um húsaga og leiðir til viðreisnar landinu 11.5.1771. „Það er hryggilegt að vita hvað mikið peningatjón og heilsuspilling brennivín gjörir íslenskum auk stórrar óvirðingar oftlega þar af rísandi. Ég vildi óska brennivín flyttist ei til Íslands nema af skornasta skammti og til öngra seljast utan læknara, er framvísa kunna rigtugu atteste að vit og leyfi hafi að höndla með læknisdóma. Síðst vildi ég brennivín mætti brúkast til brúðlaupa og erfisdrykkju.“ (Landsnefndin fyrri II, Rvk. 2016, bls. 528). Greinin birtist fyrst 12. nóvember 2016. Menning Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum Lífið Fleiri fréttir Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, opnar ráðstefnu klukkan 13 í dag í Þjóðskjalasafninu að Laugavegi 162 um skjöl landsnefndarinnar fyrri. Að sögn Hrefnu Róbertsdóttur sagnfræðings er í þeim skjölum fjallað um allt sem snýr að íslensku samfélagi á seinni hluta 18. aldar, heilbrigðismál, vegi, hafnir, landbúnað, verslun samskipti við kaupmenn og embættismenn, handverk og allt mögulegt. „Þarna koma fram ábendingar og upplýsingar frá almenningi sem alla jafna hafði ekki rödd. Sumar eru skrifaðar í orðastað vinnufólks og lýsa lélegum aðbúnaði þess.“ segir hún. Ráðstefnan er haldin í tilefni af útkomu annars bindisins af sex í heildarútgáfu skjalanna, á vegum Sögufélags, Þjóðskjalasafnsins og Ríkisskjalasafns Danmerkur. Þær Hrefna og Jóhanna Guðmundsdóttir hjá Þjóðskjalasafninu hafa unnið að útgáfunni. Hrefna segir ekki hafa verið mikið fjallað um þessi skjöl áður en þeirra hafi verið aflað í upphafi af þriggja manna nefnd sem danski konungurinn sendi til Íslands. „Þessir menn dvöldu hér frá vorinu 1770 til haustsins 1771 og voru fyrstu íbúar tukthússins við Arnarhól sem nú hýsir Stjórnarráðið. Það sem þeir gerðu var að skrifa tilskipun sem lesa átti upp í öllum kirkjum og á öllum manntalsþingum þar sem óskað var eftir ábendingum og skrifum frá prestum og almenningi. Einnig skrifuðu þeir embættismönnum og lögðu fyrir þá spurningar. Upp úr þessu kemur 4000 síðna heimildasafn. Það er skrifað með 18. aldar skrift og hefur verið frekar óaðgengilegt fyrir aðra en nokkra sagnfræðinga sem hafa getað lesið það.“ Sýnishorn úr skjalasafninu: Bréf: Séra Jón Hannesson í Marteinstungu skrifar um húsaga og leiðir til viðreisnar landinu 11.5.1771. „Það er hryggilegt að vita hvað mikið peningatjón og heilsuspilling brennivín gjörir íslenskum auk stórrar óvirðingar oftlega þar af rísandi. Ég vildi óska brennivín flyttist ei til Íslands nema af skornasta skammti og til öngra seljast utan læknara, er framvísa kunna rigtugu atteste að vit og leyfi hafi að höndla með læknisdóma. Síðst vildi ég brennivín mætti brúkast til brúðlaupa og erfisdrykkju.“ (Landsnefndin fyrri II, Rvk. 2016, bls. 528). Greinin birtist fyrst 12. nóvember 2016.
Menning Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum Lífið Fleiri fréttir Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira